Fálkinn


Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 37

Fálkinn - 14.08.1963, Blaðsíða 37
þannig að hún gat ekki getið sér til um hugsanir hans. — Já, sagði hún og var því viðbúin, að henni yrði mótmælt vingjarnlega. í þess stað sá hún raunverulegan óróleika í gráum augum hans. Hann stakk höndunum í sloppvasann eins og alltaf, þegar hann var áhyggjufullur. — Þú hefur kannske á réttu að standa, sagði hann næstum við sjálfan sig. Það hefur eitthvað amað að henni. Magda, hver var á deildinni í dag, þegar þú fórst í hádegismat? — Cristel var þar og ungfrú Persson, vinnukonan. Systir Ulla, sem við fengum af lyf- lækningadeildinni um daginn var þar einnig. Engir aðrir svo ég viti. Hann gekk að hurðinni að fremra her- berginu og opnaði hana. — Vilduð þér hringja niður á þriðju deild og biðja systur Ullu og Ungfrú Persson að koma hingað. Nokkrum mínútum síðar stóðu þær báðar í dyrunum. Ulla virtist tauga- óstyrk. Ungfrú Persson, sem var grá- hærð, leit út fyrir að finnast þetta skemmtileg tilbreyting frá hversdags- störfunum. — Systir Cristel hefur ekki komið aftur til vinnu síðdegis, sagði Mark Randers stuttaralega. — Systir Magda er hrædd um, að eitthvað hafi komið fyrir hana. Að því að ég bezt veit, var hún á deildinni um tólfleytið. — Þér voruð þar þá, ekki satt, ung- frú Ulla? — Jú, það var ég. — Og ungfrú Persson? — Já, ég hef verið þar allan tímann nema milli ellefu og tólf, en þá borð- aði ég. — Sá önnur hvor ykkar systur Crist- el eða töluðuð þið við hana? Mark beygði sig að skrifborðinu og leit af einni á aðra. — Ég veitti því ekki athygli, sagði systir Ulla að lokum. — Ég held ég hafi séð hana í ganginum, en við töluðumst ekki við. — Og þér ungfrú Persson? Vera Persson rétti úr sér. Henni lík- aði ekki tónn læknisins. — Systir Cristel var í tauherberginu, sagði hún, — ég sá hana, þegar ég hleypti konunni inn. — Hvaða konu? spurði Mark Randers og systir Magda bæði í einu. — Dökkhærðu konunni hjá prófessor Griinberg. Ég veit ekki, hvað hún heitir. Hún kom og spurði eftir systur Cristel, svo að ég sýndi henni, hvar hún var. Mark Randers var strax kominn til einkaritara síns. — Náið í fröken Wester og biðjið hana að koma hingað strax, sagði hann. Það ríkti þögn meðan þau biðu. Þeg- ar Inga Wester kom inn, kinkaði ung- frú Persson kolli. — Einmitt hún, já. Þetta er konan, sem spurði um systur Cristel. — Hvað er um að vera? sagði Inga Wester. — Þið lítið svo undarlega út. Framh. á næstu síðu. KVIKMYNDIR Það hefur þótt brenna við í seinni tíð, að gamanmyndir frá Hollivúdd væru ekki eins góðar og í gamla daga, þegar hinar þöglu myndir áttu sitt blómaskeið. Sú mynd, sem við ætlum að kynna fyrir ykkur núna, heitir á ensku, If a man An- swers. Myndin rjallar um unga stúlku, sem á franska móður en amerískan föður. Hún verður ástfangin í ljós- myndara og þau giftast. En ljósmyndari þessi hafði ekki verið við eina fjölina felldur fremur en aðrir menn innan þeirrar stéttar og gömul fyrirsæta hans reynir að komast upp á milli þeirra hjóna. Ýmisir kátlegir at- burðir koma fyrir og er okk- ur tjáð, að mynd þessi sé hin skemmtilegasta. Aðalleikendurnir eru held- ur ekki af verri endanum, Bobby Darin leikur ljós- myndarann og Sandra Dee stúlkuna. Af öðrum leikend- um má nefna Micheline Presle og John Lund. -K * * FALKINN 37

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.