Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 11

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 11
 tvennu, nefnilega fátækt og lausaleiks- barni. Hún vissi af eigin reynslu, hvað slíkt þýðir hér um slóðir. Nú verður þú að ganga að eiga Martein Ákason og þakka fyrir, ef hann á annað borð vill líta við þér.“ „Nei, nei, ekki það.“ Helga næstum æpti þessi orð. „Nei, ég giftist ekki þeim gamla manni.“ „Gamla manni. Hann er fertugur, en á jörð og peninga. Hvað átt þú eftir hálft ár? Föðurlaust barn . . .“ Orðin drukknuðu í langdregnum skræk, sem barst inn í stofuna að utan, draugalegt og óhugnanlegt væl í uglu, sem hafði setzt að í trjánum við bæinn. Enn einu sinni skrækti fuglinn, vein- andi og óheillavænlega í næturkyrrð- inni. Mamma Hulda stirðnaði við hljóðið, og hræðsluglampa brá fyrir i reiðum augum hennar. Þegar uglan ýlfraði í þriðja sinn. voru magrar kinnar henn- ar orðnar gulgráar og augnaráð hennar starandi. „Heyrðir þú þetta!“ hvíslaði hún hás. „Uglan vælir yfir bænum. Veizt þú hvað það þýðir?“ Helga kinkaði kolli. Hún vissi að minnsta kosti, hvaða merkingu mamma Hulda lagði í atburðinn. Samkvæmt gamalli hjátrú táknaði vælið lík á bæn- um innan viku. Sjálf hafði Helga aldrei lagt mikinn trúnað á tal gamla fólks- ins um slikt, en samt fannst henni á þessu augnabliki sem þetta vissi ekki á gott. Næstu daga var Helga að því komin að örvilnast. Mamma Hulda virtist ólm að koma á hjónabandi þeirra Marteins Ákasonar við fyrsta tækifæri, og hún daufheyrðist bænum Helgu. „Sveitarómaginn orðinn aðstoðar- kennari," þusaði hún. „Enda þótt þú vissir. hvar hann væri, heldur þú víst ekki, að hann vilji bindast sautján ára stelpu. Og að sjá þér farborða getur hann víst alls ekki.“ Seint á laugardagskvöld kallaði mamma Hulda á Helgu inn í stofu. „Marteinn kemur í heimsókn á þriðju- dagskvöld," tilkynnti hún stutt í spuna. „Þú verður að gjöra svo vel að vera dálítið vingjarnleg við hann. Ef hann hleypur frá okkur, situr þú laglega í því.“ Helga svaraði ekki, heldur féll kjökr- andi saman. „Já, vertu bara með láta- læti,“ hreytti Hulda út úr sér. „Þú ættir að vera glöð yfir, að allt getur lagazt, svo að þú forðist opinbert hneyksli. Þú hefur hagað þér eins og skepna." „Ég geri það ekki!“ hrópaði Heiga allt í einu í örvæntingu og stökk á fætur með logandi augu. Án þess að segja orð gekk Hulda að æstri stúlkunni. Með flötum lófa greiddi hún Helgu þungan kinnhest. „Getum við svo fengið frið,“ hróp'aði hún og yfirgaf stofuna. Á sunnudagsmorguninn var herbergi Helgu autt. Mamma Hulda sagði ekki neitt, en lét ekki á neinu bera allan daginn. Hún rexaði meira en venjulega í vinnufólkinu og tók ekkert tillit til þeirra smáónota, sem óþarflega hörð framkoma hennar hafði í för með sér. Hvarf Helgu hafði haft áhrif á hana, en hún bjóst þó við að sjá stúlkubarnið bráðlega á ný. Hún kemur, þegar hún verður svöng, hugsaði Hulda með sér. Á mánudaginn. var herbergið enn autt, og mamma Hulda fann til nokkru meiri kvíða. Gat eitthvað hafa komið fyrir stúlkubarnið, eða hver var mein- ingin? Henni var á móti skapi að gera . fyrirspurnir í þorpiriu. Það gæfi aðeins tilefni til óþarfa umtals. Þegar á daginn leið, varð loftið lævi blandið. Margoft fann mamma Hulda augu vinnufólksins horfa ásakandi á sig. Auðvitað var þessu hyski vel ljóst, hvernig allt var í pottinn búið, og leyfði sér meira að segja í laumi að álasa