Fálkinn


Fálkinn - 24.07.1963, Qupperneq 39

Fálkinn - 24.07.1963, Qupperneq 39
námskeið í að skrifa skýrslur. Já, en hugsið yður, að geta lagt þúsundir talna saman án þess að þurfa að kunna að telja lengra en upp að 11. Hugsið yður, að margíalda margra stafa tölur í hug- anum. Jafnvel barn án undirstöðuþekk- ingar í stærðfræði getur gert það. Trachtenberg horfði stöðugt i augu lög- reglustjórans, sem gretti sig í daufu brosi. „Þér segið, að þér getið kennt fábján- um að reikna? Ég á son, sem stendur algerlega á gati í reikningi. Þér megið gjarnan reyna yður á honum. En þér skuluð ekki gera yður of miklar vonir.“ Eftir klukkustund hafði Albert litli Sieber lært að margfalda hvaða 15 stafa tölu sem var með 11 á hálfri mínútu. í næstu kennslustundum lærði hann að leggja þúsundir talna saman á mettíma, algerlega villulaust. Eftir tvo mánuði gat hann deilt svimandi háum tölum hverri með annarri og margfaldað áln- arlangar tölur — allt saman í huganum. Dag nokkurn lét reikningskennari skól- ans Albert koma upp að töflu. Nú átti bekkurinn að skemmta sér yfir úrræða- leysi hans. Drengurinn leit snöggvast á dæmið. Síðan tók hann að skrifa svarið, tölu eftir tölu, án nokkurra útreikninga. Kennarinn gat ekki fylgzt með. Hann reiknaði á eftir og fékk um síðir sömu útkomu. Það höfðu orðið hlutverkaskipti. Nú var það kennarinn, sem hafði orðið að athlægi. Drengurinn hafði fengið tæki- færi til að sýna yfirburði sína. Hann hafði eina námsgrein á sínu valdi, þannig að enginn annar gat látið til sín taka. Það smitaði hinar greinarnar. Það fékk honum löngun til að lesa. Og þegar hann hafði tekið stúdentspróf, fór hann til Trachtenbergs og spurði, hvort hann gæti orðið kennari hjá sínum gamla lærimeistara. Trachtenberg var nú orð- inn víðkunnur og komst ekki yfir að stunda einkakennslu. Þess vegna stofn- aði hann „Hugarreikningsskólann“. Það var skrautleg bygging við rólega götu í háskólahverfinu í Zurich. Og Sieber varð fyrsti kennari skólans. Aðeins tveim árum síðar, árið 1953, lézt Trachtenberg. Margra ára þjáning- ar höfðu brotið meira niður en vel- gengni gat endurbætt. Hans elskaða Alice rak skólann áfram ásamt kennur- unum til dauðadags, sem bar einmitt upp á sama dag og ég tilkynnti komu mína til skólans í Zúrich fyrir nokkrum mánuðum síðan. Af jarðneskum fjármunum lét Trachtenberg næstum ekkert eftir sig. Á hinn bóginn gerði hann þúsundir borgara í fjórða fósturlandi sínu að reiknimeisturum — aðeins með því að kenna þeim hinar einföldu reglur, sem hann hugsaði upp í þrælabúðum naz- ismans. IÆYMSBAI8MÁL . . EranihaM af ms. 23. með barn sitt. Frá því að hún yfirgaf kofann hafði öll vitund hennar verið hulin þoku. En hún mundi greinilega nístandi sársaukann, þegar hún skildi barnið eftir og fór leiðar sinnar. Sú tilfinning var sem greypt í sál hennar — brennimark sektar hennar. Monika . . . Iiún þrýsti höndunum á munninn til þess að hrópa ekki upphátt. Hvers vegna voru örlögin henni svo grimm og miskunnarlaus? Hafði hún strax frá því að hún sá Moniku fyrst fundið hjá sér hvöt til að hugga hana og sinna henni, af því að hún var henn- ar eigið barn? Þegar hún stóð magnlaus á fætur, var klukkan orðin sex. Hún hugsaði um Mark Randers. Eftir tíu mínútur mundi hann standa hér fyrir utan og bíða eftir henni. Henni fannst óratími liðinn síðan hún sá hann síðast. Stefnu- mót þeirra hafði átt sér stað í öðrum heimi. Þá hafði hún haldið, að henni yrði miskunnað í þessu lífi. Nú vissi hún að svo var ekki. Hún gekk að glugganum. Þegar bíll- inn hans stanzaði fyrir utan hliðið, sýndi hún engin merki þess að hún ætlaði sér að opna gluggann og kalla til hans. Hún stóð aðeins kyrr við gluggann, horíði á þegar hann sté út úr bílnum, kveikti sér í sígarettu, leit á klukkuna, beið . . . Að fimm mínútum liðnum leit hann enn á klukkuna, bretti frakkakraganum upp og stakk höndunum í vasana. Hann gekk fram og aftur, leit upp til hússins, en tók loks ákvörðun og hvarf inn um hliðið. Andartaki síðar heyrði hún að hann bankaði á dyrnar. — Christel, sagði hann. — Christel, ertu þai'na? Ilún svaraði ekki, stóð aðeins stjörf við gluggann. Fyrst þegar hún heyrði fótatak hans fjarlægjast hægt og hægt sneri hún sér við og andvarpaði djúpt, gekk fram á salernið til þess að þvo grátbólgið andlit sitt úr ísköldu vatni. Litlu síðar hringdi síminn og einhver kom og kallaði, að það væri síminn til hennar. Hún svaraði ekki og hreyfði sig ekki, fyrr en sá sem flutti skilaboðin gekk að símanum aftur og sagði að Christel væri víst farin út. Framhald í næsta blaði. ALLIAF FJÖLGAR VOLKSWAGESI VOLKSV/AGEN e r þ œ g i I c g u r, hentugur o g h a g kv œ m u r bí 11 Það cr aðeins Volkswaeen. sem hefir tekizt að sameina þessa megin kosti. — 1 Volkswagen eru framsaetin íhvolf með stillanlegum bökum og fær- anleg fram og aftur. Aftursófanum er á hagkvæm- an hátt komið fyrir framan við aftuihjól. — Volks- wagen er fjölskyldubíli. — Það er ekkert plássleysi í Voikswagen, hann er 5 manna bíll. — Volkswagen er einmitt framleiddur fyrir yður. FERÐIST f VOLKSWAGEN HEILDVERZLUNIN HEKLA H F Laugavegi 170—172 — Reykjavík — Sími 11275. Fálkinn flýgur út

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.