Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 15

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 15
kæmi inn, hvers vegna gréztu þá svona hátt? Hvað amar að? Hefur þér verið sagt upp? Hann séttist á rúmstokkinn. Ég hugsaði: Ef ég fengi bara að deyja . . Ég gróf andlitið lengra niður í koddann. Það var eins og ég væri að kafna. Hlustaðu nú á mig, endurtók hann. — Ef þér hefur verið sagt upp, þarft þú ekki að vera hrædd. Ég hef skotið yfir þig skjólshúsi fyrr, þegar þú hef- ur verið atvinnulaus. Já, hugsaði ég, það hefur þú gert. Mánuðum saman hefur þú séð fyrir mér. Ég fann að þú veltir því fyrir þér, hvort ég bæri enga virðingu fyrir sjálfri mér, ekki vegna þess, að þú gætir ekki unnt mér matar- ins, heldur af því að þú spurðir sjálfan þig þeirrar spurningar, hvernig sú manneskja væri, sem léti heldur föðúr sinn sjá fyrir sér en gefa upp á bátinn hugmyndina um að verða leikkona. Og þegar ég loks gafst upp og fór á skóla fyrir einkaritara, heldurðu ekki, að mér hafi alltaf verið það Ijóst, að það var í annað sinn, sem þú kostaðir menntun mína. Daginn, sem ég fékk stöðu einkarit- ara, sagðir þú, að ég myndi aldrei halda það út, að stúlka, sem gerði sig ánægða með að sitja við ritvél allan daginn, hlyti að vera mjög heimsk. Hvað viltu pabbi? Hvað er það, sem þú hefur alltaf viljað? Að minnsta kosti ekki þetta. Ekki hneyksli, ekki óskilgetið barnabarn. Ég sneri mér á bakið og horfði á hann í rökkrinu. Stórt höfuðið með þéttu hárinu bar í gluggann. Stór eyrun voru útstæð. Það voru eyrun á mér líka. Ég neyðist til að greiða mér á vissan hátt til að fela þau. Ég hugsaði með mér, að fengi barn mitt slík eyru, myndi ég líma þau aftur meðan þau væru lítil og mótunarhæf. Pabbi hefði getað sparað mér miklar áhyggjur ef hann hefði gert það við mín eyru, en hann hafði ekki gert það, af því að hann var vonlaus um að eignast son. Mamma andaðist nefni- lega, þegar ég fæddist. Ég fékk skyndi- lega tilfinningu fyrir barni mínu. Það voru eyrun, sem komu mér til að huesa Ég velti því fyrir mér hversu langur tími myndi líða, þangað til það yrði sýnilegt. Þrír mánuðir? Fjórir? £g gat safnað miklu ef ég bjó svona. Það var sú afsökun, sem ég hafði gagnvart sjálfri mér fyrir að velja svo lélegan bústað . . . um það, þegar ég lá þarna og sá skugg- ann af hinum stóru eyrum pabba. — Nei, mér hefur ekki verið sagt upp, pabbi. Ég veit að þú býst við því, af því að þetta er betra starf en þú bjóst við að ég fengi nokkurn tíma, en það er staðreynd, að ég er vel að mér og ég held, að mér verði ekki sagt upp vegna leti. En það var bara fyrsta setningin, sem ég sagði upphátt. Þannig var það alltaf, þegar ég talaði við pabba. — Það er dálítið, sem ég er leið yfir, einkamál. Hann sat augnablik þegjandi. Svo stóð hann á fætur, vafði sloppnum um sig og fór. Ég vissi að ég yrði að fara til læknis. Það var bara komið fimm dögum fram yfir tímann enn, en ég gat ekki beðið lengur. Það var einn, sem ég hafði heyrt talað um. Ég hafði fest nafnið mér í minni, því að það var sama og mitt nafn, Grahm. Ég fletti símaskránni og hringdi til hans. Ritarinn svaraði: Ekki laus tími fyrr en eftir þrjár vikur. Ég gat ekki beðið í þrjá daga einu sinni. Ég sagði: Það liggur á. Konan sagði: — Vinnið þér? Og þegar ég sagði já, sagði hún: — — Þá getur nú ekki legið svona hræðilega mikið á. Ég fékk ólýsanlega óbeit á henni. Ég hugsaði: Hann er ekki eini læknir- inn í London. Ég sagði: — Það verður þá svo að vera, og var undrandi á, að röddin hljómaði svo einkennilega. Ég var einmitt að því komin að leggja tólið á, þegar konan sagði í allt öðrum tón: — Augnblik. Eruð þér giftar? — Nei. Það var þögn, svo sagði hún: — Þér getið ef til vill litið inn fimmtán mínútur yfir eitt? Læknirinn getur ef til vill tekið yður inn á milli Ég var komin þangað klukkan eitt. Það var stórt, fínt hús með tvöföldum hurðum og nafnskilti úr látúni. Glæsi- leg gráhærð kona hleypti mér inn og vísaði mér inn í biðstofuna. Djúpir leðurstólar voru í herberginu. Ég settist í einn stólanna og óskaði þess skyndilega að ég ætti sígarettu. Ég var hræðilega taugaóstyrk. Hafði ekki hugsað, hvað ég ætti að segja við lækninn og nú var það of seint. Ég gat ekki einu sinni fundið falskt nafn. Af öllum heimsins nöfnum gat ég aðeins munað mitt eigið. Hurðin opn- aðist og gráhærða konan stóð þar og brosti. — Nafnið? sagði hún vingjarnlega. — Jane Graham. — Læknirinn heitir John Graham. — Já, sagði ég, — ég veit það. Hún fylgdi mér upp stigann og barði á hvíta hurð. Hljóðið var deyft af tepp- um, sem voru yfir öllu gólfinu. Læknirinn var mjög venjulegur í út- liti, alveg eins og læknir í leikriti. Hann var lítill og vingjarnlegur, alveg sköll- óttur. Hann sat við skrifborðið og skrif- aði lyfseðil. Konan benti mér á stól o;5 og fór út. Læknirinn sagði: — Aðeins augnablik og hélt áfram að skrifa. Sjálfblekungurinn var úr gulli og hann var með stóran gullhring á litla-putta. Loksins var hann búinn að skrifa. Hann leit upp og brosti. — Þér hafið ekki verið hjá mér fyrr, ungfrú . . hm ...? — Graham. Nei. — Jaha. Þér lítið vel út. Hvað er aðt — Það er komið fram yfir tímann. — Hve mikið? — Fimm dagar. Hann brosti aftur. — Fimm dagar — það þarf ekki að þýða, að það sé neitt að yður. Ef þér hafið ekki ástæðu til að vera óróleg. Mig langaði til að hrópa til hans, að auðvitað hefði ég ástæðu til að vera óróleg, hvers vegna ætti ég annars að sitja hér. í stað þess sagði ég feimin: — Já, og ég vonaði að hann skildi. Hann tók af sér gleraugun og þurrk- aði þau. Svo leit hann ásakandi á mig. Ég starði á móti, og mér rann í skap. Ég var ekki komin hingað til að láta glápa á mig á þennas hátt. Hann var ekki faðir minn, þetta kom honum ekki við. En mér kom ekki í hug nein setn- ing, ég sat þarna bara stíf og móðguð. Framh. á bls. 30. FÁLKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.