Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 13
SIVi/i&AGA EFTIR BRAIMDT THORSTEIM Bjart tunglskinið streymdi inn ura gluggana, og gluggatjöldin bærðust fyr- ir næturgolunni. Ég var í þann veginn að snúa mér á hliðina og sofna að nýju, er ég varð allt í einu vör við eitthvað, sem þrýsíi' létt á brjóst mér. Og þá sá ég hana: geysistóra, svarta kónguló. Hún sat tæplega þverhandarbreidd frá hökunni á mér, og klærnar á loðnum löppum hennar höfðu læstst í húð mína. Ég ætlaði að stökkva á fætur — hlaupa leiðar minnar. En ég var gersam- lega lömuð — til allrar hamingju. Því að í sömu andrá minntist ég einnar að- vörunar Freds: Reyndu aldrei að hrista eiturkvikindi af þér. Það er ekki hægt! Allur líkami minn varð stífur og þan- inn. Ég hafði krampateygjur í öllum vöðvum af einskonar ótta við, að hver minnsta hreyfing yrði til þess, að dýrið gerði árás. Ég einblíndi niður eftir nefinu á þetta lífshættulega skorkvikindi. Og kóngulóin virtist stara á mig — virtist hreyfa eitraða kjálkana illkvittnislega, eins og hún væri að yfirvega, hvar hún ætti helzt að bíta mig. Mig byrjaði að verkja í vöðvana vegna krampadráttanna. Ég var í þann veginn að kafna af munnvatninu, sem safnaðist fyrir uppi í mér. En ég þorði ekki að kingja af ótta við að sú smá- hreyfing myndi æsa kvikindið upp. Það liðu tímar — eilífðir — innilok- uð í ljþsu moskitóflugnanetinu, haldin hræðilegum ótta. Kóngulóin lá graf- kyrr með klærnar læstar fastar í húð mína og starði á mig. Þá virtist hún skyndilega hreyfa sig örlítið áfram — aðeins fáeina milli- metra. — Nei! hrópaði ég hljóðlaust. — Ekki upp í andlitið á mér. Mér virtist ég þegar geta fundíð fálmara hennar á hálsinum á mér — virtist ég geta fundið feitan, loðinn lík- ama skordýrsins skríða upp eftir kinn- inni á mér — upp að augunum.......... Ég vissi, að það yrðu endalokin. Ég mundi ekki geta afborið að láta hana skríða upp eftir andlitinu á mér. Ég mundi stökkva á fætur og æpa .... og það yrði minn bani., Augu mín blinduðust af hræðslu. Ég gat ekki lengur séð dýrið. Ég vissi ekki ilangur, hvar það var. Ég gat fundið fálmara þess klóra mig um allan kropp- Framhald á bls. 30. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.