Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 12

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 12
Fáar leikkonur hat'a verið meir umtal- aðar en Anita Ekberg. Nýjar sögur af henni og uppátækjum hennar eru tíðar í vikublöðum. — Myndin hér til vinstri er tekin árið sem Anita var kjörin feg- urðardrottning Svíþjóðar, en á mynd- inni hér að neðan er hún ásamt leikar- anum Rod Taylor. Hin sænska kvikmyndastjarna var óð af bræði. Hún bæði sparkaði og sló. Blaðaljósmyndarar höfðu ráðizt inn í ein- býlishús hennar í Róm. Hún kom meira að segja með boga og skaut á myndavélarnar þeirra. Bardaginn átti sér stað rétt fyrir morgunmál. Þið hafið gott af þessu, hafði hún æpt um leið og hún skaut af boganum. Daginn eftir rann fallegur sportbíll eftir Via Veneto og ók inn í hliðargötu. Þá byrj- aði vélin að hiksta og Anita Ekberg ók upp að gangstéttinni og stökk út. Ökumaður, sem átti leið þar um, byrjaði að flauta. Hann sá Anitu beygja sig yfir vél- ina og litlu síðar stökk hún upp í og ók aftur af stað. Er Anita Ekberg villt og ofsafengin? Er hún snillingur í bílaviðgerðum? Fólk getur sér til. Eitt augnablikið er hún skapbráð og viljasterk, hitt blíð og brosandi. Róm hefur orðið eftirlætis dvalarstaður hennar. En það er í London, sem hún lenti enn einu sinni í rimmu við blaðaijósmyndara, sem stóðu upp á stólum til að mynda niður í kjól hennar, sem var svolítið fleyginn í barminn. — Ef nokkur vogar að gera þetta aftur, þá gef ég honum utan undir, sagði hún í aðvörunartón. Þeir vissu mæta vel, að henni gat verið alvara. Hún sagði einu sinni við brezka blaðamenn: — Ef maður hefur góðan vöxt ásamt snotru andliti, er álitið, að maður hafi enga hæfi- leika. Enginn virðist hafa áhuga á andliti minu. Það hefur verið sagt margt um Anitu Ekberg, um útlit hennar og hinn þrönga klæðnað hennar. Þegar ungfrú Ekberg kom fyrsta sinni til Hollywood, var hún hæglát, æruverðug feg- urðardrottning, sem ekki gaf piltunum mikið tilefni til að flauta. Þetta var árið 1954. Það var þá, sem hún var kölluð „Ekberg, heiti borgarísinn“ í Hollywood. Anita varð fegurðardrottning Svíþjóðar árið 1951. Hún var frá bænum Málmey. Þegar hún reyndi að fá hlutverk í Hollywood, var enginn, sem vildi ráða hana, menn vildu gjarna daðra við hana, en það var ekki nóg að vera falleg til að geta orðið leikkona. Anita Ekberg var kjörin fegurðardrottning Svíþjóðar 1951. Þegar hún kom fyrst til Hollywood var hún hæglát og æruverðug og engum karlmanni datt í hug aS flauta á eftir henni. En hún var ákveSin í að vinna sér frama á sviði kvikmyndanna og það leið ekki á löngu þar til hún fór að láta að sér kveða og svo að um munaði.. 12 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.