Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 18
tó sen Ég vildi óska að íað- ilr minn kæmi brátt heim til mömmu og mín. Ja, sá sem ætti svona nýja og hag- kvæma gufupressu. Það var sunndagsmorgunn í London, og í garðinum bak við búS Kandinskys klæðskera hljóp lítill drengur og reyndi að ná dúfu, sem kúrði niður á milli kálblaða aftast í garðinum. Dúfan komst undan og drengurinn reikaði með hendur í vösum að glugganum á hinu fátæklega klæðaverkstæði. Herra Kandinsky stóð boginn yfir straujárninu í reykskýi og þrýsti járn- inu fast niður í hið blauta fat. Dreng- urinn varpaði öndinni og gamli mað- urinn leit á hann. — Þú hefur líklega ekki gefið kjúkl- ingunum þínum enn þá, Jói, sagði hann Jói gekk inn í verkstæðið, tók korn- poka og lyfti lokinu á pappaöskju kjúkl- ingsins, en hún var í glugganum. — Herra Kandinsky, sagði hann svo og rödd hans skalf. — Nú hefur enn eitthvað hræðilegt komið fyrir. Kjúkl- ingurinn, sem hann tók upp, var dauð- ur. — AAh — það var gott, sagði herra Kandinsky. Hann vafði dulu utan um fugiinn og lagði aðra höndina um axlir Jóa. — Komdu, sagði hann svo, — við gerum útför kjúklingsins virðulega. En þér er nú ekki sýnt um að ala dýr. — Mér þykir það mjög leitt, sagði Jói. — Dýrin mín deyja alltaf. — Hann var nú lika svo lítill, sagði Kandinsky, þegar þeir voru að grafa kjúklinginn. — Og svona lítið dýr hef- ur einnig lítið lif. En ef þú fengir þér stærra dýr, myndi það þá ekki lifa lengur? Þú ættir að reyna að fá þér hund. — Ef til vill getur pabbi sent mér ljón frá Afríku, sagði Jói. Hann horfði á dúfuna, sem var búin að fá fylli sína af kálblöðum, hóf sig til flugs og sett- ist á skilti kaffihússins „Nashyrnings- ins.“ — Eða kannski gæti pabbi sent mér nashyrning. — Nashyrningurinn er dásamlegt dýr, sagði Kandinsky. Guð gaf því mikið. Nashyrningur er með horn á miðju enninu og það er minnsta kosti milljóna virði. — Er eitt einasta horn svona mikils virði? sagði Jói. — Já, því að annars væri þetta ekki nashyrningur. Ef það væri með tvö horn, væri það eitthvað annað. Nas- hyrningur getur með sínu eina horni uppfylit allar þínar óskir. — Allar mínar óskir? Jói starði undr- andi á hinn aldna klæðskera og hugsaði sig vel um. Það væri nú gaman að eiga nashyrn- ing, sagði hann. Ailir sem ég þekki óska sér einhvers. Jói stóð þögull og hugsi nokkra stund. svo spurði hann: — Er rúm fyrir nashyrning í þínu húsi, herra Kandinsky? — Ja, við hefðum rúm fyrir lítinn nashyrning, sagði Kandinsky, — Við skulum minnast þess, ef við skyldum rekast á einn — en á meðan verðum við að láta okkur nægja hund. Hér eru nokkrar krónur. Fárðu svo út og gáðu, hvort þú getur ekki keypt hund ... •r 18 FALKIMN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.