Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 28

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 28
Framleitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímaniega. KORKIDJA\ H.f. Skúlagötu 57. - Sími 23 200. Shodh KJÖRINN BÍLLFYRIR ÍSLENZKA VEGi: RYÐVARINN, RAMMBYGGÐUR, AFLMIKILL OG ÓDÝRARI TÉKHNE5KA BIFREIÐAUMBOÐIÐ VONAR5TRÆTI I2.3ÍMI37MI 8 og 16 mm filmuleiga Kvikmyndavélaviðgerðir Skuggamyndavélar Flestar gerðar sýningarlampa Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Ljósmyndavörur Filmur Framköllun og kópering Ferðatæki (Transistor). FILMUB OG VÉLAR Freyjugötu 15 Sími 20235 Ilezti vinur . . . FramhaJd a. bls. 21. millan að tryggja sér með því að setja upp skilti, þar sem á stóð: ,,Aðgangur bannaður." — Það voru ótrúlega margir, sem óku rólegir inn á hlað á bílnum sín- um, lögðu þeim og skoðuðu húsið, áð- ur en þeir óku af stað aftur, segir frúin. Ég hitti dag nokkurn mann, sem var köminn hálfa leið upp garðstíginn. Hon- um varð svo bilt við, að hann endasend- ist út um hliðið. Auk þess er hópur manna, sem rólegur gengur inn og skoð- ar garðinn. Séu það útlendingar, kem- ur það fyrir, að ég sýni þeim garðinn, en á hinn bóginn getur það verið tölu- vert óþægilegt, ef ég ligg til dæmis í sólbaði. Birch Grove er eini staðurinn, sem Macmillan lítur á sem heimili sitt. For- eldrar forsætisráðherrans keyptu það árið 1906 og húsið, sem nú stendur þar, er byggt tuttugu árum seinna. Það er rúmgott með stórum Ijósum herbergj- um, sólríkum. Útsýni úr gluggunum er eins vinalegt og enskt landslag getur verið. En frú Dorothy hefur eitt út á húsið að setja: Henni líkar ekki við sparistof- una. Hana notar hún aðeins, þegar gest- ir koma í heimsókn. Herbergið, sem hún notar mest, er hennar eigin dagstofa. Það er vingjarn- legt herbergi, skreytt blómum. Á skrif- borðinu stendur gömul ritvél, sem hún skrifar á með vísifingrinum og er fljót að. — Skriftin mín er svo ógreinileg. segir hún. Herbergi forsætisráðherrans er hlaðið bókum og teikningum, myndum og minjagripum. Og hann leyfir engum að flytja einn einasta hlut þar inni. Hinn þekkti málari, Stanley Spencer, er einn af fáum, sem hafa búið í Birch Grove. Eini farangur hans var tannbursti og hann var 1 náttfötum innan klæða. En annars eru ekki margir, sem boðnir eru til langdvalar í húsinu. De Gaulle for- seti er undantekning svo og ástralski forsætisráðherrann, Robert Menzies, sem einnig er persónulegur vinur hjónanna Eins og svo margir Bretar álíta hjón- in, að heimilið sé sinn kastali og sjá svo um að bæði opinberar móttökur og einkamót.tökur fari fram í London. Sem forsætisráðherrafrú gegnir frú Dorothy mörgum skyldustörfum á eig- in spýtur. Hún heimsækir sjúkrahús og skóla, afhendir verðlaun, opnar góð- gerðarsamkomur cg er yfirleitt í miklu sambandi við félagslíf landsins. Eftirlætissamtök hennar eru „the National Society for the Frevention of Cruelty to children“ eins konar barna- verndarsamtök, sem eiga að koma í veg fyrir grimmd gagnvart munaðarlausum börnum, Hún er við hlið eiginmannsins, þegar hann fer í sína daglegu gönguferð og þótt henni þyki sjálfri ekki gaman að veiðiskap, er hún yfirleitt með honum í slíku. Hún er honum ekki alltaf sam- mála í stjórnmálum. — Ég hef mínar eigin skoðanir, segir hún ákveðin, en bætir þó við, að hún sé honum sammála um Efnahagsbandalag Evrópu. Hún hef- ur haft mikið af stjórnmálum að segja. Faðirinn, margir frændur, bræður og mágar hafa verið stjórnmálamenn auk eiginmanns, sonar og tengdasona. Hún hefur mörg járn í eldinum. Hún mun halda áfram að vera stoð og stytta manns síns, þegar hann hefur dregið sig út úr stjórnmálum alveg eins og hún hefur undanfarin ár staðið við hlið lians í blíðu og stríðu, nú síðast meðan á Keelerkreppunni stóð. IJgSíBBl Framhald af bls. 11. tökum á mömmu Huldu. Hvernig yrði þeirri ábyrgð jafnað niður, ef það væri í raun og veru skeð — það, sem hún vildi ekki trúa, en óttaðist þó. Gamalli frásögn skaut skyndilega skýrt upp í huga hennar. Sögu, sem hún hafði heyrt eldra fólk tala um fyrir mörgum, mörgum árum síðan, og sem átti að vera sönn. Um miskunnarlausan föður, sem — áreiðanlega með ofbeldi — hafði drepið unga dóttur sína til að leyna þeirri skömm, að hún yrði ógift móðir. Hann hafði aldrei síðan öðlazt frið og dó sem hjalandi, geðveikúr aumingi. Nótt eftir nótt hafði hann orð- ið að horfa á dóttur sína koma gangandi í átt til sín með annan handlegginn ásakandi á lofti. Oft kom hún í fylgd með manni klæddum svartri yfirhöfn. Það var dauðinn, sem sigri hrósandi sýndi bráð sína. Kuldahrollur fór um mömmu Huldu, svo að hún skalf frá hvirfli til ilja, og hún gaut augunum dauðhrædd til dimmra glugganna. Var hún sjálf í þann veginn að fjandskapast við öfl, sem væru vís til að kvelja úr henni vitið smátt og smátt? Hún tók allt í einu eftir, að hræðslan var að hrifa völdin af henni. Enda þótt hún berðist á móti með öllum sínum ósáttfúsa, óstýriláta vilja, gat hún ekki fengið magrar, hvítar hendur sínar til að hætta að skjálfa, og hún fann hjart- að berjast ákaft. Henni virtist það vera svörtu reitirn- ir í gluggunum út að hlaðinu, sem æstu upp hugaróra hennar, og hún stóð upp til að draga fyrir . . . Þá stanzaði hún skyndilega, án þess að geta sig hrært, og starði út á hlaðið. Þarna úti í rökkrinu sá hún alveg greinilega Helgu koma gangandi heim að húsinu. Á eftir henni gekk hár maður í síðri, yfirhöfn. Andlit beggja virtust hvít í daufu tungsljósinu . .. Mamma Hulda stundi og greip fyrir hjartað. Kveinandi vol og byrjun á bæn brauzt fram á þunnar varir henn- ar. Síðan slokknaði allt í einu ljósið i '’B FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.