Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 25

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 25
Fyrsta myndin nra Klcópötru var gerð ár- ið 1916. Theda Bara lck þá aðalhlutverkið. Claudetta Colbert var mjög fræg leikkona á sínum tíma og auð- vitað var hún valin til þess að leika Kleó- pötru, þegar myndin um hana var gerð aft-ur 1934. Það Iiðu 11 ár þangað til líf þessarar drottn- ingar var aftur tekið fyrir á hvíta tjaldinu. Kleópötru lék þá Vi- vien Leigh. CLEOPATRA Pascale Petit Iék í kvikmynd um Kleó- pötru 1963. Sú mynd er nú á markaðnum. Hér er Sophia Loren í hlutverki Kleopötru í myndinni, Tvær næt- ur með Kleopötru, ítalskri mynd, sem ný- lega var frumsýnd í Suðurlöndum. Að lokum er það svo primadonnan, Elizabet Taylor sem Kleópatra í einhverri dýrustu mynd, sem tekin hefur verið. Þá mynd er verið að frumsýna nú á Brodway. Það hefur verið mikið rætt um með- ferð Elizabethar Taylor á hinni egypzku drottningu og enn þá meira um hjú- skaparmál hennar í sambandi við mynd- ina. En nú er „Cleopatra sem sagt að koma. Hin gamla drottning Egypta, sem uppi var skömmu fyrir fæðingu Krists, hef- ur aldrei verið vinsælli. Þrjár útgáfur um líf hennar og lifnað eru sendar á markaðinn á hálfu ári — tvær eru þeg- ar komnar, sú þriðja alveg að koma. Cleopatra fæddist árið 68 eða 69 fyr- ir Krist. Hún var þriðja dóttir Ptole- mæus Auletes, grísks konungs, sem ríkti í Egyptalandi á þeim tíma. Kvikmyndaleikstjórar hafa valið dáð- ustu fegurðardrottningar sínar til að sýna Cleopötru á léreftinu og þeir hafa rannsakað nákvæmlega mynd hennar á hinum gömlu peningum, sem hafa ver- ið gjaldgengir á hennar tíma. Þeir sýna samt, að hún bjó ekki yfir neinni á- berandi líkamlegri fegurð, en það eiga að hafa verið vistmuriir hennar og töfr- ar, sem gerðu það að verkum, að karl- menn féllu fyrir henni. Og svo sannar- lega hefur varla nokkur kona í mann- kynssögunni kunnað að nota persónu- leika sinn og töfra betur — eða með meiri árangri hvað stjórnmál snertir. Cleopatra settist í valdastól í Egypta- landi árið 51 fyrir Krist sem meðstjórn- andi yngri bróður. Þessi tilhögun átti samt ekki við hana, svo að henni heppnaðist að losna við bróðurinn (með hjálp Cæsars) og fá annan bróður til að taka sæti hans. Hún drap hann hreinlega á eitri. Árið 46 eða 45 f. Kr. fór hún með Cæsari til Rómar, en þegar Cæsar var myrtur árið 44, flýði hún aftur til Eg- yptalands. Þá leitaði Markús Antoníus á náðir hennar og hann „dýrkaði“ hún eins og nú er sagt, bangað til hún '-vnnt- ist frænda Cæsars, Oktavíanusi, sem taldi hana á að gera samsæri gegn Markúsi Antóníusi, sem svipti sig lífí. Eftir dauða Markúsar Antóníusar var Oktavíanus hennar útvaldi, og hann varð fyrsti keisari Rómar og tók sér nafnið Ágústus, en til allrar óhamingju hafði hann ekki sama áhuga á hinni fögru konu. í þess stað hafði hann uppi áætlanir um að flytja hana til Rómar og setja hana í varðhald, en þetta gat Cleo- patra ekki þolað. Eftir því, sem sagan segir, framdi hún sjálfsmorð með því að láta slöngu bíta sig í handlegginn. Þannig endaði hið áhrifamikla líf henn- ar. Allar götur síðan hafa skriffinnar látið sig hana skipta. Plútark, Shake- speare, Dryden og G. B. Shaw hafa orð- ið innblásnir af hinu æsandi lifi henn- ar — og eftir því sem bezt er hægt að sjá. kvikmyndaframleiðc.-dur einnig gegnum árin. Horfið bara á myndirvavi FALKINN 25

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.