Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 32
,.^o þvi að hann hafði einnig junginn meðferðis. Það vakti líka athygli Jóa, að mikill fjölda aðdáunarfulls mannfjölda stóð fyrir utan kjólaverzlun frú Rítu. Fólkið starði á tækið sem var með krórnaðri plötu sem geislaði af. Vörubíll hafði komið með það nýiega og þetta var hin dásamlega glænýja gufupressa frú Ritu. — Það eru aðeins til þrjár svona í öllu landinu, gortaði eigandi verzlunar- innar. Jói togaði í jakkalaf hans. — Hvað ætlið þér nú að gera við gömlu pressuna? Jói benti á ryðgaða tækið. — Selja það, auðvitað. Vilt þú kaupa það? En Jói var þegar á hlaupum niður götuna. Hann stanzaði aðeins augnablik til að faðma kiðlinginn. — Þú hefur skilið það, ekki satt? sagði hann. — Þessa gufupressu á Kandinsky að fá. Fimm mínútum síðar kom Jói með herra Kandinsky og leiddi hann niður Fashion Street. Hann togaði í gamla manninn, sem reyndi að draga úr ferð, inni, og sagði við Jóa: — Þegar maður ætlar að verzla, má maður ekki láta í ljós alltof mikinn áhuga. Niðurlag næst. PUAEDRA Framh. af bis. 23. sinni nánir vinir hennar, en af þeim voru nokkrir viðstaddir, gátu dregið hana aftur í félagsskapinn. Nálægt ellefu, þegar ég var í þann veginn að kalla gestina í mat í borð- stofunni, tók ég eftir að Alexis var horf- inn. Ég gekk um og sagði utan við mig orð hér og þar og leitaði að hon- um. Skynd'lega stóð Ariadne fyrir fram- an mig. „Alexis er nýfarinn út í skemmti- snekkjuna. Ég bað hann um að valda ekki Ercy algjörum vonbrigðum.“ „Ég skil.“ Það varð þögn. Ég leit á systur mína og sá eitthvað mjög und- arlegt í augum hennar — svip, sem var næstum biðjandi. „Ég vona, að faðir hans hafi ekkert á móti því,“ sagði ég og leit beint aftur í augu hennar, og reyndi að lesa úr þeim. „Thanos sagði honum að £ara.“ Ég leit yfir öxl hennar út á stétt og gat ekki séð skemmtisnekkjuna þaðan, sem ég stóð. Þá hélt ég, að ég vissi, hvað svipur hennar táknaði. „Viltu láta stjúpson minn hafa eftir- lit með dóttur þinni?“ spurði ég, rödd mín var eins létt og ég gat haft hana. Hún starði á mig á móti og svipur henn- ar breyttist. Nú var hann aumkunas- verður. „Hvað er að, Ariadne?" spurði ég í miklum vanda. „Þú leynir mig einhvers......“ „Nei, auðvitað ekki. Þú hefur á réttu að standa. Það var ætlun mín — sumt af þessu unga fólki......Alexis mun sjá um, að það hagi sér skikkanlega.1* Hún laug. Eða gerði hún það? Ég gat ekki þolað samræðurnar lengur og sagði: „Komdu og hjálpaðu mér að hreyfa alla inn í borðstofuna, Ariadne.“ Kvöldið virtist endalaust. Fólk át og drakk og talaði og hló og dansaði og daðraði. Sumt af því var roskið, sumt af því átti vaxin börn úti á skemmti- snekkjunni. En það var allt með græðg- isblik í augunum. Vísarnir á úrinu mínu virtust hafa stanzað. Ég gekk um meðal gestanna og slóst í hóp Thanos- ar og Andreasar út í horni nokkurn tíma, en hlustaði ekki eiginlega á þá. Það var enn aðeins miðnætti. Ég fór út á stéttina og stóð í dimmu horni og horfði út á snekkjuna. Ég gat heyrt tónlist þeirra — hávaðasama og villta, óbeizlaða en þó of óbreytilega til að vera sönn. Ég gat séð litlar lík- amsmyndir ganga á dekkinu, en gat ekki séð, hver þau voru né hvað þau voru að gera. Alexis var þarna úti og ég ímyndaði mér, að hann væri að dansa við Ercy, og þau snertust ekki eða héld- ust í hendur, dönsuðu bara augliti til auglitis, taktfast, hérumbil ósiðsamlega eins og tilfinningalaus ung dýr. Ariadne birtist við hliðina á mér. Við stóðum þegjandi góða stund, svo varð ég að spyrja: „Hvernig er Ercy klædd? Ég vildi fullgera myndina í huga mér.“ „Þau eru reglulega öfugsnúin þessi börn. Hún fór í bláum gallabuxum, ef þér væri sama, og í bómullarpeysu.“ Það var hlátur í rödd hennar. „Alexis verður þá reglulega utan- gátta í samkvæmisklæðnaði sínum.“ „Ég býst við að hann fari nógu fljótt úr jakkanum.......Þau ætla að synda, ef ég skil rétt. Hugsunin um hann beran niður að mitti, umkringdan Ercy og fleirum af hennar tæi, kom mér til að kjökra. Ég gerði mér í hugarlund, hvernig stúlk- urnar myndu horfa á hann, ný bráð handa þeim, sem höfðu aðeins eitt í huga......Og hvílík bráð, hugsaði ég! Hvorki meira né minna en eldri sonur Thanosar Kyrilis. Mæður þeirra hljóta að hafa aðvarað þær vel fyrirfram, og, og sú uppgötvun, að hann var hinn myndarlegasti frá hvirfli til ilja, hlýtur að koma suði í eyru þeirra......Þær myndu hópast um hann, hinir áfjáðu, óreyndu líkamar þeirra mjúkir og sveigjanlegir í of þröngum sundfötum, og hann væri ekki karlmaður, ef þær hefðu ekki áhrif á hann...... Ég gat ekki þolað þetta. Snögglega yfirgaf ég stéttina, en Ariadne stóð þar, og ég fór til gestanna minna. Hjarta mitt sló þungt vegna þrýstings frá þess- um óþolandi hugsunum og ég vissi, að ég var föl útlits. Framh. í næsta blaði. HANS PETERSEN HF Sími 2-03*13 Bankastræti 4. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.