Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 36
Gamli jakkinn minn Framh. aí bls. 11. — Leyfðu mér að skýra frá málavöxt- um, hrópaði hún, Heyrir þú, hlífðu mér og leyfðu mér að skýra frá. Þetta var ekki mér að kenna. Þú verður að hlusta á mig. Ég stillti mig og hlustaði á hana. — Ég ætlaði að viðra hann, sagði hún, og þá datt ég óvart um benzínbrúsa, þegar ég átti leið framhjá öskutunn- unni, og auðvitað missti ég jakkann og hann varð gagndrepa af benzíni. Um leið missti ég glóðina úr sígarettunni minni og þá var ekki að sökum að spyrja, jakkinn þinn skíðlogaði. Þetta er dag- satt .... þetta er sannleikurinn. — Þetta er dómadagsslys, hvæsti ég, þú reykir ekki. — Jú, svaraði hún, jakkinn lyktaði af skít, svo ég var neyddi til að fá mér sígarettu. Ég hefði átt að kvelja hana óþyrmi- lega, en ég gerði það ekki.Átta ár eru liðin, síðan þetta gerðist. Ég er orðinn vanur að ganga í stífelsisjakkanum mínum, enda fer hann mér nú vel og byrjaður að trosna svolítið á ermunum, og olbogarnir eru slitnir, auk þess vant- ar nokkrar töiur. Og þegar ég hugsa um hann, þá finnst mér hann vera dá- samlegur jakki. Nú ætla ég að fara fram og smokra mér í hann strax. Hann hangir á nagla inn í skáp. .... vrnvi,nnn, Hvar er jakkinn minn? UV\I»AÍ(>IÁ9 . Hamhaid aí bls. 2?. Hún tók lyklana og opnaði skápinn. Það fyrsta, sem hún sá, var, að eina morfínflöskuna vantaði. Hún hikaði ekki eina sekúndu. Hún vissi, að ekkert hafði vantað í röðina á efstu hillu. Nú vantaði eina flösku. Banvænn skammtur...... Systir Magda stóð kyrr og vissi ekki, hvað hún átti að gera. Skynsemin sagði henni, að hún sæi drauga um hábjart- an dag og það var engin ástæða til enn þá að setja allt á annan endann. Það gat verið til alveg eðlileg skýring á þessu. Allt var hugsanlegt utan þess, sem undirmeðvitund hennar sagði henni — að það væri systir Cristel, sem hefði tekið með sér banvænan skammt og horfið síðan frá sjúkrahúsinu. Skynsemin sagði henni einnig, að lit- ið yrði á hana sem móðursjúkt keriing- arhró, ef hún færi að gera eitthvert veð- ur út af málinu. Það gat jú verið, að Cristel kæmi gangandi inn á hverri stund. En svo mikið tillit tók hún til eðlisávísunar sinnar, að hún skellti skolleyrum við rödd skynseminnar. Er hún hafði læst skápnum, setti hún lykl- ana í svuntuvasann og gekk upp tvo stiga til herbergis Mark Randers. Hún var heppin. Eiginlega átti hann ekki að vera á sjúkrahúsinu síðdegis, en fundahöld höfðn tnfíð hann, einka- ritari hans hafði orðið að breyta dag- skránni síðdegis og þess vegna stóð hann einmitt með nokkrar röntgenmyndir í hendinni, þegar systir Magda kom inn. — Mark, sagði hún og kærði sig koll- ótta um svipinn, sem einkaritarinn setti upp, vegna þess að hún hélt því ekki leyndu í þetta sinn, að þau voru kunningjar. — — Ég verð að tala við þig. Það hefur eitthvað komið fyrir á deildinni og þú mátt ekki segja, að ég sjái drauga um hábjartan dag fyrr en þú hefur heyrt, hvað ég hef að segja. Svipur hennar gaf honum til kynna, að Magda væri í raun og veru áhyggjufull. — Við skulum fara inn til mín, sagði hann. Þegar hann hafði lokað hurðinni á eftir sér, sneri Magda sér að honum. — Það er út af Cristel, sagði hún. I eins stuttu máli og unnt var sagði hún honum, hvað hefði komið fyrir kvöldið áður og frá samtalinu, sem Ek- man og hún höfðu átt við Cristel um morguninn. Hún ræddi um, hvað hún var óró- leg af því, að Cristel virtist þreytt og viðutan, og hún saknaði morfínsins og að Cristel var horfin. Hann hlustaði án þess að grípa fram í. Þegar hún hafði lokið frásögninni, sagði hann: — Þú heldur sem sagt, að það sé hætta á, að hún hafi gert eitthvað við sjálfa sig eða hafi það í huga? Andlit hans var dimmt. og lokað, Ferðamenn! Alls konar nesti í ferðalagið GOTT ÓDÝRT KJOTBIJÐ K. E.Ao Akureyrí 36 FALKdNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.