Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 30
IIiBrmleiknr Framh&ld af bls. 29. rauk hún eins og norn að manninum, sem sat og las. „Lati slæpinginn þinn, hrópað.i hún. „Á ég að slíta mér út á því að þvo og strita fyrir þína líka. Ertu karlmaður eða búrtík?“ Hr. Fink missti blaðið steinrunninn af undrun. Hún óttaðist, að hann myndi ekki slá, að ögrunin hefði ekki verið næg. Hún stökk á hann og sló hann í andlitið með krepptum hnefanum. Á því augnabliki fann hún ástina til hans hríslast um sig á þann hátt, sem ekki hafði skeð í langan tíma. „Stattu á fæt- ur, Martin Fink, og gakktu inn í ríki þitt.“ Ó, hún hlaut að finna til þungrar handar hans núna, aðeins til að sjá, að hann kærði sig um hana, aðeins til þess. Hr. Fink þaut á fætur. Maggie gaf honum aftur utan undir með hinni hendinni. Hún lokaði augunum á þessu óttalega, dásamlega augnabliki, áður en höggið kæmi. Hún hvíslaði nafn hans hið innra með sé, hún hallaði sér að högginu, sem hán bjóst við, hana hungr- aði í það. í íbúðinni fyrir neðan var hr. Cassi- dy skömmustulegur og iðrandi að púðra auga Mame, en þau voru að undirbúa sig undir skemmtun dagsins. Úr íbúð- inni fyrir ofan barst ómur hástemmdrar kvenraddar, hávaði og dynkur, er stóll féll um koll, greinilegar heimiliserjur. „Mart og Mag að slást,“ gerði hr. Cassidy ráð fyrir. „Ég vissi ekki að þau leyfðu sér það nokkurn tíma. Á ég að stökkva upp og sjá, hvort þau vantar milligöngumann ? “ Annað augað í frú Cassidyljómaði eins og gervisteinn. „Ó,“ sagði hún hljóðlega og án aug- ljósrar merkingar, á hinn hvatvíslega hátt. „Mér þætti gaman að vita ... Bíddu, Jack, á meðan ég fer upp og gái að þessu.“ Hún þaut upp stigann. Um leið og hún sté fæti á stigapallinn uppi, kom frú Fink strunsandi út úr eldhúsi sínu. „Ó, Maggie," hvíslaði frú Cassidy í hrifningu. „Gerði hann það, ó, gerði hann það?“ Frú Fink kom hlaupandi, grúfði and- litið við öxl vinkonu sinnar og snökti vonleysislega. Frú Cassidy tók höfuð Maggie milli handa sér og lyfti því blíð- lega. Andlitið var tárvott og rjótt, en hin flauelsmjúka, ljósrauða og hvíta húð var óskrámuð, án marbletta, alveg óspillt af hinum huglausa hnefa hr. Fink. „Segðu mér það, Maggie,“ þrábað Mame, „eða ég fer sjálf inn og kemst að því. Hvað er að? Meiddi hann þig, hvað gerði hann?“ Höfuð frú Fink féll aftur vonleysis- lega í faðm vinkonu hennar. „Fyrir guðs skuld, opnaðu ekki þess- ar dyr, Mame,“ snökkti hún. „Og segðu það aldrei neinum, lofaðu því. Hann, — hann snerti mig aldrei. Og nú er hann, ó, guð minn, nú er hann að þvo þvottinn." Anna María Þórisdóttir þýddi. LITLA SAGAN Framhald af bls. 18. ekki, að honum verði refsað. Ég vil bara fá jarðarberin mín aftur. Kveðja. Marianna Breinholst. P.S. Ég vona, að þér rannsakið málið mjög fljótlega, því að ég hafði ætlað mér að hafa jarðarberjargraut á sunnu- daginn kemur. Þriðja bréfið var skrifað þremur vik- um seinna. Þannig var það: „Adamson bræður! Ég þakka yður fyrir bréfið, sem ég fékk frá yður fyrir um það bil viku eða meira, því að satt að segja fylgist mað- ur varla með tímanum. Ég ætlaði að skrifa ykkur fyrir löngu, en ég hef ekki haft tíma til þess. Ég bið að heilsa litla feita manninum í ullarpeysunni og bið yður að segja honum, að jafnvel þótt maður þoli ekki ávexti og fái útbrot af þeim, þá getur það hugsazt, að hann hafi stungið þeim til hliðar