Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 10
MARMLEfikUR VIÐ MVRAR yíir hana og Joen sau heim að Straum- firði, rak sjómaðurinn allt í einu upp Það hafði birt í lofti og lygnt nokkuð gleðióp. Hann var kominn til sjáifs sín á ný. Þeir fóru með sjómanninn inn í eld- hús og gerðu honum skiljanlegt að hann yrði að fara úr sjóblautu fötunum. Hann hlýddi umyrðalaust þar til ekkert var eftir nema skyrtan. Þá neitaði hann algjörlega. Þórdis húsfreyja og Sigríður höfðu haft viðbúnað þegar þær sáu til mannanna þriggja: Búið um á legubekk í eidhúsinu og tekið til ullarföt af þeim Kristjáni og Guðjóni og hlýjað. Kristján, sem var blautur eftir volkið í sjónum hafði farið úr utanyfirfötun- um. Honum hugkvæmdist ráð til þess gera þessum ókunna sjóhrakta manni skiljanlegt að hann yrði að fara í þurr föt. Hann tók ullarskyrtu úr ofninum og hélt henni upp að vanga sjómanns- ins. Þessi gerð var betri en mörg orð. Mennirnir skildu hvorn annan og eftir að sjómaðurinn var kominn í þurr ullarföt faðmaði hann Kristján, sem hann átti líf sitt að launa og Guðjón fóstra hans. Þau Straumneshjónin, Þórdis og Guð- jón voru bindindisfólk og áfengi var ekki haít um hönd á heimilinu. Samt sem áðiír hafði Guðjóni fyrir alllöngu áskotnazt koníaksflaska, sem legið hafði óhreyfð til þessa. Meðan Sigríður hitaði lútsterkt kaffi og Þórdís hlúði að sjó- manninum á legubekknum, sótti Guð- jón flöskuna og við koníak og lútsterkt kaffi hresstist hann til muna. Hann lét þakklæti sitt í ljósi á móðurmáli sínu þegar heimilisfólkið þvoði sjávarseltuna úr augum hans og það þurfti engan túlk til þess að segja honum að hann var hér í vina höndum, þessi maður sem sláttumaðurinn mikli hafði svo naum- lega misst af fyrir skammri stundu. Það hafði birt í lofti og lygnt nokuð þegar þeir Guðjón og Kristján komu aftur niður að sjónum. Fjaran var þakin braki og innan skamms fóru lík skip- brotsmanna að reka. Skipið var horfið, hafði sokkið innan við skerið en á sjón- um flaut rekald, sem ennþá var fast i köðlum skipsins. Pourquoi Pas?, stolt fi'anskra hafrannsókna og franskrar vís- indamennsku hafði fundið sína votu gröf. Þeir Guðjón og Kristján björguðu líkunum undan sjó og rétt fyrir há- degið bættist þeim liðsauki: sjómaður- inn franski hafði sofið um stund og kom niðureftir og ennfremur Gísli Þor- kelsson frá Voglæk og stúlka frá Hof- stöðum. Þau fundu hinum drukknuðu mönn- um áfangastað í brekkunni neðan við bæinn í Straumfirði, með neðstu töng- um eyjarinnar, þar sem heitir Boi'gar- lækur. Kristján, Guðjón og sjómaður- inn franski, sem gerði þeim skiljanlegt að hann héti Gonidec,, athuguðu hvern þann sem að landi bar, hvort með honum leyndist líf. Snemma um dag- inn rak tvo samsíða á Kirkjusandinn. Við athugun kom í Ijós að annar var ekki stirðnaður og að ylur var undir höndunum og í hnakkagróf. Þeir fóstr- arnir hófu þegar lifgunartilraunir, sem haldið var áfram í næstum tvær stund- ir, án árangurs. Hann var sá eini utan Gonidec, sem ekki kom að landi kald- ur og stirðnaður. Jafnframt því sem hinum örendu út- lendu sjómönnum fjölgaði í brekkunni við Borgariæk tók fólki að fjölga í Straumfirði. Frá Borgarnesi kom lækn- irinn, Ingólfur Gíslason ásamt þeim Arnbergi Stefánssyni og Jóni Guð- mundssyni. Úr Reykjavík komu blaða- menn og franski konsúllinn Pétur Þ. J. Gunnarsson ásamt fulltrúa franska sendiherrans á íslandi. Allmargt fólk úr sveitinni var einnig komið á strand- staðinn. Nokkur líkanna rak hand- an fjarðarins, í Álftanesi, en þau voru flutt yfir og lögð við hlið hinna að Borgarlæk. Nú víkur sögunni þangað er Jón E. Bergsveinsson erindi'eki Slysavarna- félags íslands hafði fengið tilkynningu um strandið. Eftir lýsingu Guðjóns í Straumfirði, sem hann þekkti vel, Framhald á bls. 38. 10 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.