Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 21

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 21
1. Hin glæsilega borðstoí'a i micn Grove sveitasetrinu. Dorothy MacmiIIan er fyrir- myndar gestgjafi og hrókur alls fagnaðar, einkum þegar skyldmenni hennar og vin- ir koma í heimsókn. 2. I augum barnabarnanna er það töluverð- ur viðburður að koma í heimsókn til afa og ömmu á Birch Grove. Fremst á mynd- inni er Patrisk Heath, sonur dóttur þeirra Macmillans hjóna, Sarah. Hin barnabörn- in eru, talin frá vinstri: Rache! Mac- millan, dóttir Maurice, þá Timothy Heath og David Macmillan. 3. Macmillan í fjörugum samræðum við Rachel Macmillan og Timothy Heath. Þau eru að ræða um eignarétt afans á staf nokkrum. 4. Hér eru hjónin saman á mynd. Það er friðsælt þarna í Birch Grove og hér dvelj- ast þau hjónin langdvölum. 5. Þessi mynd var tekin, þegar Macmillan var fyrst kjörinn á þing. Hann var þing- maður fyrir Stockton-on-Tees. Börn hans á myndinni eru, talin frá vinstri: Ann, Maurice og Carol. Sarah var ekki fædd, þegar myndin var tekin. En síðan hann sagði stöðunni lausri fyrir tveim árum, hefur hún ekki aflaS sér einnar einustu nýrrar tusku. — Ég þarf að fara að gera eitthvað í málinu, andvarpar hún, — en það liggur ekki á. En einn veikleika hefur hún, ef unnt er að nota það orð í þessu sambandi: Hatta. Hún leysir öll vandamál í sam- bandi við fatnað með því að kaupa nýj- an hatt. Þá verður kjóllinn sem nýr, segir hún. Og eitthvað er víst til í því. Sumarmánuðunum eyðir hún helzt í garðinum, en henni finnst sumarið allt- of stutt, henni tekst aldrei að ljúka öllu sem hún hefur gert áætlun um. Vetrar- kvöldin helgar hún púsluspili og lestri. Púsluspil er ástríða frú Macmillan og hún hefur mikið dálæti á ensku bóka- söfnunum, sem einnig lána út púsluspil. Henni þykir gaman að lesa, en gagn- stætt manni sínum, sem les eftir klass- íska höfunda eins og Dickens, Scott og Trollope, sagnfræðilegar bækur eða ævi- sögur alvarlegs eðlis, þá vill frú hans helzt hvíla sig við lestur léttra og fjör- ugra skáldsagna eða skemmtilegra ferða- lýsinga. En hún les blöðin vel og vandlega. Þrjú á dag að minnsta kosti allt frá þyngstu stjórnmálagreinum til léttasta skemmtiefnis. Hins vegar hlustar hún ógjarna á útvarp, hún vill heldur lesa um atburðina. Sjónvarp hefur hún ekki fengið sér, og börnin verða að horfa á sjónvarp hjá barnfóstrunni, þegar þau heimsækja afa og ömmu. Frú Macmillan kann vel við einveru og hún nýtur tilverunnar aldrei eins vel og þegar hún er alein í hinu stóra húsi. Þegar forsætisráðherrann er í London tekur hann alltaf þjónustuliðið með sér. Komi hann einn til Birch Grove og ekki er búizt við neinum gestum, þá er einn lögregluþjónn, sem stendur vörð og einn leynilögreglumaður, sem lítið fer fyrir, en er alls staðar nálægur, eina merki þess, að forsætisráðherann er heima. En friðhelgi einkalífsins varð Mac- Framhald á bls. 28 FÁLKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.