í þeim til- gangi að selja þau af því að þau voru heimatilbúin, en ég hef ekki trú á, að hann hafi- gert það, því slíkt fólk hefur venjulegast ekki vit á að meta vinnu húsmóðurinnar að verðleikum. Hann er því hreinsaður af öllum grun, og ég bið að heilsa honum og segið honum að ég muni ekki gera meira veður út af þessu máli, því að við nánari umhugs- un kom í ljós, að það var alls ekki í sumar, sem ég sauð jarðarberin held- ur í fyrra sumar. Og við höfum fyrir löngu borðað upp þessar 12 krukkur af jarðaberjum, sem ég sauð þá niður. Kær lcveðja. Marianna Breinholst. PIIAEHRA Framh. af bls. 24. matinn og hélt áfram þrjóskufull að forðast augu mín. Ég settist upp. „Anna, ég kalla bráðum á þig. Gerðu það nú, farðu og lofaðu mér að borða ein í friði. Ég fer brátt niður.“ Hún stóð á fætur, og það marraði í gömlum liðamótum hennar, hún sneri sér undan. En áður en hún sneri alveg í mig bakinu, þóttist ég sjá augu henn- ar augnablik og þau sýndust rauð af tárum. Þetta var ólíkt henni. „Hvað er það, Anna?“ spurði ég og rödd mín var mildari núna. Hún sneri bakinu í mig. „Þau eru að ráðgera að gifta Alexis og Ercy,“ sagoi hún. Þetta var í fyrsta skipti sem hún nefndi nafn hans. Ég starði á bogið bak hennar og undraðist orð hennar. Þau virtust ekki hafa neina meiningu fyrir mig. Ekki neina. „Hvað varstu að segja?" spurði ég „Alexis,“ hvíslaði hún og nú var rödd hennar beinlínis grátklökk, „sonur þeirrar útlendu, maðurinn, sem þú elsk- ar — og Ercy systurdóttir þín. Ég heyrði þau tala áður ...“ „Snúðu þér. Hvern heyrðir þú tala?“ Hún sneri sér hægt, andlit hennar var hvítt og auðmjúkt og augu hennar flutu. „Herra Andreas og frú Ariadne og herra Thanos. Þau ræddu þetta í kaffinu í kvöld.“ Hún kom nær og féll á kné fyrir framan mig og hélt um hendur mínar. „Þau hljóta að hafa tek- ið ákvörðun fyrir löngu og voru aðeins að ræða nokkur smáatriði ... Ó, Phaedra! Látum þau gera það! Látum þau gefa þessi tvö saman og þú munt aldrei sjá hann framar. Þetta er síðasta tækifærið, skilurðu ekki? Phaedra, litla elskan mín,“ kjökraði hún, „slepptu honum ... Vandræði fylgja þessum manni og því lengra sem hann fer því betra ... Phaedra, heyrirðu ekki til mín?“ Framh. á bls. 36. duggi aft göiumii Framhald af bls. 24 Loks stundi hann þunglega og setti aftur upp gleraugun. — Hvenær kom þetta fyrir? — Hinn tuttugasta og þriðja fyrra mánaðar. — Engar varúðarráðstafanir yfir- leitt? — Nei. — Nei, nei. „Það kemur ekki fyrir mig“ það er það, sem allar halda. Við kærum okkur ekki um varúðarráðstaf- anir, það getur eyðilagt allt. Hann hall- aði sér aftur á bak fullur fyrirlitningar. — Ég hugsaði alls ekki þannig. — Ég er ekki heyrnarlaus, ungfrú Graham, verið svo vænar að öskra ekki. Svo varð röddin fjörug og vingjarn- leg aftur. — Hvað hefur ungi maðurinn — hinn stolti tilvonandi faðir — hugsað sér að gera? Ég sagði rugluð: — Hvað kemur það málinu við? Læknirinn sagði kaldhæðinn: — Tja, það er mikilvægt atriði í málinu, ekki satt? — Ég get ekki skilið, að það komi yður við. Brosið var horfið núna og hann benti með gullpennanum eins og hann væri skammbyssa. — Nú skulum við ræða málið í al- vöru, sagði hann strangur. — Þér eruð komnar til mín til að fá hjálp. Þér eruð ekki sú fyrsta og þér verðið ekki sú síðasta. En þér verðið að skilja, að þetta

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.