Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 24
KVENÞJOÐIN Kitstjóri: Kristjana Steingrímsdóttir, húsmœðrakennari. PrjénaÍar leikbuxut Prjónaðar leikbuxur. Tvílitar úr nælon eða orlon garni, þorna því fljótt og sitja vel, þar eð brjóststykkið er svo breitt og vel lagað. Stærð: 6 (9) mánaða. Efni: 75 g. hvítt garn (grunlitur) og 50 g. af bláu garni. Prjónar nr. 2 og 3. 29 1. sléttprjón og prj. nr. 3 = 10 cm. Sl. = slétt, br. = brugðið. Mynstrið (lykkjufjöldinn deilanleg- ur með 6—(—4 1:). 1. umf.: X 4 bláar sl., 2 hvítar sl. End- urtekið frá X út umf. og endað með 4 bláum sl. 2. umf.: X 4 bláar sl., 2 hvítar br. Endurtekið frá X út umf og endað með 4 bláum sl. 3. umf.: X 4 hvítar sl., 2 bláar sl. Endurtekið frá X út umf. og endað með 4 hvítum sl. 4. umf.: X 4 hvítar br., 2 bláar sl. Endurtekið frá X út umf. og endar með 4 hvítum br. Sk, umf.: eins og 1. umf. 6. umf.: eins og 2. umf. Buxumar: Byrjað að ofanverðu að aftanverðu. Fitjið upp 120 (126) 1. á prj. nr. 2 með bláa litnum og prjónið 3 cm. breiða brugðningu, 1 sl., 1 br. Sett á prj. nr. 3 og nú er prjónað með grunn- litnum fyrst. 8 umf. sléttprjón nema á 4. yztu lykkjum, sem sem eru prjónaðar alla leið með garðaprjóni og alltaf með grunnlitnum. Prjónið mynsturrendurn- ar 10 umf. Sléttprjón á að vera milli randanna. Þegar bakið er 17 (18) cm. eru felldar af 6 1: í byrjun hverrar umf., þar til 24 (28) 1. eru eftir. Prjónið beint í 7 cm. Aukið því næst út um 3 1. í byrj- un hverrar umf., þar til 48 (52) 1. eru á prjóni. Prjónið fyrstu og síðustu 1. í hverri umf. alltaf slétt og takið úr fyrir innan þessar lykkju á fyrstu og síðustu um. af grunnlitnum (milli randa), þar til 34 (38) 1. eru eftir og þegar lengdin, mæld frá miðju skrefsins, er 24 (25) cm., er aukið út á ný innan við þessar sömu lykkjur í 5. hverri umf., þar til 46 (48) 1. eru á. Takið því næst úr 1 L innan við þessar lykkjur í hverri umf. 8 sinnum. Geymið lykkjurnar. Frágangur: Vefjið buxurnar inn í rakt handklæði, sléttið síðan vel úr þeim, lát- ið þorna. Takið upp 82 (84) 1. fyrir skálm á prj. nr. 2 með bláu og prjónið 2 cm. brugðningu (1 sl., 1 br.). Fellt af sl. og br. Prjónið kantinn kringum brjóststykkið á 3 prjóna og með bláu: Takið upp frá réttunni 112 1. meðfram annarri langhliðinni, prjónið 1. sem geymdar eru, takið upp 112 1. meðfram hinni langhliðinni á prj. nr. 2. Prjónið 4 umf. brugðningu og svo eru hnappa- göt búin til, 5 hvorum megin í næstu umf. Fyrsta hnappagatið á að vera 4 1. frá neðra kanti, hin hnappagötin beint út frá miðju mynstursrandanna. Hnappagötin eru búin til yfir 2 1. Prjónið 4 umf. brugðningu til viðbótar. Fellt af slétt og brugðið. Böndin: Fitjið upp 10 1. með bláu garni á prjóna nr. 2 og prjónið brugðn- ingu, þar til böndin eru hæfilega löng. Búið til hnappagat neðst á hvoru bandi. Festið böndin í smekkinn og saumið í 2 hnappa til skrauts ef vill. Festið hnappana í buxurnar. (juli'œtur (flótnkál Fallega gulrauðar gulrætur og blóm- kál er girnilegur matur, en blómkálið þarf helzt að gera drifhvítt. Setjið safa úr Y2 sítrónu saman við suðuvatnið; það er ótrúlegt, hvað það bætir mikið. 24 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.