Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 35

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 35
□TTD □□ BRUÐUR SÆKDNUNGSIN^ Ottó og Danni flýttu sér gegnum skóginn til að sækja hesta sina. „Við verðum að hitta Ara eins fljótt og unnt er,“ sagði Ottó. „Við megum ekki gera of marga lávarði okkur óvinveitta," sagði Fáfnir. „Ekki að minnsta kosti fyrr en við höfum yfir öflugra liði að ráða.“ „Þú hefur of lítið álit á mér, Fáfnir,“ svaraði Sigurður með áherzlu, „ég lagði fyrst hald á þennan kastala eftir að mér höfðu borizt fréttir um, að floti væri á leið hingað. Brátt mun úa og grúa af Norðmönnum á strönd- inni.“ „Ef félagar þínir ætla að slást í hópinh, verða þeir að flýta sér,“ hélt Sigurður áfram. „Annars tökum við málin að okkur sjálfir." En Sigurður Víkingur hafði alit í einu tekið eftir, að skip hans stóð í ljósum logum. „Skipið mitt,“ þrumaði hann. „Grípið til vopna.“ Hið reiðilega hróp Sigurðar Víkings hvatti alla i kastalanum til dáða. Innan skamms sáu Ari og menn hans, sem voru i felum fyrir utan kastalaveggina, Norðmennina æða út um hliðið. „Hvar er þessi frændi mínn núna?“ stundi Ari og horfði óþolinmóður í kringum sig. „Það hafði ekki margt farið út um þúfur fyrst Danni og hann gátu kveikt i skipinu." Það mátti engan tima missa, ef þeir áttu að geta gert sér vonir um að bjarga Karen áður en verjendur kastalans kæmu aftur... „Við bíðum ekki lengur,“ sagði hann skyndilega. „Vopnavörður. Láttu mig hafa exina mína. Það er ekki til betra vopn fyrir svona vinnu. Það er jafngott að brjóta með henni hauskúpur og hurðir.“ Ottó og Danni höfðu góða og gilda ástæðu til að sýna sig ekki á þeim stað, sem ráð var fyrir gert. „Það ætti að vera um það bil hér,“ tautaði Ottó og flautaði lágt. Baldur svaraði með blístri og þeir fundu staðinn, þar sem hestar þeirra voru tjóðr- aðir. „Við erum næstum komnir þangað,“ kaiiaði Ottó til að hvetja Danna, setn óttaðist að villast i skóginum. „Þetta er aðeins lítið skógivaxið svæði, sem lávarðar „Sigurhæða" hafa látið standa til að vernda akra sína fyrir særokinu ...“ „Nemið staðar. Stigið af baki,“ var kallnð skyndiiega. Án þess að hika augnablik hvatti Ottó hest sinn oe rak sporana i siður hans. En tilraun hans til undankomu varð skammvinn. Hann fann að eitthvað kom við öxl hans og fann til ske»"- sársauka. FAutlNN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.