Fálkinn


Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 28.08.1963, Blaðsíða 36
a»gdi%B':iið!gA Framhald af bls. 30. Ég hélt um hendur hennar, kreisti þurra, gamla fingurna sem virtust hafa tapað kröftum sínum. Alexis giftur Ercy? Hvað táknaði það? Þótt ég þendi ímyndunarafl mitt til hins ýtrasta, gat ég ekki séð þau saman í eigin húsi, gift, með börn, hluti af hinni miklu áætl- un . . . „Alexis og Ercy voru þar ekki sjálf, voru þau það?“ spurði ég Önnu, en höfuð hennar hvíldi nú hérumbil í kjöltu minni, hár hennar var dökkt og stórgert og silfurrákir voru í því. „Nei, þau voru það ekki. Þau voru saman í öðru herbergi að spila plötur.“ Þetta stakk mig. Hugsunin um gift- ingu þeirra var of hlægileg til að valda mér áhyggjum, en hugmyndin um glað- vært samspil þeirra í dagstofunni með rigninguna fyrir utan og tónlistina inni — þetta olli mér nístandi hugarhrell- ing. Ég stóð á fætur. „Ég ætla að hitta Alexis núna,“ sagði ég og fór að ganga burt. „Og það verður engin gifting! Áður en ég komst að dyrunum, flugu þær upp, og Ariadne stóð fyrir framan mig. „Hvers vegna ekki?“ krafðist hún, andlit hennar var hert og djúp hrukka milli augnabrúnanna. „Vegna þess .. Eg hristi höfuðið rugluð, lcoma hennar var of skyndileg og ruglandi og ég gleymdi ætlun minni. „Vegna þess, að þau eru skyld .. .“ Ariadne hló full fyrirlitningar og kastaði til höfðinu á leikrænan hátt. „Hvernig? Alexis er ekki sonur binn!“ Hún var í síðum kvöldkjól og var hlaðin skrautmunum. Þau hljóta að vera að búa sig undir að fara út. En þau geta það ekki, hugsaði ég, ekki í þessu veðri. „Ercy er barn,:: sagði ég að lokum. „Þið eruð brjáluð öll saman!“ Ariadne var háleit og brosið á and- liti hennar var þurrt og harðneskju- legt og mér fannst hún vera algjörlega ókunnug manneskja. „Hún er fullþroska," sagði hún hnitti- lega, „og það myndi gera okkur að voldugustu fjölskyldu í Grikklandi ...“ Anna kom aftan að mér og hendur hennar tóku um hálsinn á mér að aft- an, sem þegar var farinn að verkja af áreynslunni við að skilja hin undarlegu orð Ariadne og tón hennar. Fingurnir nudduðu hálsinn fast og sterklega, eins og til að ýta skilaboðum um rósemi gegnum skinnið. Skyndilega breyttist Ariadne. Hún slappaði af og andlit hennar missti hörkuna og varð áhyggjufullt og lif- andi. Hún kom dálítið nær. „Phaedra — þú heyrðir í pabba. Hvað er að þér? Viltu að barnið þitt þjáist? Og Thanos? Þú veizt, að pabbi getur gert út af við Thanos. Rérðu ekki, ao þetta er bezta leiðin?“ Hinir hörðu fingur héldu áfram að nudda kraft inn í vöðva mína og hrekja burt verkinn. „Ariadne . . byrjaði ég, en ég gat ekki haldið áfram. „Nei, ég get ekki út- skýrt það,“ sagði ég, „það virðist bara vera alrangt .. .“ Ariadne stóð mjög nálægt mér og augu hennar, sem voru umkringd fín- gerðum hrukkum, rannsökuðu andlit mitt. „Þú ert brj áluð,“ sagði hún að lokum. „Þú hefur alltaf verið brjáluð. Þú ert hörð og grimm og þú eyðileggur það, sem þú getur ekki fengið . . . En nú held ég, að ég viti, hvaða djöfull er í þér — hún Denny þín hefur verið að tála við stúlkuna mína og ég neitaði að trúa því. Nú er ég á báðum áttum ... Sjáðu — þú spyrð mig ekki einu sinni, hvað það var, sem hún sagði!“ Rödd hennar hækk- aði sig sigrihrósandi. „Slepptu, segi ég, slepptu!“ Ég sneri mér við og ýtti Önnu burt. Ég gekk að glugganum og opnaði hler- ana og horfði út í stormsama nóttina og fann vindinn lemjast í andlit mitt. Það var engin rigning á því augnabliki. Skyndilega var tekið utan um mig. „Phaedra," hvíslaði rödd Ariadne. „Phaedra — slepptu ... Ég hef hatað þig svo oft og ég ætti að hata þig núna, en mér þykir vænt um litla drenginn þinn . .. Hans vegna, Phaedra, aðeins vegna sakleysis hans, hættu brjálæði þínu, farðu með það, farðu í langt ferða- lag og komdu aftur, þegar allt er af- staðið. Gerðu það, systir, aðeins í þetta eina sinn ...“ Ég gat ekki hreyft mig. Orð hennar og rödd snertu hjarta mitt og skildu eftir mjúka, dapra slóð. En ég gat ekki hreyft mig. Hægt misstu handleggirnir tökin á öxlum minum og Adriane færði sigfjær. Úr dyrunum sagði hún: „Megi Guð miskunna okkur öllum.“ Og svo: „Sér- staklega sál þinni, Phaedra.“ Og hún var farin. Ég gekk að rúminu mínu, og fleygði mér í það. Anna var komin þangað eins og leiftur og hendur hennar hófu aft- ur starf sitt. Ég gróf andlit mitt í kodd- ann og reyndi að stilla hringiðu tilfinn- inganna sem æddi gegnum mig þá. Vindurinn frá opnum glugganum þeytti hlutum um herbergið og ég var áfram óhreyfanleg og andaði varla. Skyndilega heyrði ég í vélbátnum. Hávaði hans smaug í gegnum ýlfrandi storminn og verkaði eins og rafmagns- lost á mig. Ég stökk á fætur og hljóp út úr herberginu og niður pallinn, sem var alveg myrkvaður. Ég hljóp niður og fann enga nema þjónana. í borðstof- unni var borðið autt og gljáandi flöt- ur þess glóði kuldalega eins og enginn hefði komið nálægt því, síðan daginn, sem það var smíðað. Hamslaus af hræðslu velti ég því fyrir mér, hvort ég væri brjáluð og hvort mig hefði dreymt Framhald á bls. 38. UNDIRFÖT OR NYLON OG PRJÖNASILKI CERES, REYKJAVÍK FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.