Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 22

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 22
heyrðist hið ljúfa öskur Dimitri litla í gegnum raddir fullorðinna og kveikti lítið Ijós í hjarta mínu. Ég fór fram í eldhús og sá fiskstafla og sjávarafurðir, sem fiskimennirnir höfðu komið með, fann angan nýs græn- metis og ávaxta og fór seinna niður í kjallarann og eyddi löngum tíma í köldum holum hans, rannsakandi vínið og braut heilann meðal bergmálandi skugga hans. Seint um kvöldið var ég örugg um að allt væri í lagi og tilbúið, og ég fór til herbergis míns. Á leið minni leit ég aftur inn í herbergi Alexis, en hann var ekki kominn aftur. Ég var að enda við snyrtinguna og Anna horfði þögul á, þegar Ercy rudd- ist skyndilega inn í herbergi mitt: „Pa- edra, sjáðu! Er hann ekki stórkostleg- ur!“ Andlit hennar var næstum ósýni- legt undir risastórum stráhatti, hvítum og bundnum með bandi úr ljósgulu silki. Hún dansaði um og leit út eins og kátur, ungur uppskafningur og ég hló. „Hvar fékkstu þennan?“ „í Aþenu, Phaedra, Alexis keypti hann handa mér! Finnst þér hann ekki indæll?“ Hún hneigði sig djúpt fyrir mér. Svo að þar hafði hann verið allan lið- langan daginn — ráfandi um Aþenu með heimskum táningi, kaupandi handa henni hlægilegar gjafir' .... Hvað gætí hann verið að hugsa um? „Hefur móðir þín séð hann?“ 22 „Ekki enn þá.......Hún segir senni- lega, að ég sé allt of ung fyrir svona hluti, en það er ég ekki, er ég það? Er ég það, Phaedra?“ „Hvar er Alexis?“ „Ég veit það ekki, Phaedra, hann kom ekki aftur með mér. Hann sagði að það væru nokkrir hlutir, sem hann langaði að sjá í Aþenu og að hann kæmi seinna.“ Hún stóð fyrir framan stóra, þrefalda spegilinn, hamingjusamt.beygl- að, lítillega sykurkennt og fallega lit- ríkt barn, sem dáðist að sjálfu sér með hatt, sem var þremur númerum of stór. Hinir ljósu, mjúku lokkar hennar höfðu losnað og lágu undan hattbarðinu niður á bak. Skórnir hennar virtust slitnir og hinir mjóu sólbrenndu öklar hennar virtust rykugir. Gulleitt bandið hékk niður um líkama hennar eins og eld- tunga. Ég vissi þá, að ef ég væri karlmaður, fyndist mér hún mjög töfrandi. „Allt í lagi, Ercy, það er bezt þú farir í her- bergið þitt og tygir þig til. Gestirnir þínir koma bráðum.“ Hún sneri sér við, þokkafull eins og barn, og sneri að mér, augun aðeins sýni- leg undir hinum skringilega hatti. „Hvað er að, Phaedra, ertu reið? Held- urðu að hann sé of fullorðinslegur fyrir mig?“ Þótt hún liti skringilega út, fannst mér hún ekki fyndin. Millibolurinn var of þröngur fyrir brjóstin og hálsinn var nógu þroskaður fyrir ástaratlot. Ég hafði aldrei haldið, að ég myndi hafa horn í síðu vaxtar unglings og jafnvel núna vissi ég, að ég gæti látið hana hverfa í skuggann í sömu andrá og ég kæmi inn í herbergi. En ég dró and- ann þungt og ég var óð í að fá hana burt frá augunum. „Það er allt í lagi með hattinn. En ég er ekki búin að klæða mig. Þú ættir að flýta þér, Ercy.“ „Já, Phaedra." Hún gekk út úr her- berginu, og ég gat heyrt hana syngja kvakandi á leið sinni niður pallinn. Allan þennan tíma hafði Anna ekki hreyft sig. Núna kom hún og snéri sér að mér. Ég leit í hið guggna, þurra and- lit hennar, með holulegum augunum og það fór hrollur um mig vegna þess, sem ég sá speglast í þeim. „Þú ert að drepa sjálfa þig, Phaedra. Þetta er bara byrjunin......“ Ég hélt áfram að horfa í augun á henni og sá leiðina niður á við, sem ég átti að fara. Ég sá kvölina og afbrýði- semina, hvenær sem yngri kvenmaður varð á leið elskhuga míns, ég sá hina fíflalegu sjón, þar sem þroskaða konu dreymdi um óreyndan dreng.......... „En ég er enn þá ung!“ Þetta óp kom frá mér ósjálfrátt og ég leit strax niður. Sumar neglur mínar voru gljábornar og sumar voru enn litlausar og ógljá- andi. „Við skulum halda áfram með þetta“ og ég þaggaði niður harmakvein hennar. Áður en leið á löngu var ég tilbúin, og það sást enn ekkert til Alexis. Than- nos og Andreas voru komnir aftur og ALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.