Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 36
I’IIAIHHIA Framii. af bis. 19. það gat ekki verið allt . . . Sei"Ma þennan dag sáum við aftur til Thann-m meðal manna sinna og ég hélt að ' ið kastaði skæra, t’ líósi á þetta unda'-1 1 samband. Við höfðum farið niður að viðgerðar- stöðinni hans. Dagurinn var að verða mjög heitur og^ peningalykt var yfir allri höfninni. Ég hélt silkiklúti fyrir nefinu og vonaði að enginn móðgaðist. Ég beið róleg í skugganum meðan Thanos sýndi Alexis stöðina. Hann tal- aði ótt og sveiflaði handleggjunum, og Alexis hlustaði með athygli. Ég gat séð, að hann smitaðist smám saman af hrifn- ingu föður síns. Ég var að verða lítillega máttlaus í þefillum hita skýlisins og gekk fram til að kalla þá til baka. Á því augnabliki sá ég, að einn mann- anna hagaði sér mjög undarlega. Hann var að fara úr skónum og hélt þeim svo með fingurgómunum með uppgerð- artepruskap eins og til að óhreinka þá ekki. Hann fór að trítla mjög varlega niður að sjónum, skalf öðru hverju og beygði sig niður til að skoða fæturna. Þegar hann var kominn niður að dimm- um sjónum, dýfði hann stóru tánni í og dró hana skjótt til baka og æpti undarlega. Ég sá þá, að Thanos hafði ekki misst neitt af sínum óvenjulegu leikarahæfileikum og hristist af hlátri. Hann kom dálítið nær og sagði milli mikilla hrossahlátra: „Einhver sagði þeim, að ég léti snyrta á mér fæturna og það líður mér aldrei úr minni.“ Hann beygði sig niður og byrjaði að leysa skóreimarnar. „Komdu til baka, þrjót- urinn þinn!“ hrópaði hann til fíflsins, sem var umkringt glaðværum, hlæjandi félögum sínum. „Komdu til baka og setjum bátskrattann niður!“ Hann fór úr skónum og sokkunum og bretti upp lýtalausum buxunum. „Ég skal sýna þér, hvernig á að bleyta fæturna.“ llann hljóp til þeirra og stökk yfir skástoðir og hrúgur af samanvöfðum kaðli eins og fjallageit. Alexis færði sig nær mér og við stóðum hlið við hlið og horfðum á sýninguna. Menn- irnir skemmtu sér konunglega. Thanos stóð í sjónum og hrópaði fyrirskipanir, hinir hröðuðu fram- kvæmdum sínum og brátt hreyfðist fínn bátur í áttina niður að sjónum. Thanos stökk til baka og eftir augna- blik rann hið tigulega, litla skip í sjóinn og fór á flot, stolt og óhagganlegt. Mennirnir klöppuðu Thanosi lof í lófa, og hann rétti fram handlegginn til þeirra og veifaði óheflað en vingjarn- lega og byrjaði að ganga til okkar. „Guð almáttugur!“ sagði sonur hans og lítið augnablik sá ég hann eins og ókunnugur myndi gera — veikgeðja son voldugs konungs. Hann hlýtur að hafa fundið það, því að hann var þögull langan tíma og þegar við fórum að ganga heim til bæjarins, sagði hann skyndilega, rödd hans var undarlega lágvær: „Jæja, þú lætur mig sannarlega finnast ég heimskur með málaradelluna mína og skólapróf mín . . . “ Thanos lagði handlegginn utan um öxl Alexis. „Það bíður þín mikið hérna. Ég er að hugsa um að láta skrásetja þessa stöð á þitt nafn.“ „En hvað ætti ég að gera við hana?" Alexis virtist skelfdur. Thanos kastaði höfðinu aftur og hló. „Ó; drengur! Ef faðir minn hefði nokk- urn tíma sagt slíkt við mig, hefði ég verið óður af fögnuði." Hann leit á hið ringlaða andlit sonar síns. „Þú, þú ert dauðskelkaður.“ „Það er ég sannarlega.“ Þetta var allt hræðilega óréttlátt. Til voru kringumstæður og staðir, þar sem Alexis myndi hafa yfirhöndina og Than- os kæmi kauðalega fyrir. Alexis var konungur hluta, sem sáust til hálfs, skynjuðust til hálfs. Hann rikti yfir ver- öld skugganna og hálftónanna og hann var mikill og ljóðrænn elskhugi. Samt var hann hér þvingaður í styggjandi aðstöðu veikleikans og ég reiddist osi fyrir að reyna að þrýsta sínu þunga valdi á þennan mann, sem var þóít hann væri sonur hans, samt sem áður ólík og algjörlega aðskilin manneskja. En hann hefði viljað hafa hann eftir eigin fyrirmynd, hefði hann átt að ala hann upp sjálfur. Eins og hugsanir mínar hefðu verið í kollinum á honum, sagði Alexis: „í mínum augum varstu nafn í blöðunum. Hér get ég séð þig og snert þig . . . Þú verður að gefa mér tíma.“ Thanos þagnaði. Það sem eftir var af ökuferðinni til bæjarins var þögult og ég var þakklát Thanosi fyrir að nota næmleika sinn, en hann þekkti ég betur en nokkur annar, til að róa hug okkar allra. Alexis og ég vorum ekki ein eitt augnablik. Ef við settumst niður í horni stéttarinnar til að horfa á sólsetur, var eins víst að einhver slægist í hópinn. Ef Thanos var ekki viðstaddur, kom Anna og sat fyrir aftan, eins og skuggi, hreyfingarlaus. Eða þá að þjónarnir fóru út og inn. Eða að Dimitri litli kom hlaupandi með eitthvað dýrmætt, sem hann hafði fundið í sandinum — skel eða bút af rekaviði eða, bezt af öllu, glerbrot, sem öldurnar höfðu gert ó- gagnsætt. Alexis féll vel við Dimitri litla og lék við hann og sýndi þá sjaldgæfu gáfu að koma rólega og eðlilega fram við börn. Dimitri sýndi honum allt sem hann gat. Barnfóstra hans hafði verið að reyna að kenna honum stafrófið með því að skrifa í sandinn og Alexis aftur á móti teiknaði dýr og skip og bíla fyrir hana. Seinna tók hann teikni- blokkina sína og dró upp blýantsmynd af barninu, einfalda, fljótandi teikn- ingu, sem sýndi hið óþekka sakleysi, byrjandi þrjózku og kænsku hinna ó- þroskuðu lína. Ég tók hana af honum og lagði hana til hliðar, meiningin var að láta ramma hana inn og hengja hana upp, en það var aldrei gert og ég fann Framhald á bls. 38. Vinyl grunnmálníng er ætluá sem grunn- málníng úti og ínni á fré, (ám og sfeíir. Yfir Vinyl grunnmáinínguna má mála mcS öllum olgengum málníiigartegundum. Vinyl grunnmálníng «r olgíor nýíUHg. Wnyl grunnmáíning sparar ySiir orfiíí ti'ma og fýrirliofn. Vinyl grunnmálning áomar í ’/t-1'A Wsh JpeJkWt- 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.