Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 24.07.1963, Blaðsíða 34
PANDA OG UPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI Jafnskjótt og vélmaðurinn hafði blandað saman ólyfj- um þesum, sneri hann sér við og nálgaðist Panda. „Drekktu það ekki, Panda, það getur verið eitrað,* sagði Hugsuðurinn. „Ég hafði reyndar ekki hugsað mér að drekka það,“ sagði Panda, „því að það er nógu mikið eitur í þessu til að drepa meðal vélmann." ,,Sjáðu,“ hrópaði Hugsuðurinn, „hann drekkur það sjálfur.“ Þeir horfðu á vélmanninn hvolfa því í sig, en varla hafði hann lokið við úr glasinu fyrr en hann sprakk í loft upp. Kakadúfa hershöfðingi var í sjöunda himni yfir því, að verkamönnum hans skyldi takast að eyðileggja vélar Hugsuðarins. „Ágætt,“ hrópaði Kakadúfa þegar hann sá að verkamennirnir héldu áfram að berja á brotum vélanna. „En hvar eru höfuðpaurarnir tveir?“ Hann gekk áleiðis að verksmiðjunni og kíkti í gegnum einn gluggann. „Þarna eru þeir. Inni í sjálfri leyndar- verksmiðjunni." En Panda og Hugsuðurinn voru svo niðursokknir í að athuga leifar vélmannsins, að þeir tóku ekki eftir kalli hershöfðingjans. „Hann sprengdi sig í loft upp,“ sagði Hugsuðurinn, „hann hlýtur að hafa haldið, að hann væri að þjóna þér með því.“ „Það er áreiðanlega rafmagnsheilanum að þakka,“ svaraði Panda. Þeir félagar Panda og Hugsuðurinn voru svo niður- sokknir í umræður um sjálfsmorð vélmannsins, að þeir steingleymdu þvi að þeir voru i sjálfri leyndar- efnarannsóknarstofunni „Halló,“ vai kallað .,Ég verð að tala við ykkur tvo.“ Panda leit við. „Ég geri ráð fyrir að hann hafi margt að mæla,“ muldraði hann. Hinn hugaði hershöfðingi flýtti sér til þeirra. „Til hamingju," sagði hann. „Þið hafið sannfært mig.“ „Sannfært yður um hvað?“ spurði Panda lágmæltur fÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.