Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 4

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 4
Hreinskilni. Kennslukonan var að skýra út fyrir börnunum hvað væri að vera lyginn. Því næst sneri hún sér að næsta strák og spurði: — Hvað er maður, sem segir annað, en það, sem er? — Kurteis, svaraði sterákur. Þá gall lítill strákur við: — Heita slíkir menn ekki ambassadorar.? Drykkjumennirnir. Tveir drykkjumenn horfa upp í himininn. Loksins stönzuðu þeir þann þriðja og annar spurði: — Heyrðu félagi, gerðu mér nú greiða. Er þetta sólin sem er að hníga til viðar eða er þetta máninn að koma upp? Sá þriðji hugsaði sig lengi um og svaraði síðan: — Mér þykir það leitt félagi, þetta get ég ekki sagt þér. Ég er sjálfur ókunnugur í bænum. Ræðumennskan. Ferðamaður kom á bæ nokkurn og hafði orð á því að hann hefði hlýtt á messu í næsta kauptúni. Bóndi kannaðist vel við klerkinn og spurði því, hvernig honum hefði líkað við ræðu prests. — O, ég gat vorkennt bekkjunum, svaraði gesturinn. séð & heyrt Elízabet Taylor sú hin fræga mær og Rikharður nokkur Burton fóru nýlega saman á hnefaleikakeppni. Þetta voru heljarmikil áflog og varð annar keppandinn alblóðugur í framan. En það var meira en hin blíðu augu leikkonunnar þoldu, hún setti höndina fyrir þau. Við skulum nú snúa okkur að blaðamönn- unum. Það er Mark Twain, sem hefur orðið: — Eitt sinn, er ég og William Swinton vorum bara fátækir blaðamenn, komumst við í (hræðilegar fjárkröggur. Við þurftum að ná í þrjá dali fyrir kvöldið. Swinton sagði, að við skyldum bara treysta á guð og gæfuna. En ég settist í forstofu hótels nokkurs og hugsaði um, «hvað gera skyldi. Allt í einu hljóp fallegur hundur upp í kjöltu mér og sleikti mig í framan. í ,sama bili gekk Miles hershöfðingi fram hjá og stanzaði til þess að klappa hundinum. — Þetta er fallegur hundur, sem þér eruð með þarna, sagði hann, — viljið þér selja hann? Ég varð frá mér numinn af fögnuði. Það var þá rétt, sem Swinton hafði sagt, að bezt væri að treysta á guð og gæfuna. Ég svaraði því: — Já, hann kostar þrjá dali. Hershöfðinginn varð mjög undrandi. — Aðeins þrjá dali! í yðar sporum mundi ég ekki krefjast minna en hundrað dala fyrir hann. Hugsið yður um .... — Nei, sagði ég, — verðið er þrír dalir. Her.shöfðinginn borgaði og fór burt með hundinn. Nokkrum mínútum seinna kom maður inn í hótelið og skimaði í kringum sig, eins og hann væri að leita að einhverju. — Eruð þér að leita að hundi? spurði ég. Hann ljómaði af ánægju. — Hafið þér séð hann? — Já, ég held að ég geti náð í hann fyr- ir yður. Sjaldan hef ég séð þakklátari mann. Ég tjáði honum, að ég vildi gjarnan fá þrjá dali fyrir vikið. — Kemur ekki til mála, ungi maður, ég gef yður tíu dali. — Nei, sagði ég og var ákveðinn, verðið er þrír dalir. Swinton hafði sagt, að guð og gæfan mundi sæma okkur þremur dölum, og ég mundi hæðast að örlæti guðs, ef ég tæki meira en þrjá dalir fyrir vikið. Ég gekk upp á herbergi til hershöfðingjans og tjáði hon- um, að ég iðraðist þess að hafa selt hund- inn og hvort hann mundi nú ekki vera svo vænn að ,skila mér hundinum aftur til baka. Hann gerði það og ég fékk 'honum þrjá dali. Síðan fór ég niður og afhenti eigandanum hann. Þannig losnaði ég og gekk burt og samvizk- an hefur aldrei verið betri. Ég 'hefði aldrei getað notað dalina, sem ég seldi hundinn fyrir, en hina, sem ég fékk að fundarlaun- um, þá hafði ég unnið mér inn á heiðarleg- an hátt. Maðurinn hefði kannski aldrei feng- ið hundinn sinn aftur, ef ég hefði ekki kom- ið til skjalanna. ★ Albert Einstein var einhverju sinni boðið að horfa á ballett. Þegar sýningin var úti, spurði vinur hans, sem boðið hafði: — Jæja, Albert, hvernig fannst þér? — Ja. Jamm, svaraði Einstein hikandi, — hann sannaði svo sem ekki neitt. 4 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.