Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 13
Það var ekki margt, sem unnt var að segja herberginu til hróss. En yfir því vai- þak og fyrir því var hurð, sem mátti læsa innan frá, og það var hið eina sem ég hafði áhuga á í augnablik- inu. Ég setti tösku mína á rúmið, tók upp dótið mitt og setti það í skúffu í kommóðunni. Þar með var verki mínu lokið og ég settist í hægindastólinn og starði út gegnum gluggann. Það var skýjað, og það átti vel við sálarástand mitt og dagurinn virtist enn grárri en hann raunverulega var, því að glugginn var svo skítugur. Ég velti því fyrir mér, hvort ég væri svöng. Ég hugsaði um alls kyns mat, en það var ekkert freistandi fyrr en ég kom að kaffi. Kaffi var eiginlega hið eina, sem ég hafði neytt síðustu viku. Ég stóð á fætur og leitaði í vösunum á regnkápunni eftir vasabókinni og lykl- inum. Svo fór ég út og læsti hurðinni vandlega á eftir mér. Herbergi mitt var á fimmtu hæð i húsi í Fulhamhverfinu. Málningin var að mestu dottin af að utan. Við annan hvern stigapall var vaskur með krana yfir og á gömlu skilti stóð: „Lokið fyrir kranann.“ Ljósið í stiganum var þannig gert, að það slokknaði áður en komið var upp á næstu hæð. í kjallar- anum bjuggu tvær vændiskonur, hús- eigandinn hafði talað opinskátt um það. Hún hafði einnig orð á því, að það væri viss kostur við að hafa þær þar, sem sé sá, að enginn bæri fram spurningar um aðra í húsinu. Er hún sagði þetta, gáði hún að því, hvort ég væri barnshaf- andi. En ég hafði einungis verið ófrísk í mánuð, svo að hún gat auðvitað ekkert séð. Ég var dálítið forvitin, hvað viðkom vændiskonunum. Ég hafði aldrei séð vændiskonu. Þær höfðu verið eins og dýr frá öðrum hnetti, sem ekki áttu neitt sameiginlegt með mér. En þar sem minn eigin faðir leit bersýnilega á mig sem vændiskonu, neyddist ég til að skipta um skoðun. Þær sáust að minnsta kosti ekki núna. Þetta var síðdegis og þær lágu sennilega og sváfu. En þegar ég fór út úr húsinu, leit ég á gluggann í kjallaranum. Gluggatjöldin voru dreg- in fyrir. Ég gekk til veitingahúss, sem hét Franks. Það var ekki sem verst. Það voru gular plastplötur á borðunum og þjónninn þurrkaði af þeim eftir hvern gest. Ég var ein þarna utan þjónsins. — Gæti ég fengið kaffi? Hann kom með kaffið. — Sex pense. — Er sími hérna? — Nei. Það eru tveir blaðsöluturnar við hliðina á kvikmyndahúsinu. Þar er sími. Ég velti því fyrir mér, hvað myndi verða, ef ég hringdi til pabba og segði: Ég er búin að fá herbergi, pabbi. Það er í vestasta hluta Fulham. Það er sam- eiginlegt bað fyrir allt húsið og í kjall- aranum búa tvær götudræsur. Er það þannig, sem þú vilt hafa það? Er það þar, sem þér finnst ég eiga heima? Ég sat og hrærði í kaffibollanum. Eiginlega leizt mér ekki sem verst á mig hjá Franks. Það minnti mig á svip- aða staði sem ég hafði einu sinni unn- ið á. Það voru mörg ár síðan, þá var ég að reyna fyrir mér sem leikkona. Þrátt fyrir skoðun og mótmæli föður míns fékk ég mína fyrstu atvinnu við leikhús norður í landi. Það voru ekki borguð nein laun, en í vikulok skipt- um við ágóðanum jafnt á milli okkar. Ég skrifaði pabba og sagði, að ég fengi stór hlutverk og að leikhússtjór- inn væri ánægður með mig, og ég sendi honum úrklippur úr blöðunum, þar sem ég var nefnd á nafn. Kvöld nokkurt kom til hræðilegra átaka. Ég var ástfangin af einum leik- aranna og hann af mér. En ég átti keppinaut. Hún kom að okkur þar sem við vorum að kyssast í búningsklefan- um eftir sýningu. Framh. á bls. 14. i . ISxíII 11 FRAMHALDSSAGA EFTIR LYNNE R. BANKS FALKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.