Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 24

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 24
fói', rauo ...in voru talin bak við dökk gleraugu og ég var áköf í að flýta mér aftur til eyjunnar. En. ég gat ekki yfirgefið Aþenu enn. Mál, sem þörfnuðust þess, að ég sinnti þeim, skutu upp kollinum, þegar ég var i þann veginn að fara. Þetta voru' allt smámál en áríðandi og vöktu hjá mér óþolinmóða reiði. Húsvörðurinn grunaði þjóninn um þjófnað, og ég þurfti að tala við þá báða og fara yfir lista og skrár. Ég komst að þeirri nið- urstöðu, að maðurinn væri sannarlega ekki saklaus og þar sem hann var til- tölulega nýr í starfi, hafði ég ekkert samvizkubit yfir að borga honum og senda hann burt með aðvörun. Svo kom sendiboði frá skrifstofu Thanosar með póst til hans og uppgötvaði, að hann hefði gleymt einhverju, og við urðum að fara þangað til að finna það, áður en ég gat farið. Um það leyti sem ég fór um borð i hraðbátinn, var næstum orð- ið dimmt og alla leiðina horfði ég á geislar sólarinnar, sem sáust á sjónum og á himni og hurfu hver á fætur öðr- um. Þetta var dapurleg sjón, því að hin stóru, ógnandi svörtu ský þjöppuðust báðum megin í hnapp til að hrekja burt hina skammvinnu heiðríkju kvöldsins. Sjórinn skvetlist báðum megin upp á stjórnpallinn, þar sem ég sat, ein með hugsunum mínum. I fyrsta sinn dögum saman sá ég þann almenna farveg, sem líf mitt hafði fylgt siðustu dagana — nei síðustu tvo mán- uðina....... Hvert lá þessi vegur? Hversu lengi gat ég komizt hjá að við- urkenna staðreyndirnar, sem blöstu við mér, og tekið við hverju höggi og hald- ið áfram eins og ekkert hefði í skorizt. Var þetta ekki hræðilegt hlaup niðui á við eins og martröðin, sem ég hafði í bernsku, þegar mig dreymdi, að ég rynni niður boglínu jarðarinnar og úf í óendanleikann? Alexis og ég — Alexis og ég .... Það var aðeins vitglóra í þessu í draumi. í raunveruleikanurr elskaði hann mig ekki eða að minnsta 'osti var hann ákveðinn að forðast mig ... Andvarp hans, þegar hann sá, að það var ég, sem hafði komið inn í dimmt herbergið hans........Og þega> öllu var á botninn hvolft og þrátt fyrii allt, Ercv, með sír.a fersku æsku, sem sprengdi saumana. dúnmiúk og löng- unarfull. Skýin bvrntnst saman út við sjón- deildarhring og nóttin var að skella á og virtist ætla að verða stormasöm og hvassviðragjörn. Vindurinn hvein ekki lengur, heldur öskraði veikt og ömur- lega, er við þutum áfram og ég hnipr- aði mig saman inn í léttu loðkápunni minni og óskaði þess að við værum komin á leiðarenda. Þegar við komum að bryggjunni, átti ég erfitt með að komast upp. Þau fáu sannleikskorn, sem höfðu komizt í gegnum meinlokutjald mitt, höfðu lam- að mig. Brátt kom maður niður í stjórn- klefann og hjálpaði mér upp og sagði: „Það fer að rigna á hverri stundu, frú. Áreiðanlega slæm nótt.