Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 14

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 14
SMASAGA EFTIR JOHN HARRIS HLÉBAR VEIÐIN ÞAÐ hljómar ef til vill ekki svo ill-a í eyrum yðar, þegar ég segi, að hlébarð- inn lá reiðubúinn til stökks tvo—þrjá metra yfir höfði Roger Laydens, og að návist hans og stellingar lömuðu hann algerlega. Það var heppni út af fyrir sig, því að hefði Roger bært á sér, hefði hlébarðinn stokkið og honum hefði ekki getað mistekizt stökkið á því færi. Þessuin hlébarða hefði ekki getað mis- tekizt. Ef til vill beið Roger þess, að ég skyti hann, því að ég stóð fjórum til fimm metrum fyrir aftan hann, og þegar öllu var á botninn hvolft, var það skylda mín að skjóta. En ég hélt á rifflinum í hægri hendi, og til að skjóta var ég að lyfta hendinni. Hefði ég verið lengra í burtu, hefði það reynzt mér auðvelt, en ég stóð vissulega nógu nærri til þess. að hlébarðinn gat líka haít gætur á hreyfingum minum og stokkið, ef ég hreyfði mig. Og ég gat ekki náð að miða og skjóta, áður en hann væri kominn ofan á Roger, og hlébarðinn drap skrambi fljótt. Þetta var bölvuð klípa. Sama hvað ég gerði, það væri rangt. Það var blátt áfram heimskulegt af okkur Roger að fara svona langt á undan hinum innfæddu fylgdarmönn- um okkar, en við áttum ýmislegt ótalað saman. Dálítið, sem var fjári þýðing- armikið. Dálítið um Jonnu. Jonna var gift Roger. Þau höfðu búið á búgarði hans rétt við frumskóginn síðan þau giftu sig fyrir nokkrum árum, og ég hefði aldrei heimsótt hann, ef ég hefði vitað, að þau væru gift. Ég hafði hitt Jonnu í Nairobi fyrir fjórum— íimm árum siðan. Þá var hún átján ára og gekk í háskólann. Ég hef ekki hugmynd um, hvaða nám hún stundaði. Eiginlega held ég, að hún hafi notað námið, hvað svo sem það var, mest- megnis til að drepa tímann, því að hún hafði alltaf tíma til að fara með mér á dansleikj eða í leikhús, þegar ég bauð henni út, og við fórum iíka í skemmtiferðir öðru hvoru. Ég hafði nefnilega alitof mikinn tíma til eigin umráða um þetta leyti. Ég var verk- fræðingur og átti að aðstoða við að koma á fót vefnaðarverksmiðju, þegar vinnuflokknum þóknaðist að koma, en þeim hafði seinkað vegna óhapps við byggingarframkvæmdir í Lusaka, og þetta dróst á ianginn. Foreldrar Jonnu bjuggu einhvers staðar í námunda við Kilimanjaro, vissi 14 ég, en ég vissi ekki, að hún var þá þegar trúlofuð Roger. Hvaðan ætti ég að vita það, úr því að hún sagði mér það ekki? Við áttum nokkra dásamlega mán- uði saman, áður en vinnan við verk- smiðjuna byrjaði. Hversu mikið eða lítið það þýddi fyrir okkur, er ekki gott að segja. Ég held samt, að ég hafi verið talsvert hrifinn af Jonnu, en það var ekkert okkar á milli nema nokkrir koss- ar og fögur orð, því að ekki fær ungt fólk kökk í hálsinn, þegar máninn skín og góð hljómsveit skemmtir. Að minnsta kosti aðeins einu sinni, þegar allt um- hverfis okkur varð of dásamlegt. Þegar bygging verksmiðjunnar hófst, varð ég of önnum kafinn til að hafa ofan af fyrir henni. Það átti að vinna upp tímann, sem farið hafði til ónýtis, og ég var ungur verkfræðingur sem gjarna vildi geta mér orstír. Það gerði ég líka. Mér tókst meira að segja að vinna hylli atvinnurekanda míns í svo ríkum mæli, að mér var falið að sjá um brúarsmiði í Suður-Afríku, og eftir að hafa kvatt í skyndi, fór ég frá Nai- robi og Jonnu. Roger hitti ég í London fyrir þremur árum. Við vorum í sömu flugvél frá Afríku, og við áttum næstum sama erindi til stórborgarinnar: að