Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 35
OTTD DG BRUÐLtR 5ÆKONUNGSINS „Fullkomnir þióðflutningar," tautaði Ari og benti á hlaðna vagnana. „Þeir hafa tekið allt sitt dót með sér.“ Loks þegar endi lestarinnar kom í liós, hvatti Ottó hest sinn og náði síðustu f.iölskyldunni. „Stanzið", hrópaði hann. „Hvað hefur komið fyrir?“ Bóndinn, sem kom auga á hinn unga riddara, féll á kné styn.iandi. „Vægð, göfugi herra, vægð.“ „Á fætur maður,“ skipaði Ottó önugur. „Við erum ekki þ.iófar. Hvað hefur komið fyrir?" „Norðmennirnir undir stiórn Sigurðar Víkings hafa rekið lávarð kastalans af landi sínu og iörðum okkar hefur verið skipt milli sigurvegaranna.“ „Hvað hafa þeir mörg skip?“ spurði Ottó. „Eitt, göfugi herra,“ svaraði maðurinn, „en þeir segia að von sé á fleirum." Ari og frændi hans litu hvor á annan áhygg.iufullir. Árásin var hafia „Hvað eigum við að gera?“ spurði Ari. „Við verðum að ræða áætlanir okkar,“ svaraði Ottó, „en ekki hérna.“ Jafn- sk.iótt og þeir höfðu farið af baki, sagði Ottó: „Það er aug- l.ióst, að Sigurður Víkingur er maðurinn, sem Eberhörður heíur lofað hönd Karenar. Hann er nú kominn að landi og hefur lagt hald á kastala hér. Augl.ióslega eru Karen og Sigurður Vikingur þar núna.“ „Skipsfarmur af Norðmönnum ...“ tautaði Ari. „Það eru fimmtán eða tuttugu menn. Ekki meira. Við ættum að hafa í fullu tré við þá.“ „Kannski á opnu svæði,“ samþykkti Ottó. „En Eðvald og menn hans eru einnig þar. Að minnsta kosti sé ég ekki, að það sé mögulegt fyrir okkur að gera umsátur um kastaíann með aðeins átta mönnum." „Við verðum að beita brögðum," hélt Ottó áfram. „Fyrir alla muni verðum við að forðast að mæta öllu liði óvinanna. Hérna er áætlun min...“ Ari hlustaði gaumgæfilega á útskýringar Ottós. „Þetta er hættu- leg áætlun," sagði hann þegar ungi maðurinn þagnaði, „en ég get ekki fundið neitt betra eins og á stendur. Hver maður mun gera sitt bezta.“ „Við verðum að senda n.iósnara strax," héit Ottó áfram. „Fréttirnar, sem þeir koma með aftur, munu segja okkur, hvort von er tii að áætlun okkar standist eða ekki.“ Menn voru enn önnum kafnir við ið.iu sína, þegar njósnararnir komu aftur. Nú er ekkert að gera annað en bíða myrkurs. Allt var reiðubúið... FÁLKINN 35

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.