Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 33

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 33
viö erum nógu mörg hérna inni. Hún sneri baki í Cristel og gekk að rúminu. Cristel var alltof skelkuð til að mótmæla. Hún gekk út úr herberg- inu, tók kápuna og hvarf af deildinni. Það angaði af blautri mold og laufi í sj úkrahúsgarðinum. Hún gekk hægt í áttina til hjúkrunarkvennabústaðarins. Hún varð að ná í Ullu og spyrja, hvað hefði komið fyrir og af hverju hún hefði ekki verið þarna. Einmitt er hún var að ganga gegnum dyrnar að hjúkunarkvennabústaðnum heyrði hún nafn sitt kallað lágt. Það var Ulla. Hún stóð spölkorn frá. tröppunum, þannig að ljósið frá lamp- anum yfir dyrunum skein á hana. Hún var í kápu með uppbrettan kraga til varnar aftankulnum og hún var ber- höfðuð. Cristel gekk til hennar. Ulla greip í handlegg hennar og dró hana lengra frá. — Cristel, hvað kom fyrir? Ég hef staðið hér lengi og beðið eftir þér: — Ég kom aftur og þá var herbergið fullt af fólki. Það skeði dálítið óvænt og þú varst þar ekki. Systir Greta varð æf og ætlar að kæra. Ulla faldi andlitið bak við kápukrag- ann. — Hvað varð af þér, Ulla? Ég var bara í burtu í fimmtán til tuttugu mín- útur. Þú lofaðir að hafa gætur á sjúk- lingnum. — Já. En hann svaf svo vært og lá hreyfingarlaus. Ég hljóp bara út til að hringja í Ingu Wester, meðan Gréta var inni á annari deild. Ég sagði bara, að þú hefðir farið að heilsa upp á hana Mon- iku á barnadeildinni og ég færi í bæ- inn um leið og þú kæmir aftur. Hún ætl- aði út með Randers í kvöld. en það kom víst eitthvað í veg fyrir það, svo að við höfðum hugsað okkur að hittast augnablik. Það var allt og sumt. Og þegar ég kom aftur, var hurðin opin í hálfa gátt og systir Greta var þarna inni og hrópaði, að einhver yrði að hringja á Ekman, sem var á vakt, og þá hljóp ég. — Hljópst þú? — Já. Ég vissi auðvitað að eitthvað hafði komið fyrir, en ég vissi ekki hvað. Gréta hefur alltaf haft horn í síðu minni frá því ég var nemi og það var heldur ekki neitt, sem ég gat gert. — En.......Cristel ieit á Ullu. — En á morgun........Hvað á ég að segja? Það verður að koma fram, hvað skeði. — Cristel, þú verður að hjálpa mér. — Elsku Cristel, ég sagði nú ekki nei, þegar þú baðst mig að hjálpa þér í kvöld. Þú þarft ekki að segja, að ég hefði átt að leysa þig af. Það skiptir ekki neinu máli, því að eiginlega eigum við ekki að skipta svona, því að þá segja þau bara, að það hafi verið rangt af þér, að biðja mig um þetta, þar sem ég hafði verið á vakt allan daginn. — Ætlastu til að ég taki á mig sök- ina? — Cristel, það hljómar svo hræðilega, þegar þú segir þetta svona. Það er bara það, að þú ert svo miklu færari og áhrifameiri en ég. Allir vita, að þú ert eftirlætið hennar systur Mögdu. Hún gerir ekki nærri eins mikið veður út af málinu, ef hún heldur að það sért þú. , En ég — þau töluðu alltaf um mig á lyflækningadeildinni og sögðu, að ég væri út á þekju. Þetta getur eyðilagt mig alveg. Ég verð kannske rekin. Bara af því, að ég ætlaði að gera þér greiða. Ulla virtist örvingluð. Hún hafði gripið um handlegg Cristel og horfði biðjandi í augu hennar. Það leit út fyrir að tárin væru að brjótast fram. Það var satt, að Ulla hafði á sér orð fyrir að vera kærulaus. En að taka alla ábyrgðina á sig sjálfa.....Það var ef til vill rangt af henni yfirleitt, að hafa beðið Ullu um að grípa fram í, þar sem hún var þreytt eftir langan vinnudag. Ábyrgðin hafði jú verið lögð á herðar hennar, Cristel, og það var ekki mein- ingin að hún kæmi henni á aðra. Vegna Moniku hafði hún teflt lífi annarrar manneskju í hættu. Er hún sagði nú sannleikann, yrði Ulla kanske rekin og þá fengi hún samvizkubit. — Ég skal ekki segja neitt. Ég lofa að segja ekki, að þú hafir átt að vera hér. Æ, Cristel, er það raunverulega satt? — Þú ert engill. Þú veizt ekki hvaða þýðingu það hefur fyrir mig. Þakka þér fyrir elsku bezta Cristel. Ullu virtist létta og hún sleppti tak- inu um handlegg Cristel. — Ég myn aldrei gleyma því, sagði hún. Svo sneri hún sér við og hvarf i myrkrið. Systir Gréta hafði skrifað skýrslu um það, sem hafði komið fyrir til að systir Magda gæti lesið hana, þegar hún leysti næturvaktina af klukkan sjö. Þegar Magda hafði lesið hana, fór hún til Ekmans læknis. Þau töluðu saman og svo var Cristel kölluð inn til Ek- mans. — Hvað í ósköpunum kom yfir yður, systir Cristel? spurði hin gráhærða yfirhjúkrunarkona áhyggjufull. — Þér, sem eruð svo skyldurækin og áreiðan- leg hjúkrunarkona. Ég verð að segja, að ég er virkilega undrandi. Þér ættuð að vita, að sjúklingur í þessu ástandi getur fundið upp á hverju sem er. — Já, systir Magda, sagði Cristel. — Ég skrapp frá augnablik. — Já, en sú stund var nógu löng til að skjóta allri deildinni skelk í bringu. Hvert fóruð þér? — Ég hljóp niður í forstofu. — Hefðuð þér ekki getað beðið ein- hvern annan að fara niður fyrst svona mikið lá á? sagði Ekman læknir með sinni rólegu og alvarlegu rödd eða hringt og beðið einhverja aðra að taka vaktina augnablik, bara ekki látið sjúk- linginn vera einan. Framhald í næsta blaði. 8 og 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðar sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Fiimulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor). FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 Shoor OS Cmu Siwxnrva ER KJÖRINN BÍllFYRIR feLENZKA VEGi: RYÐVARINN. RAMMBYGGÐUR, AFLMIKia OG ÓDÝR AR I TÉKKNE5KA BIFREIÐAUMBOÐIÐ WNARSTIUETI 12, SÍMI 37SSI Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIOJA^ 81.1 Skúlagötu 57. — Simi 23 200. FÁLK.INN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.