“ Hann var stór sjómaður, ekki ungur lengur og virtist of stór fyrir krumpaðan einkennisbún- ing sinn. Ég leit á góðlegt, skeggjað and- litið, velti honum fyrir mér ógreinilega og því lífi, sem hann lifði. Er ég steig á þurrt land, leitaði ég í pyngju minni eftir peningum til að gefa honum, en hann brosti til mín og hristi höfuðið á- sakandi en ekki móðgaður. „Þakka yður fyrir,“ sagði ég. „Þakka yður kærlega fyrir,“ Og á því augna- bliki var ég hrædd við að fara aftur til stóra hússins, sem sást greinilega í niðamyrkrinu, ljósin blöktu glaðlega og, fannst mér, tilgerðarlega og bar í þög- ult berg fjallsins. Ég var treg til að hitta þau, jafnvel Alexis. Ég sneri mér við og bað stóra sjó- manninn að fara með mig snögga ferð, áður en rokið skylli á. „Það er ekki of öruggt, frú. Ég myndi ekki ráðleggja það. Bylgjurnar eru háar ig kraftmiklar núna. „Hafið ekki áhyggjur af því ... Við verðum aðeins í nokkrar mínútur. Kom- ið.“ Og ég hljóp til baka og fór í bát- inn og var með honum í stjórnklefanum og við klufum úfinn sjóinn og þutum út í nóttina og lentum í rótarbrimi, öld urnar risu hærra og hærra eftir því sem fjarlægðin frá ströndinni jókst. Ég varð brátt gegndrepa og það var hann líka, en ég held hann hafi einnig haft gaman af hinni villtu hröðu ferð móti beljandi storminum og við sögðum aldrei orð. .,Ég skal ekki hugsa,“ sagði ég við sjálfa mig. Ég skal ekki hugsa núna, þegai það er bæði of snemmt og of seint. Ég tek það, sem er mitt og horfi aldrei aft- ur eða fram. Ef ég er að detta af bog- línu jarðarinnar, látum það þá gerast núna, hátt, hratt og í hinum mikla ljós- geisla ástarinnar. Fordæmingin kemur snöggt og ef Thanos er eyðilagður ásamt sál minni og Alexis, þá fer hann að minnsta kosti ekki til helvítis ... „Snúið aftur núna,“ sagði ég, og hann greip um stýrið og sneri bátnum og það, sem var eftir ferðarinnar, bar reiðileg bára okkur, við vorum alltaf .í hættu, að hún gerði út af við okkurt hraði okkar jókst svimandi þangað til að við vorum skyndilega við bryggjuna aftur, og með miklum dynk stöðvaðist Jitli. báturinn og var kyrr. Áður en ég yfirgáf hann, þakkaði ég honum hlýliega og alvarlega, og vissi, að þessi maður fór með með sér dálítið af sjálfri mér og að stutta stund var ég nánari þessum ókunnuga manni, en ég yissi ekki einu sinni nafn hans, en nokkrum öðrum manni eða konu í heim- inum. Regnið skall á, áður en ég var kom- in til hússins, en ég var þegar gegnvot og greikkaði sporið. Þegar ég kom inn, tók Anna á móti mér umhyggjusamlega og stjanaði í kringum mig og ég varð að þola alla hennar umsjón, þangað til ég var örugg og þurr í mínu eigin her- bergi og saup koníak og naut hins kunn- uglega umhverfis, sem ég vissi, að ég myndi ekki sjá lengi. Anna kom aftur inn í herbergið og bar bakka. Hún setti hann nálægt mér á lítið borð og bað mig að borða. Hún vék sér undan augnaráði mínu. „Það eru allir við kvöldverðarborð- ið,“ sagði hún mér og skar ketið eins og handa barni. „Eru allir inni?“ „Já“ ... Eftir augnablik getur herra Thanos heyrt, að þú ert komin aftur og kemur upp. Það er nokkuð, sem ég þarf að segja þér fyrst.“ „Ekki núna, Anna, í guðanna bænum. Ég er dauðþreytt og get ekki hugsað skynsamlega hugsun. Getur það ekki beðið? „Nei, það er bezt, að þú heyrir um oað frá mér, áður en það er of seint.“ „Horfðu, Anna, horfðu í andlit mitt! Geturðu ekki séð, að það hefur ekkert að segja að segja mér neitt núna? Ég veit það allt og það er allt ráðið og inn- siglað. Hættu nú að eiga við matinn minn. Lofaðu mér að vera einni.“ Hún hnipraði sig enn saman á sinn bóndakonulega hátt, hugsaði mikið um Framh. á bls. 30. FALICINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.