Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 29

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 29
inn og tók út þau fjögur skot, sem eftir voru. Það voru laus skot. Trétapparnir glottu framan í mig. Laus skot! Jæja, Roger hafði þó látið mig fá byssuna. Roger! í einni svipan skildi ég hina snjöllu áætlun Rogers. Ef hlébarðinn hefði ráð- izt á mig, hefði það verið bráður bani minn. Ég hefði ekki haft minnstu mögu- leika! Sektartilfinning mín hvarf eins og dögg fyrir sólu. Ég lagði verndar- hendi yfir Jonnu — og í fyrsta sinn í langan tíma fannst mér ég vera glaður, frjáls og hamingjusamur. Anita Ekberg Framhald af bls. 13. baða sig síðla nætur í ísköldu vatni í Fontana di Trevi. Hún vakti aðdáun samstarfsfólksins fyrir, hvað hún var hraust að baða sig í ísköldu vatninu. Þegar kvikmyndin var sýnd í Cannes, skrifaði sænskur gagnrýnandi á Þá leið, að þegar hún hyrfi úr myndinni eftir fyrsta hluta, skildi hún eftir autt rúm, því að eftir það vantaði aðalstjörnuna. Þegar Anita Kerstin Marianna Ek* berg var ung stúlka í Malmey, las hún mikið af bandarískum leikarablöðum og hengdi myndir af stjörnunum upp á vegg. Hana dreymdi um Hollywood. Nokkrum árum síðar stóðu þessir sömu kvikmyndaleikarar í biðröðum til að fá að bjóða henni út. í fyrstunni átti Anita í erfiðleikum og móðir hennar skrifaði henni: Komdu heim, kæra barn. Það er gott að koma til Svíþjóðar, ef þú átt í erfið- leikum. — Ég kem heim-----------þegar vel gengur, svaraði Anita. Fólk er brjálað, þegar það óskar sér að komast til tunglsins, segir hún. Hér á jörðinni eru svo margir dásamlegir hluttr. Biaðamaður nokkur sagði, að hún væri Garbo, Pola Negri og Gloria Swan- son klædd fötum nútímans. Anita er ákaflega hagsýn í sér. Henni þykir gaman að gera við borðlampa og bíla. Hún getur saumað og eldað á við hverja aðra. Hún málar veggi, töskur og fleira. Hún er spaugsöm og hún er hænd að börnum og dýrum. Hún syndir og fer í útreiðartúra og í garðinum sínumhagar hún sér eins og útlærður garðyrkju- maður. Anita var eitt þeirra átta barna, sem Gustaf og Alva Ekberg eignuðust, en þau dreymdi ekki um að dóttirin ætti eftir að verða svona fræg. Til að þekkja Anitu er nauðsynlegt að þekkja móður hennar. Táknrænt er kvöldið, þegar Alva mamma stóð á fætur og fór í símann. — Halló. — Mamma, þetta er Anita. Hvernig líður þér? — Vel. Hvernig líður þér í London? Framh. á næstu síðu. Ný:tarleg samkeppni um beztu auglýsinguna, sem tf'rzt hefur á baksíðu FAIKANS á þessu ári FÁLKINN efnir nú til nýstárlegrar samkeppni meðal lesenda sinna. Keppnin er í því fólgin, að Iesendur velja beztu aug- lýsinguna, sem birzt hefur á baksíðu Fálkans á þ’essu árí. Á baksíðu þessa blaðs birtust átta auglýsingar og fleiri munu birtast í tveimur blöðum síðar á árinu. Þegar lesendur hafa valið eina auglýsingu í hvert sinn verður kosið til úrslita um þær þrjár baksíður. Auglýsingin, sem sigur hlýtur í keppn- inni verður síðan birt fljótlega á árinu 1964, auglýsendan- um að kostnaðarlausu. — Meðal allra þeirra lesenda, sem rétta auglýsingu velja, verður dregið um verðlaun — mynda- vél fyrir um 2000 kr. frá Hans Petersen. TAKIÐ ÞÁTT I SKEMMTILEGRI SAMKEPPNI. ÚTFYLL- IÐ SEÐILINN HÉR AÐ NEÐAN OG SENDIÐ HANN INN- AN ÞRIGGJA VIKNA. UTANÁSKRIFTIN ER: FÁLKINN, PÖSTHÓLF 1411, REYKJAVIK, BAKSÍÐUKEPPNI. BEZTA BAKSIÐAN AÐ ÞESSU SINNI ER AÐ MINUM DÖMI FRÁ: NAFNri HEIMILI: FÁLKINN 29

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.