Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 16
Nina Petrovna Krústjov vann hylli ellra er hún heimsótti Bandaríkin, eins og menn muna af fréttum blaða og út- varps (myntlin hér að neðan). Jovanka Tito er hvortveggja í senn fögur og viljasterk (stóra myndin liér til hægri). Þegar þau kynntust, var hann kvænt- ur maður og roskinn, en hún var á gelgjuskeiðinu. En samt var það ást við fyrstu sýn. Fyrsti fundur þeirra átti sér stað á fjalli í Júgóslavíu og stríðið geisaði allt í kring. Hún er úr fjallahéraði í Júgóslavíu frá fjölskyldu, sem er óhemju fátæk. Fimmtán ára gömul tók hún sér byssu í hönd og gerðist skæruliði. En hún skaut aldrei neinn af hinum hötuðu Þjóðverjum. Hún skaut eitt sinn á örn sem flaug iskyggilega nálægt henni. Og hún var með byssu í bönd, þegar hún hitti Tito fyrst, en hann var major í frelsis- hernum klæddur heimasaumuðum ein- kennísbúningi. Tito var kvæntur. En það var stríð og það gat ekki verið neitt athugavert við það, að halda i hönd hans, meðan hann talaði um stjórnmál, en í þeim skildi hún ekki neitt. Hún hafði gengið á skóJa, en satt að segja hafði hún lítið meira lært en stafrófið. Á árunum milii 1941 og 1943 barðist Títo ekki aðeins við Þjóðverja, heldur einnig móti freJsisher, sem keppti við harm um völdin, Chetnikunum svo- nefndu. Tito hafði ýmsar afsakanir á taktein- um vegna hinna tíðu heimsókna sinna í fjallahéruðin, er hann fór á fund hinoar nýju vinkonu sinnar. Þegar Tito vann kosningasigur árið 1945 og varð forsætisráðherra. varð hin unga skænd’ðastúlka þriðja kona hans 16 á sömu stundu. Margir Júgóslavar voru ekki hrifn- ir, þegar þjóðhetjan kvæntist í þriðja sinn og það stúlku, sem var undir tví- tugt. Og hvernig myndi svo ómenntaðri stúlku ganga að koma fram sem fulJtrúi lands síns út á við? En Júgóslavar reikn- uðu ekki með viljastyrk og gáfum hinn- ar ungu konu. Hún var reyndar ekkert glæsileg í útliti í þá daga. Feitlagin er milt orð......En enda þótt Tito hafi ekki verið neinn prófessor Higgins, þá var Jovonka hans Eliza, sem gat breytt sér af eigin rammleik. Þetta skeði á fimm árum og byrjaði þannig, að Jo- vanka hvarf. Frú Tító settist á skóla- bekk og lærði ensku og frönsku. Tízkuritstjóri frá Harper’s Bazaar kenndi henni einnig, samstarfsmaður Dior og sænsk aðalskona. Þetta fór allt fram í kyrrþey. Loks kom frú Tótó fram opiirberlega aftur, grönn og gjörbreytt. Þegar Tito kom frá Indlandi, sigldi kona hans til EgyptaJands, þar sem hún kom fram sem opinber fuJJtrúi hans, þangað til hann kom sjálfur til Alexandríu. Heimsókn til Frakklands var eins konar próf í hinu nýja aðalfagi hennar. Hún stóðst það með ágætum. Margar konur í heimalandi hennar hafa fylgt fordæmi hennar og á vesturlöndum er sagt, að JúgósJavía eigi beztklæddu kon- ur Austur-Evrópu. Ef þetta er rétt, er það vegna fordæm- is og áhrifa frú Tító. Það er ekki að undra, þótt Jovanka Titó sé ungleg. Það sem vekur undrun, er, að hún hefur megnað að gefa manni sínum hluta af æsku hans aftur. Titó er bráðum sjötugur, en lítur ekki út fyr- ir að vera eldri en fimmtugur. Hann er brúnn með slétta húð og er heilsuhraust- ur. Það er fyrst núna upp á síðkastið, að hann hefur gefizt upp á að reyna að verða meistari á vatnssliíðum. f mörg ár lifði hann í vellystingum og var á góðri leið með að verða einkenn- isbúinn istrubeJgur eins og Göring. Þess- ar tilhneigingar hefur frú Tító kæft og komið honum í skilning um, að virki- legt karlmenni taki sig betur út i borg- aralegum fötum. Jafnframt er það frú Tító, sem hefur fengið marskálkinn til að breyta hinum fjörutíu höllum og fasteignum sínum í barna- og elliheimili og skóla. Nú búa hjónin í mjög óbreyttu einbýlishúsi fyrir utan Belgrad. Slíkt er einnig hægt að gagnrýna. Konurnar á kaffihúsun- um halda því fram, að Tító hafi orðið að selja eignir sínar til að geta borgað reikninga Jovönku sinnar frá tízkuhús- unum í París. En allur heimurinn segir. — Hún er ein af oss. Nina Petrovna Krustsjov. Nina Petrovna Krústsjova er feitlagin, stutt og riðvaxin. Blaðamaður nokkur skrifaði eitt sinn, að hún minnti á FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.