Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 28
TXý stelna . , . t< uiinaid aí bis. 15. ________ biskupsvígslu á íslandi. En svo fór, að þeir feðgar samþykktu vígslu Þorláks. Hann var vígður 2. júlí 1178. Á þessum árum var ófriðvænlegt í Noregi. Sverr- ir konungur var að hefjast til valda, og er því ekki vitað með vissu, hvaða fyr- irmæli Þorlákur biskup fekk af erki- biskupi. En af ýmsu má ráða, að Þor- lákur hafi komið máli sínu svo við hann, að heita honum stuðningi við að koma kirkjuvaldsstefnunni til aukinna áhrifa á fslandi. Enda er það auðséð, að Þorlákur hefur hrifizt að framgangi hennar í Noregi. En þar í landi skipuð- ust málin óvænt, áður langt um leið, því að Eysteinn erkibiskup hrökkiaðist úr landi skömmu síðar til Englands. Strax að lokinni vígslu sigldi Þorlák- ur biskup til íslands. Hann kom ekki heim fyrir en að afstöðnu Alþingi. En næsta sumar kom hann fram með breyt- ingar á kirkjumálum, og varð þá bert lærðum og leikum, að frá hans hendi var að vænta gjörbreyttrar stefnu á stjórn íslenzku kirkjunnar. Eins og kunnugt er, fengu biskup- arnir hér á landi snemma setu í lögréttu, og urðu því aðilar að dómi og löggjöf í landinu. Allt til biskupstíma Þorláks notfærðu biskuparnir sér valdaaðstöðu á Alþingi til þess að koma fram málum sínum með gætni, og í skjóli goðakirkj- unnar, þar sem margir goðorðsmenn voru jafnframt prestar og höfðu því áhuga á hógværum breytingum til hag- ræðis fyrir kirkjuna. JVieiKua-u ar í kirkjulegri löggjöf komust því á með friðsamlegum hætti. Svo var með tíundarlögin, kristinn rétt hinn forna og skipun umboðsvalds fyrir biskupana um land allt. Á fyrsta Alþingi er Þorlákur var á eftir biskupsvígsluna, kom hann fram með breytingar á kirkjulögum landsins. Allar hafa þær hnigið í sömu áttina, það er verið í anda kirkjuvaldsstefn- unnar. Að vísu er ekki fullkomlega hægt að sjá af heimildum, hve langt breyt- ingar biskups gengu. En líklegt er, að hann hafi farið fram á, að kirkjan eign- aðist staðina. En því hafi verið synjað. Biskup reyndi til þess í fyrstu yfirreið sinni að ná undir sig stöðum. En til- raun hans brotnaði á mótstöðu Jóns Loftssonar í Odda, og varð ekki meira úr tilraunum biskups til staðamála, enda veiktist aðstaða hans, þar sem erkibiskup var flúinn úr landi. En á Alþingi árið 1179, fekk Þorlákur biskup samþykkt í lögréttu ákvæði um helgihöld og föstur. Liklegt tel ég, að í þessari löggjöf hafi falizt ný skipun um hjónabandið, en sú skipun var ekki samþykkt, þegar kristinn réttur var settur. Auðséð er, að þegar kristinn réttur var samþykktur á Alþingi, hafa höfðingjarnir ekki viljað samþykkja skipun kirkjunnar um hjúskaparmál, þótt skipun hennar ofmikil skerðing á frelsi manna. En kirkjan leit á hjóna- bandið sem eitt af sakramentunum, og þar að auki hafði hún af yfirráðum sínum um hjúskaparmál stórtekjur. Sýnir þaðvel frjálslyndi goðakirkjunnar íslenzku, að hún var fús til að fella niður svo veigamikið atriði og umráða- rétt kirkjunnar 1 þessum efnum. í öllum fornum germönskum samfé- lögum, ríktu allt aðrar reglur um hjú- skap, en varð eftir að kristin áhrif komu til sögunnar. Með henni varð til hið raunverulega hjónaband, sem var í vígsluathöfn og ekki mátti slíta, og sumstaðar voru ákvæðin svo sterk, að ekkill eða ekkja máttu trauðlega gift- ast. Kirkjan hafði mjög fastar reglur um hjónabandið, og voru það kallaðir mein- bugir, ef eitthvað athugavert var við það. Aðalmeinbugirnir voru: ofmikil frændsemi, tengdir eða guðsifjar aS ákveðnu marki. Vegna þessara mein- buga, var nauðsynlegt, að klerkar kynnu nokkuð í ættvísi og mannfræði, enda nam Þorlákur biskup þau fræði ungur af móður sinni í Odda. Þessar reglur um hjúskap voru gjörólíkar þeim, er gilt höfðu á Norðurlöndum frá aldaöðli, og ekki sízt á íslandi. Hér á landi áttu höfðingjar og ríkismenn börn með mörgum konum og jafnvel nánum frænkum sínum og þótti jafnvel sómi að. Það ríkti því hálfgert fjöl- kvænissj ónarmið hér á landi, og átti íslenzka kirkjan þar að glíma við erfið málefni. • Eftir að erkibiskupsstóll var settur á stofn í Niðarósi fóru erkibiskupar brátt að áminna íslenzka höfðingja um virð- ingarleysi þeirra fyrir hjónabandinu. PAT - k - FISH KRVDDRASPIÐ ER KOIUIÐ í NVJAR UIHBIJÐIR Fæ:l í næstu búð 28 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.