Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 27

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 27
ef við erum raunverulega staðráðin í því. Ég á við, að við getum búið henni gott og öruggt heimili. Og hún þarfnast jú bæði föður og móður. Fyrst um sinn er þetta á umræðugrundvelli, en ég Vildi gjarnan heyra, hvaða álit þér haf- ið á því, fyrst þér hafið kynnzt barninu svo náið. Karimenn eru svo tiifinninga- næmir, en við konurnar verðum jú einnig að líta svolítið raunsætt á vanda- málin. Hvers vegna varð skyndiiega svo dimmt i kringum hana? Hún heyrði rödd Ingu Westers eins og hún kæmi úr fjarlægð. Augnabiik hringsnerist herbergið. Svo dró hún djúpt andann og herbergið hætti að hringsnúast — og hún náði vaidi yfir andlitinu og rödd- inni aftur. - Ég vissi ekki, að læknirinn hefði hugsað sér að taka Moniku i fóstur, sagði hún hás. — Nei, eins og þér skiljið, er þetta bara dálítið, sem við höfum rætt okkar á miili. Eg hugsa, að Mark — ég meina Randers læknir — hafi gert fyrirspurn- ir hjá barnaverndarnefnd. En enn hefur engin ákvörðun verið tekin. Svo að þér haldið, að engin hætta sé á, að Monika hafi beðið varanlegt tjón af áfallinu við að missa foreldrana? Monika......Varanlegt tjón.....Var það barnið hennar, sem hún var að tala um, litla stúlkan hennar með mjúku kinnarnar? Átti sú, sem sat gegnt henni við borðið, að verða móðir Moniku? Átti hún að sjá hana vaxa, gæla við hanna, hirta hana, stjórna þroska hennar...... Það var óþolandi hugsun. Mark sem faðir Moniku — þá hugsun gat hún sætt sig við. En Inga Wester sem móð- ir Moniku...... Hún átti að verða eiginkona hans. Það var bersýnilega þegar orðið opin- bert leyndarmál. Allir höfðu vitað það nema Cristel. Hvað hafði hann hugsað, þegar hún fór með honum heim eitt sinn fyrir langa löngu, þegar hún hélt, að lífið yrði þess virði að lifa því. Hafði það verið tilraun af hans hálfu, eitthvað til að dunda við eina kvöld- stund, þegar konan, sem hann elskaði var vant við látin og ha^m hafði fengið löngun til að reyna töfra sína? Hann hafði kannske talað um það síðar, spaugað með það. Inga Wester var svo mikil nútímakona og svo víðsýn. Hún vissi ef til vill allt um þessa nótt og hefur hlustað á söguna með dálitlu meðaumkunarbrosi. Karlmenn eru svo tilfinninganæmir...... Cristel fann, að hún var að því komin að koma upp um sig á næsta augna- bliki. Hún stóð á fætur og gekk að glugganum, þannig að hún gat snúið baki í konuna við borðið og trúnaðar- mál hennar, sem kom við hjarta henn- ar. — Það, sem Monika þarfnast, er ást- úð, sagði hún í hálfum hljóðum. — Hún þarfnast einhvers, sem þykir vænt um hana og getur fengið hana til að gleyma. Hún vissi ekki einu sinni, hvort Inga Wester hefði heyrt til hennar. Cristel heyrði, að stólnum var ýtt frá borðinu, þegar hún stóð á fætur. — Þér viljið þá sem sagt ekki ráða frá því, sagði hin miskunnarlausa rödd. — Og við verðum auðvitað að ákveða, hvað við eigum að gera. En ég held við hættum á það. Það er alitaf viss áhætta við að taka börn í fóstur, ekki satt? Sérstaklega, þegar maður veit ekki, hvaða eiginleika þessi stúlka hefur hlot- ið að erfðum. Þeir eru víst ekki neitt sérstakiega góðir, geri ég ráð fyrir, en persónulega hef ég alltaf trúað meira á umhverfi en erfðir, þegar um er að ræða þroska barns. Það varð þögn. Cristel gat ekki svar- að. Hún stóð kyrr og einblíndi út um gluggann án þess að sjá nokkuð. — Þakka yður fyrir samræðurnar, systir. Og sem sagt, verið svo vænar að láta þetta aðeins vera okkar i miili. Þegar fótatakið var þagnað úti í gang- inurn, sneri Cristel sér við og horfði sljó í kringum sig. í lííi sérhverrar manneskju kemur það augnablik, að hún íramn.væinii hitt óvænta. Hennar augnabiik var komið. Hún eygði enga undankomuleið. Á þessu augnabliki var það einungis eitt, sem henni var ljóst, hún hafði glatað réttinum til að iifa lengur. Hún var mis- heppnuð sem hjúkrunarkona, sem mann- eskja og það sem var verst af öilu sem móðir. Hún gæti aldrei eignazt Moniku fram- ar. Og án Moniku gæti hún ekki haldifi áfram að lifa. Hún gekk út í ganginn. Ailt var?, skyndilega svo einfalt. Annar sterkax'i viljakraftur stýrði fótum hennar. Hinn litli glerklefi systur Mögdu var auður alveg eins og hún vissi, að hann myndi vera á þessum tíma. Hún leit í kringum sig, áður en hún gekk inn, en gangur- inn var auður. Lyklarnir að lyfjaskápnum lágu allt- af í neðstu skrifborðsskúffunni til hægri. Hún fann þá án nokkurra erfið- leika. Á efstu hillunni fann hún það, sem hún leitaði að. Hún tók eina af litlu flöskunum og lét hana í svuntuvasann. Svo læsti hún skápnum og lét lykl- ana á sama stað og hún hafði tekið þá. Sprauturnar lágu í snyrtilegum röð- um. Hún tók eina með oddhvassri nál. Kuldahrollur fór um hana. Það var kuldi, sem kom að innan og gerði hend- ur hennar stífar og klunnalegar. Enginn sá hana, þegar hún setti regn- kápuna um axlirnar og flýtti sér burt af deildinni. Þegar systir Cristel kom ekki aftur síðdegis, varð Magda skyndilega óróleg. Að vísu hafði það komið fyrir áður, að hjúkrunarkona kom ekki af ein- hverjum ástæðum. Venjulega hefði hún orðið önug vegna óstundvísinnar en óróleg hefði hún ekki orðið. En hún minntist samtalsins inni hjá Ekman lækni urn morguninn og hin föla ásjóna Cristel stóð henni fyrir hugskotssión- um. Hvað gat hafa komið fyrir? Cristel var ái'eiðanleg hjúkrunarkona og sú óvarkárni, sem hún hafði sýnt daginn áður, var ekki í neinu samræmi við þær hugmyndir, sem hún hafði gert sé’ um Cristel. Hún hafði oft látið sér detla Ci'istel í hug sem væntanlega eftir- manneskju sína. Henni datt ekki í hug, að hún gæti hafa misreiknað sig. Hún hringdi til hjúkrunarkvennabústað'" ;ns. en Cristel var ekki þar. Þegar hún tók eftir, að það vantaði morfin i lyfjaskápnum. varð hún gripin ofsahræðslu. Það var hrein tilviljun — eða kann- ske var það undirmeðvitund hennar að verki — að hún tók eftir þessu. Þar sem hún var svona óróleg, leit hún i kring- um sig eftir einhverju til að dreifa hus- anum með Henni kom i hug. að bað væri orðið langt síðan hún hefði athug- að lyfjabirgðir deildarinnar. Það gat vel hugsazt, að koimnn væri tími ti! að pera nýja pöntun. Framh á bls FALK.INN 27

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.