Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 10
 . ; inI i 1 fj f F t j fl Jm snjalla hugvekju um það mál í Þjóðólf. Tilefni þeirrar greinar var, að fundizt höfðu merkir munir í sögualdarkumli í Baldursheimi í Mývatnssveit. Fékk Sigurður skýrslu um fundinn frá Arn- grími málara Gíslasyni og birti hana í Þjóðólfi ásamt athugasemdum og vakn- ingarorðum. í næsta blaði þar á eftir birtist svo hugvekja hans. Þess var heldur ekki langt að bíða að greinin hefði tilætluð áhrif. Urðu margir til að ýta undir mál þetta og studdu það ýmsir mætir menn, svo sem Jón Árna- son og séra Helgi Sigurðsson. Herbergi það, sem Sigurður bjó í um hríð, er ekki stórt um sig; hálfgerð kytra, ef mælt er á nútíma mælikvarða og miðað við þær kröfur, sem íslend- ingar gera til húsnæðis nú. Samt hefur kamesi þetta þótt allsæmilegt í dentíð. Furðulegt er, hvað margt muna rúm- ast þarna inni. Þar er einna merkilegast skrifpúlt eitt, sem Jón Árnason, þjóð- sagnaritari, átti, en Sigurður haft not af. Það fannst í Davíðshúsi, en þar dó Sigurður. í Smiðshús gaf það Stefán Guðmundsson, en hann keypti á upp- boði eftir Hallgrím Melsted. Þá er og þar fallegur kistill, sem Bólu-Hjálmar mun hafa skorið. Hann var listasmiður Kistil þennan inun Bólu-Hjálmar hafa skorið. Hann var listasmiður og munu um 40 munir vera til eftir hann. og mun talsvert kjörgripa eftir hann hafa varðveitzt. Munu það alls vera um 40 gripir og er listahandbragð á þeim öllum. Þá er þarna dragkista, sem sennilega er úr eigum Sigurðar málara, þó það verði ekki sannað. Merkileg klukka er yfir rúmi því, sem hér er inni. Lárus safnvörður Sigurbjörnsson segir okkur, að hún hafi hætt að ganga eftir lát eig- Herbergi Jónasar Hallgrímssonar í Dill- onshúsi. Herbergið mætti alveg eins kalla skáldakamesið, því að flestir mun- irnir, sem hér eru inni, eru úr eigu skálda okkar. En hér bjó Jónas Hall- grímsson um skeið. Rúmið í herberg- inu er úr eigu Gríms Thomsen, sóffinn Matthíasar Jochumssonar, en skrifborð- ið átti Björn Jónsson í ísafold. (Allar myndirnar tók MYNDIÐN). FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.