Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 30
8 og lö mm t'iimuleiga Kvikmyrdavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðar sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Lj ósmynda vörur Filmur Framköllun og kópering Ferðat.æki f Transistor). FILMUR OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 gHDÐfl KJORINN BÍUFYRIR ÍSIENZKA VEGI*. RYÐVARINN, RAMMBYGGÐUR, AFIMIKILL OG ÓDÝR AR I TÉKHNESHA BIFREIÐAUMBOÐIÐ V0NAR5TBÆTI 12, SÍMI37MI ^efiure au ao Eínangrunargler Framleitt einungis úr úrvais gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIDJAIM H.f, Skúlagötu 57. — Sími 23 200. Aniía Eíkberg Fi diu.i. at Ots 29 — Ég er ekki í London. Ég or í Buenos Aires. Jæja, ertu þar. Hér eru sýrenurnar að springa út og það lítur út fyrir rigningu. Hin rólega rödd gerði það að verkum, að Anita fékk heimþrá og nokkrum dögum síðar flaug hún heim í stutta heimsókn Einu sinni, þegar Anita var í París að leika í mynd með þeim Bob Hope og Fernandel, komu foreldrar hennar í heimsókn. Þau höfðu aldrei kornið til Parísar áður. Blaðafulltrúarnir reikn- uðu með, að Ekberghjónin yrðu hrifin af að hitta Hope og Fernandel, en kom- ust brátt að því, að það voru leikararn- ir, sem urðu hrifnir af að hitta Ekberg- hjónin. f annað sinn heimsóttu foreldrarnir Anitu í Róm. Gústaf Adólf konungur var þar einnig staddur og hann bauð hinni frægu leikkonu til veizlu. Anita tók foreldra sína með. Þau voru kynnt sem „herra og frú Ekberg og dóttir." Margir Svíar urðu reiðir, þegar hún kom heim og talaði bara ensku. Þeir vissu ekki að hið bandaríska kvik- myndafélag hennar hafði bannað henni að tala sænsku. Nú talar ungfrú Ekberg einnig ágæta ítölsku. Þegar hún átti í fyrsta sinn að fara til Hollywood, var Anita skelfingu lost- in. Nú hefur þetta breytzt. — Ég sá að það var bara á ytra borð- inu, sem hlutirnir glitruðu, sagði hún Og þá var ég ekki lengur hrædd. Þetta á við viðhorf hennar til hlut- anna, hvar sem hún er stödd. Hún er ekki lengur hrædd. Við verðum að vona að Rik van Nutter geri sér grein fyrir, hvað hann er kvæntur indælli stúlku. Það sem liu»iii*iiiii... Framhald al bls. 21. kollinum? sagði Sam. Og þegar gamla meistaranum var aftur skellt í gólfið, hrópaði Sam til Python: — Hættu þessu, ræfillinn þinn. Python lét þann gamla liggja á gólf- inu, snerj sér að Sam og gekk út að köðlunum og sagði hæðnislega. — Hvað? Var nú rjómabollan að segja eitthvað? Gamli meistarinn var aftur kominn á fætur — nú nálgaðist hann Python grimmur á svip, meðan Python stóð og var að hæða Sam. Sá gamli réðst á hann og kom risanum í gólfið með höfuðtaki. En Python var kominn á fætur eftir augnablik og var alveg óð- ur. Hann henti sér á þann gamla, vafði fótunum um hann og klemmdi fast. Sá gamli vatt upp á sig og sló frá sér, en Python hélt honum föstum. — Hættið nú, hrópaði Svartur, þegar Sam hljóp inn f hringinn og kastaði sér á bak Pythons. Jói fylgdi á eftir, greip um fót Pythons og reyndi að bita í hann. Risinn reis á fætur með Sam á bak- inu — og hann henti Sam af sér. — Bíddu bara, þangað til ég kem með nashyrninginn minn, hrópaði Jói, þegar risinn hristi hann af fætinum. Sam réðst aftur á Python, sem á auga- bragði náði höfði hans í skrúfstykki. Sam kveinkaði sér. — Sammy — elskan, hrópaði Sonja og klifraði upp í hringinn. Python sleppti takinu og Sam hneig niður á gólf. Sonja tók höfuð Sams í kjöltu sína. — Elskan, ertu meiddur? Sam deplaði nokkrum sinnum augunum og opnaði þau svo. — Það getur vel verið, sonur sæll, sagði Svartur, að það sé ekki rétt af þér að gerast fjölbragðaglímumaður ... Sam leit upp á Python og sagði svo hægt: — Allt í lagi, Svartur. Láttu mig bara keppa ... — Nei, Sam, hrópaði Sonja. — Ég vil berjast við hann þarna, sagði Sam. — Sjá þú bara um að koma þessu £ kring. Ég vil berjast við hann. Augnablik var þögn í æfingasalnum, Svo heyrðist hrossahlátur. Það var Pyhton Macklin, sem hló. Þegar Kandinsky heyrði, að Sam ætlaði að berjast við Python Macklin, sagði hann að mennirnir ættu að láta dýr merkurinnar ein um að berjast. — Já, en herra Kandinsky, sagði Sonja — hugsið um það hvað við Sam getum gift okkur fljótt. Jói gekk út í garð, þar sem kiðling- urinn var tjóðraður, og strauk horn hans. — Nashyrningur, sagði hann. Sjáðu til þess, að Sonja fái fallegan hring. Hann komst að því, að Kand- insky horfði á hann gegnum gluggann. Svarti-ísak eyddi ekki tímanum til ónýtis. Sam og Sonja höfðu varla lokið við morgunverð sinn næsta dag, þegar hann kom í stofu Kandinskys. Sonja var að taka af borðinu. — Nú skulum við tala um peninga, Sammy, mikla peninga, sagði Svartur. — Sam vill ekki verða glímumaður, sagði Sonja. — Nei, sagði Sam. — En ég skal taka þennan Python í karphúsið. Og þannig get ég loks kvænzt Sonju. Ó, Sam, elskan. Hún kyssti hann og flýtti sér að segja afgreiðslustúlkunum og saumakonunum í kjólaverzlun frú Rítu þessar góðu fréttir. — Heyrðu mig nú, Sam, sagði Svart- ur. — Þú hefur aldrei barizt fyrr. Og Python getur auðvitað aðeins keppt við þann, sem er þekktur sem glímumaður. Svo að þú ert neyddur til að keppa áður. Ég hef samið um það við Bully Bason. Hann hefur lofað að tapa fyrir þér... — Að tapa fyrir mér? Sam var skelf- ingu lostinn. — Já, ég vil yfirleitt ekki berjast við aðra en Python. Það er persónu- legt uppgjör milli hans og mín. Framh. á næstu síðu. , 30 rÁUCINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.