henni. Gott að hún vissi, hvers þurfti með til að buga óróaseggi... getað verið svo örviinuð i iávizku æsku sinnar,,að hún hefði bundið endi á allt san-.an,.. Mömmu Huldu varð iiugsað til ugl- unnar, sem hafði vælt yfir bænum. Alla ævi hafði hún heyrt gamalt fóik í héraðinu tala um fyrirboða, og hjá- trúin var henni i blóð borin. Hana hryllti við tilhugsuninni um, að það gæti verið Helga, sem fyrirboðinn hefði vitað á. Lá hún kannski þegar látin einhvers staðar á bænum? Á hlöðuloft- inu? í brunninum? Eða annars staðar? Þessir tveir aumingjar, Óli og Pétur, höfðu auðvitað ekki þorað að leita ... „Þvaður,“ tautaði hún fyrir munni sér. „Stelpan kemur aftur, jafnskjótt og heimsókn Marteins er um garð gengin.“ Hún gekk frá glugganum og hélt áfram við vinnu sína, ‘sem hún hafði horfið frá, þegar raggeiturnar tvær fcomu og trufluðu hana. „Já, mamma Húlda verður að afsaka, en við förum niður í þorp og gistum.“ Það voru báðar vinnukonurnar, sem komu inn í stofuna til Huldu í ljósa- skiptunum. ,,Við komum aftur snemma í fyrramálið,“ lofuðu þær eins og til að draga úr dembunni, sem þær bjuggust við. „Já, gerið þið það bara,“ svaraði Hulda. Málrómur hennar var ekki eins hvass og annars, en þreytulegur og með dálitlum uppgjafartón. SMÁSAGA EFTIR J. KJÆR HANSEN Á þriðjudagsmorgni tóku báðir karl- arnir saman föggur sínar og bjuggust til brottfarar. Þeir þorðu ekki að vera lengur á bænum, sögðu þeir. „Nú — og hvers vegna ekki?“ spurði mamma Hulda hvasst. „Það er fyrirboði um lík á bænum,“ svaraði Óli gamli hógværlega, en skjálf- andi röddu. „Nú er það þannig! Ef það er stelpan, sem þú hugsar um, þá hefur hún bara hlaupið leiðar sinnar og kemur vissu- lega aftur.“ Óli rétti úr sér og leit einu sinni óhræddur á húsmóður sína. „Maður hefur áður heyrt, að ung stúlka hafi verið dæmd til glötunar af hjartalaus- um, skilningsvana foreldrum,“ sagði hann. „Komdu þér út,“ hreytti Hulda út úr sér, „þið eruð engir menn til að dæma um slíkt.“ Karlarnir lölluðu niður að þorpinu, en mamma Hulda horfði lengi á eftir þeim úr glugganum. Orð Óla höfðu komið róti á hugsanir, sem líka höfðu flögrað að henni fyrr um daginn, en hún hafðí ekki leyft að láta i sér bæra. Nú varð hún sér þvert um geð að viður- kenna þann möguleika, að Helga hefði Stúlkurnar litu hvor á aðra. Var þetta í rauninni allt og sumt? Siðan læddust þær út um dyrnar og hurfu. Þegar stúlkurnar voru farnar, tók ónotabeygur að læðast yfir mömmu Huldu. Það var undarlegt, að þau vfir- gáfu öll bæinn. Nú var hún alein eftir. Kvöldið leið, án þess að Marteinn Ákason kæmi í hina umsömdu heim-. sókn. Það skipti líka engu máli, úr því að Helga var ekki heima. En fjarvera Marteins gat aðeins bent til bess, að hann hefði líka heyrt. að eitthvað illt væri á seyði. Sú ónotalega tilfinning, að vera yfir- gefin af öllum, náði sterkari og sterk- ari tökum á mömmu Huldu og byrjaði að erta þær taugar, sem hún áleit ann- ars. að hún hefði ekki. Hún neyddist til að sýsla við ýmis störf til að sökkva sér ekki ofan í heiiabrot. En þrátt fyrir það gat hún ekki látið ógert að hugsa til þess, að nú væru aðeins tveir dagar, unz aftur væri fimmtudagur. Allt vinnufólkið var far- ið úr húsinu og hún sjálf var hin hressasta. En Helgu hafði enginn séð síðan á laugardagskvöld. Nagandi ótta- og sektartilfinning náði Framhald á bls. 23. 11 F’AL.K.i NN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.