hvílast dálítið og skemmta okkur eftir nokkur ár í hita- beltinu. Hann sagði mér að síðan færi hann til Kenya og tæki við búi af frænda sínum. — Þú ert svei mér heppinn, Roger, sagði ég. — Hugsaðu þér, að fá afhent bú eftir ríkan frænda .. svona eins og ekkert sé. Það lánast ekki öllum að ná gæðum lífsins svona auðveldlega. Ef mig hefði grunað áður en ég fór á búgarð hans, hvílíkt áfall biði mín þar, hefði ég visulega hvergi farið . . . Hann hló á undarlegan hátt, þegar ég sagði þetta. — Ekkert er ókeypis hér í lífinu, gamli minn, sagði hann. — Það fylgir frænka með. Að vísu er hún ekki verri en flestar aðrar, en það hefði nú verið gaman að velja sjálfur. Jæja, það er of dýrt fyrir mig að segja nei. Ég tek sko bæði hana og barnið og búið. Ég hefði gleymt honum, eins og mað- ur gleymir svo mörgu, sem maður hittir á h'fsleiðinni, ef ég hefði ekki fengið í hendur þessa námuáætlun i Kenya. Þegar ég lenti í Nairobi, var hann meðal hinna fyrstu, sem ég sá. Hann stóð á flugvellinum og glotti á móti mér, eins og við hefðum skilið í gær. Þegar við höfðum heilsazt með löngu handabandi og sagt brandara um útlit hvors annars, bauð hann mér að heim- sækja sig. Hann hafði tekið við búi frændans og var kvæntur frænkunni. Ég átti frí í nokkrar vikur, áður en vinnan skyldi hefjast, svo að ég þáði boðið. Nokkrum stundum seinna ókum við út úr borginni í bílnum hans. Á leiðinni talaði hann hvíldarlaust um tímann, sem við vorum saraan í London. Mér skildist, að það hefði verið einn af hátindum lífs hans, og á vissan hátt skildi ég hann. Bændalíf í Kenya hefði ekki heldur fallið mér í geð, og sérstak- lega ekki í nauðungarhjónabandi, þar sem konan væri þar að auki með óskil- getið barn í eftirdragi. Barnið — sem var drengur — var annars dáið núna, sagði hann mér, án þess að láta í ljós neina geðshræringu eða sorg. Það var drepið af hlébarða hálfu ári eftir að þau giftust. Þau höfðu ekki eignazt önnur börn. — Konan vill ekki eiga nein, sagði hann. Ef mig hefði grunað, áður en ég var kominn á búgarð hans, hvílikt áfall biði mín þar, hefði ég vissulega hvergi farið. Mig grunaði áreiðanlega ekki, áður en ég sá hana, að Jona væri konan hans, sem ég hafði dansað við og skemmt mér með í Nairobi fyrir fimm árum; en hefði ég vitað það, held ég helzt, að eftir ummælin, sem Roger hafði um hana, mundi ég hafa verið þakklátur sjálfum mér fyrir að koma. — Hæ, Jonna, hrópaði hann, þegar við námum staðar fyrir utan húsið. Jonna kom út. Ég veit ekki, hvort starði meira, ég eða hún, en ég sá að hún varð náföl. Augnablik óttaðist ég, að það liði yfir hana, en síðan virtist hún ná valdi á tilfinningum sínum. Hún gekk á móti mér ög rétti fram höndina. — Velkominn, sagði hún lágt. Um leið og ég þrýsti hönd hennar, varð mér litið á Roger. Illgirnislegra bros hef ég aldrei séð á mannsandliti, og samstundis varð mér ljóst, að hann vissi alla málavexti og hafði viljandi séð tíl þess. að leiðir okkar Jonnu lágu hér saman. Mér varð einnig ljóst, að barnið, sem Jonna hafði átt, áður en þau giftust, og sem hafði verið drepið af hlébarða, var mitt barn. Og auðvitað vissi Roger það líka. Ég var í þann veginn að segja honum óþvegið álit mitt á mönnum af hans sauðahúsi, þegar ég tók eftir hönd Jonnu á handlegg minum. Hún sagði ekki neitt. Hún leit bara á mig, en aldrei hef ég séð tvö augu lýsa svo innilegri bæn eins og þeirri, sem ég las í augum hennar. Það kom mér til að Framh. á bls. 28. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.