Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 7

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 7
Einn eða tveir? Kæri Fálki. Eins og fleiri er ég voða- lega feiminn og á það ekki sízt við gagnvart kvenfólki. Ég er þannig að ég þori varla að bjóða kvenfólki upp í dans. Ef ég fer út að skemmta mér verð ég venjulega að fá mér einn eða tvo áður en ég legg i þetta. En það eru nú bara svo margar sem vilja ekki dansa við mig og þá er ég alveg eyðilagður maður. Von- andi getið þið gefið mér ein- hver ráð í þessum vanda. BKL. Svar Kvenfólkið er nú einu sinni eins og það er og breytist vist seint til batnaðar. En það er alveg ástœðulaust að vera feim- inn við það lieldur er um að gera að vera ákveðinn, þvi að þá verða þœr meðfœrilegri. Hins vegar er mikill munur á því hvort maður fær sér einn á barnum eða þrjá eða fjóra. Þú hefur kannski ekki talið rétt < þetta sinnið. Tilgangur ferðalaga. Háttvirta blað. Ég hef aldrei skrifað sögu og hef ekki ætlað mér að gera en mig langar til að segja hér eina vegna þess að mér finnst hún segja svo mikið. Það var eina helgina nú fyrr í sumar, að ég ásamt fleira fólki lagði leið mína á nokkuð fjölfarinn ferða- mannastað í nágrenni Reykja- víkur. Við fórum snemma úr bænum á laugardag og vorum því snemma í áningarstað enda þótt við færum hægt yfir. Við tjölduðum á góðum stað nærri læk í sólríkum hvammi og hugðumst hafa náðuga tíma. Seinna um kvöldið kom þarna bíll einnig úr Reykjavík og í honum voru fimm ungir menn. Þeir tjöld- uðu einnig þarna í hvammin- um en þeir voru ekki fyrr búnir að tjalda en þeir sett- ust að sumbli okkur til lítill- ar ánægju. En skemmst er af því að segja að þeir sátu að sumbli fram eftir nóttu með söng og annarri háreisti svo okkur kom ekki dúr á auga fyrr en undir morgun. Við vorum þó snemma á fótum og veðrið var eins og bezt verður á kosið, sólskin og logn og mikill hiti. Ekki bærðu hinir ungu ferðamenn á sér. Við fórum í langa gönguferð þarna í nágrenn- inu og þegar við snerum heim skömmu eftir hádegið höfðu tjaldfélagar okkar enn ekki bært á sér heldur sváfu í tjaldinu meðan sólin skein. Það var ekki fyrr en seinni part dagsins um það bil er við vorum að halda heim að við urðum hreyfingu vör þar á bæ. Þetta atvik hefur orðið mér til mikillar umhugsunar. Til hvers eru svona menn að ferðast úr bænum? Hvað telja þeir sig vinna með svona ferð- um? Hver er tilgangurinn? Ég hélt að þegar menn færu í ferðalög þá færu þeir til að skoða sig um og sjá eitthvað sem ekki hefði verið séð áður. Það er gleðilegt að menn skuli ferðast til að skoða sitt fagra land sem hefur upp á svo margt og mikið að bjóða. En svona ferðalög eins og ungu mannanna sem að framan greinir finnst mér lítt til fyrirmyndar. Ferðalangur. Svar: Menn ferðast i svo misjafnleq- um tilgangi að þetta sem að framan greinir mun ekkert eins- dæmi. Sumir fara beinlínis úr bænum til að setjast að sumbli en eru svo stilltir á milli. Sumir munu líka telja það heppilegra að sumblmenn fari úr bænum sinna erinda en það er önnur saga sem ekki verður sögð hér. Si§naSheidur munni yðar hreinum Rauðu rákirnar í Signal tannkreminu innihalda Hexachlorophene, sem hreinsar tennur yðar og heldur munni yðar hreinum. En Signal gerir meira en að halda tönnum yðar mjallahvítum, það ver yður einnig andremmu. Tannkremið með Hexachlorophene í hverri rák X-SIQ 8/IC-044* FALKINN 7

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.