Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 34

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 34
PANDA DG TJFRAMAÐURINN MiKU Hægt leið báturinn lengra og lengra inn í risastóran helli. Gegnum rökkur hans bergmálaði suðið, „Hvað er þetta?“ spurði Panda. „Droparnir, sem detta aí dropasteinunum,“ útskýrði Jollypop ... „Hvað?“ hváði Panda ruglaður. „Kalkvökvi, sem lekur úr þaki hell- isins,“ hélt Jollypop áfram og flutti smá fyrirlestur um fyrirbærið. Panda stóð töfraður af þeirri ævintýra- sýn, sem blasti við augum hans. „Þessi hérna . . dropa- kerti... líta út eins og litlir menn með hatta,“ sagði hann. „Líttu á þennan, sem er beint fyrir framan okkur... „Báturinn er að stöðvast," kallaði Panda. „Skyldi þetta vera ákvörðunarstaður okkar?“ „Það get ég ekki sagt um herra Panda,“ svaraði Jollypop. „Ég get ekki skilið í hvaða tilgangi þetta athyglisverða skip hefur farið með okkur í þennan dásamlega helli.“ Eina hljóðið, sem rauf þögnina umhverfis þá, var hljóð dropanna, sem drupu af steinunum. „Kannski ættum við að fara af h'ér,“ hætti Panda á að segja og leit í kringum sig. „Það lítur út fyrir að klettarnir horfi beint á okkur,“ hélt hann áfram. „Sérstaklega þessi, sem líkist litlum manni með sítt skegg.“ Um leið og hann talaði reyndi hann að kippa í skeggið. „Slepptu," skipaði líkneskið og hóf hönd- ina ógnandi á loft. I l Panda sfarði undrandi, þegar kletturinn í mannslíki lifnaði skyndilega. í fátinu hélt hann fast í skeggið. „Slepptu ungur minn,“ kallaði gamli maðurinn. „Mað- ur leggur það ekki í vana sinn að rífa í skegg annars fólks hérna í „Innriheimum." “ „Ég bið yður afsök- unnar, herra,-“ stundi Panda. „En ég hélt að þér væruð steingerfingur." „Það var ósvífni,“ svaraði hinh. „Einniitt ‘athúgasemd, sem hægt var að búast við af utanhellisbúa." „Ég, bið yður afsökunar,“ sagði Jollýpop og kom Panda til hjálpar. „Leyfið .mér að benda á, að mistök Panda eru mjög skiljanleg. Hið hreyfingarlausa andlit yðar virtist einmitt líkjast steingerfingi ’ út á við.“ „Út á við?“ hrópaði gamli náunginn. „Ég geri ráð fyrir, að þið dæmið hið innra eftir hinu ytra. Það eru undarlegir siðir, sem þið utangarðsmenn hafið.“ Hlátur hans bergmálaði í hinum stóra helli... fÁlkinþj

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.