Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 34
PANDA □□ UPPFINNINGAMAÐURINN MIKLI Hugsuðurinn var nú vel metinn þar sem hann var og Panda sneri heim á leið. Kakadúfa hershöfðingi sæmdi hann Arnarorðunni, en þá orðu fær ekki nema annar hver hreppstjóri. Síðan kvaddi Panda Tómas Hugsuð hinn mikla. Ekki var hann fyrr kominn heim en Jollipop tók á móti honum og færði honum sjóð- andi heitt te. „Vélvæðing getur verið heppileg," sagði Jollipop í predikunartón, ,,en mér finnst nú skörin vera farin að færast upp í bekkinn, þegar þeir taka að búa til vélþjón. Reyndar tekur það út yfir allan þjófabálk.“ Panda samsinnti þessu og allt féll í ljúfa löð. SÖGULOK. PANDA DG TÚFRAMAÐURINN MIKLl Á blíðu sumarkveldi sitja þeir Panda og Jollipop við ströndina og eru að fiska. Sólin er að hníga til viðar, samt hafa þeir ekki orðið varir. Reyndar fór Panda hingað aðeins vegna þess að Jollipop stakk upp á því að hann hvíldi sig um hríð. „Komdu,“ sagði Panda, „það er kominn tími til að fara heim. Það fer bráðum að dimma.“ Hann dró upp línuna, en hætti, þegar Jollipop hrópaði yfir sig: „Sjáðu skrýtna bát- inn. Ég hef aldrei séð annað eins.“ Hinn dularfulli bátur, sem hafði birzt allt í einu, stefndi beina leið að klettinum, sem þeir Panda og Jollipop stóðu á. „Hver ætli þori að sigla svona skrýtn- um bát?“ spurði Jollipop. „Við komumst fljótlega að því. Hann ætlar augsýnilega að lenda hér.“ Báturinn kom nær og nær. Hann virtist ekki ganga fyrir neinu, aðeins líða áfram. Hann kom nú upp að klettinum, þar sem þeir voru Panda og Jollipop og þar sem enginn birtist á þilfarinu, kíkti Panda inn í káetuna í gegnum kýrauga. Þar var enginn. 34 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.