Fálkinn


Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 07.08.1963, Blaðsíða 38
Lelftnr frá . .. Framh. af bls. 11. syni. Hann kann skil á hverjum hlut, sem hér er. Flestir munirnir í Dillons- og Smiðs- húsi eru frá 19. öld og byrjun þeirrar tuttugustu. Þeir eiga minna okkur á liðinn tíma, gamlan bæjarbrag og fólk, sem nú er komið undir græna torfu. Og að lokinni ferð um safnið, er ákjós- anlegt að láta hugann reika yfir rjúk- andi kaffibolla í Dillonshúsi um kát- lega atburði fyrri tíma án þess að láta rómantískar hillingar glepja sér sýn eins og prestlingum er tamt, þá er þeir hugsa um endurreisn Skálholtsstaðar. Svetom. PHAEDRá Frh. af bls. 36. hana þar seinna, allt of seint, þegar hún var ekki annað en klessa af svört- um strikum og ástin, sem hafði einu sinni skapað hana, var dauð. Við vorum aldrei ein. Þegar ég kom inn í herbergi hans og þóttist vera að athuga, hvort færi vel um hann og hann hefði allt, kom þjónustustúlka inn og byrjaði að gera hávaða, og ég gat ekki rekið hana burt af ótta við, að njósnað yrði um mig. Ef við sátum á ströndinni og reyndum að finna skjól í skugga sólhlífar, þótt ekki væri nema augnablik, þótt ekki væri nema til þess að njóta þess saman að leggja hendur utan um flöktandi í sígarettu, þá var eins víst að einhver birtist og legðist rétt hjá okkur. Og alltaf var Anna þar. Hún var í hverju dimmu skoti og undir hverju skuggsælu tré. Er ég fór með Alexis í langa göngu til olívugarðsins, var hún ekki langt á eftir. Ég sýndi honum hin fornu tré og hann dáðist að óendanlegri frjósemi þeirra og dró upp útlínur þeirra. Ég sýndi honum rústir litla hofs- ins á hæðinni, þar sem það hafði verið afhjúpað í æsku föður míns, og hann stóð þar hrifinn og hér um bil eins og steingervingur í langan tíma. Þetta var hof Artemis og það voru enn merki hins heilaga tungllaga altaris meðal brotinna súlnanna.. Ég varð að draga hann burt þaðan, vegna þess að hann virtist ekki fær um að hreyfa sig. Og Anna var í grenndinni. Er annar dagurinn var á enda, gafst ég upp. Þar sem ég sá fram á, að mér myndi aldrei takast að ná í hann á þennan hátt, hélt ég, að ég fengi næði í fjölmenni. Ég auglýsti samkvæmi og bauð fjölda fólks. Ég sagði Ercy, að hún gæti boðið nokkrum af vinum sín- um líka. Hún hafði verið að nauða á Alexis allt frá því að hann kom og þetta virtist góð aðferð til að gera hana ánægða. Ég sagði henni, að við myndum hafa samkvæmið í húsinu, á stéttunum og í garðinum, en bauðst til að leyfa henni afnot af skemmtisnekkjunni úti fyrir ströndinni fyrir hennar eigin „hóp“. Hún varð glöð. Ariadne var þakklát líka, því að barnið hafði verið eirðar- laust og óútreiknanlegt í nokkra daga. Þau dvöldu hjá okkur um þessa helgi, Thanos og Andreas spjölluðu oft saman, og Ariadne eyddi löngum stundum yfir útsaumum sínum. Ég sá Alexis alls ekkert þennan clag. Ég hafði verið að vona, að hann myndi hjálpa mér að skreyta húsið fyrir sf'm- kvæmið og fékk mikið af blómum úr görðum okkar og einnig senda frá Aþenu, og ég hélt að Alexis hefði fund- izt gaman að hjálpa mér að raða þeim. Ég fór til herbergis hans einu sinni iða tvisvar og það var autt. Þegar ég spurði þjónana, sögðu )>eir, að hann hefði farið snemma um mrrg- uninn í bílnum sínum, en enginn gat sagt mér, hvort hann hefði farið burt frá eynni. Ég var of önnum kafin til að sakna hans, en allan tímann urgaði fjar- vera hans í mér og ég horfði út á veg- inn til að sjá, hvort hann væri að koma. Thanos var í burtu og Andreas líka. Ariadne var í herberginu sínu og Ercy sást hvergi, sennilega flatmagandi á ströndinni umkringd sælgæti. Það var mikið að gera í húsinu og við og við Framh. í næsta blaði. 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.