Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 33

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 33
eigin sök vegna þess að hans sök var svo miklu stærri. Hann setti gleraugun aftur á sig og leit aftur á mig. — Viljið þér ala barnið? spurði hann. — Ég hefði ekki kosið að eiga það á þennan hátt. En fyrst þetta hefur komið fyrir, þá vii ég eiga það. Allt er betra en sú leið, sem þér stigið upp á. Hann leit á hinn snjóhvíta pappír, sem lá milli olnboga hans. — Nú megið 'þér ekki misskilja mig. Ég mun ekki reyna að fá yður til að skipta um skoðun. Raunverulega get ég ekki tekið á móti yður í sjúkrastof- una mína eftir það, sem þér hafið sagt — hættan væri of mikil. Margar af konunum, sem koma til mín, eru ekki aðeins ofsahræddir vesalingar, sem eru að reyna að komast hjá afleiðingunum, skiljið þér. Þær eru nógu skynsamar til að sjá, að þær eru ekki færar um að vera bæði faðir og móðir. fyrirvinna og barnfóstra samtímis. Margar hafa hugsað um. hvað það þýðir: þær verða að láta barnið til ókunnugra. Og þér skuluð ekki láta yður detta í hug, að orðið „óskilgetinn“ hafi misst þýðingu sína! Það eru ekki til mörg óskilgetin börn, sem ekki hafa einhvern tíma hugsað um móður sína með beizkju. — Hve mörg þeirra haldið þér að óski þess innilega, að þau hafi aldrei fæðzt? Hann horfði lengi á mig, svo yppti hann öxlum. Hann virtist skyndilega vera þreyttur. — Ég veit ekki, sagði hann. — En ég álit, að kona hafi sjálf rétt til að ákveða, hvort hún fæðir nýtt líf í heim- inn. — En það álít ég ekki. Þær konur taka ákvörðun sín vegna. en ekki vegna barnsins. — Ef til vill í sumum tilfellum. Það er ekki mitt að dæma. — Nei, þér þurfið ekki að hugsa, bara framkvæma — og hirða hundrað guineur. — Það er um að gera að hugsa um líkurnar einnig fyrir mig, sagði hann gremjulaust. Ef ekki væri hægt að fara til manna eins og mín, furða ég mig á, hversu mörg fleiri dauðsföll fylgdu í kjölfar fóstureyðinga . . Ég settist aftur í stólinn af þvi að hnén gátu ekki borið mig lengur. Kápan datt á gólfið. Skyndilega brutust tárin fram og streymdu niður kinnarnar. Ég gat ekki stöðvað þau. Mikið máttleysi kom yfir mig það var eins og ekkert hefði neina þýðingu annað en hin ó- hugganlega staðreynd, að hin eina, ruddafengna, falska og óhamingjusama nótt skildi hafa þetta í för með sér, þessa hræðilegu sýn, sem blasti við mér, þetta fjall ábyrgðar. Ég fann fyrir hönd læknisins á öxl minni. — Verið ekki svona æstar, ,sagði hann. — Ég veit það er erfitt núna og það munu koma augnablik, að þér óskið að þér hefðuð gert það, sem ég hélt að þér hefðuð komið hingað til að láta gera, en það eru til hlutir, sem vega upp á móti því. Ef þér hafið kraft til að gleðj- ast yfir því, verður það yður tií góðs. Þegar ég hætti að gráta, gaf hann mér sherryglas og heimilisfang mæðra- heimilis, Félags ógiftra mæðra og læknis í Hammersmith. Hann lét mig hafa nöfn á bókum, sem ég gat fengið lánaðar í bókasafninu. íg skrifaði þetta allt niður. Þegar ég bauðst til að borga, vildi hann ekki taka við borgun. Ég fór leiðar minnar með þá tilfinningu, að við hefðum háð bardaga og hann hefði sigrað. Þetta var fyrir fjórum dögum. Margt hefur komið fyrir síðan þá. Ég fór til læknis, sem hét Maxwell og fékk að vita vissu mína. Og þá var engin leið að bíða með að segja pabba það. Þegar ég veit, að eitthvað er óhjá- kvæmilegt, get ég ekki slegið því á frest. Ég fór beint frá lækninum til skrifstofu pabba. Ég vildi fá það út úr heiminum. Mér hefur aldrei þótt skemmtilegt að koma á skrifstofu hans. Ég hef sjaldan komið þangað, þótt hann hafi oft stungið upp á, að ég liti inn. Ég hef oft fundið til óbeitar á föður mínum, en aldrei meira en á skrifstofu hans. Þetta var venjuleg og leiðinleg skrif- stofa, sem hafði eitthvað með erfðafjár- skatt að gera. Pabbi sagói on, að lianu sKiiui . hvaOan eg íieiðj híU." m.. Ei tiann heiði gv.aö Svö sjai.an s.g 1 „stóriðjuhöldshiútverkJ" .-,inu i nmm óþrifalegu skrifstofu sinnj, myndi nann hafa vitað það. Sá háttur hans, að iíta upp frá vinnu. h'orfa á mig augnaniik eins og hann væri að reyna að koma mér fyrir sig og brosa siðan þreytu- lega, þaö var hin fullkomna framkoma forstjórans, sem brosti sannfærandi til hinnar áhyggjulausu dóttur. sem ekki veit annað en húr. sé að trufla hann i hinni þýðingarmiklu vinr.u hans. — Jæja, vinkona mír., hvað er að? — Eg er mjög önnum kafinn eins og þú sérð, Hann benti á skrifborðið, þar sem skjöl lágu, sern ekki litu út fyrir að vera mjög mikilvæg. — .. stundum velti ég því fyrir mér, hvort ríkisstjórnin píski þá áfram einungis til að ekki sé hægt að bera það á nokkurn embættismann, að hann kasti opinberu fé á glæ með því að taka sér einnar mínútu hvíld . . Þannig hélt hann áfram um stund. Ég sat þegjandi. Ég gladdist næstum á einkennilegan hátt yfir að segja honum það. Ég var fegin, að ég skyldi hafa kosið að segja honum það á skrifstof- unni. Ég var ekki hrædd við hann hér. Hér leit ég ekki á hann sem föður minn, sem alltaf krafðist viljastyrks af mér, heldur sem karl, sem er að reyna að gera sig breiðan. Loks leit hann upp frá vinnu sinni og sagði: — Viltu eitthvað að drekka? — Nei, þakka þér fyrir, pabbi. Það er dálitið, sem ég vil tala við þig um. — Jahá, var það ekki eins og mig grunaði. Það er ekki líkt þér að lita bara inn til að heilsa upp á mig. Þú ert samt alltaf velkomin, það vona ég, að þú skiljir. Nú komdu þá með það. Ég hafði hugsað mér að segja það hreint út, en þegar kom að framkvæmd- um, skildi ég, að ég varð að fara var- lega. Hann leit skyndilega hjálparvana út, og það breytti ákvörðun minni um að þyrma honum ekki. — Hvað er það versta; sem ég gæti gert þér á móti skapi, pabbi? Framh. í næsta blaði. .Ji.W BiJ l 'Hfl HH l U»n IJ TEIKNARI: THAYER Dvcrguritin í YttihöiÍ FALK.INNJ 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.