Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 5

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 5
úrklippusahiið Scadið okkur spaugilegar klausur, sem þér rekizt á i blöðum og tímaritum. Þér fáið blaðið, sem klausa yðar birtist í, sent ókeypis heim. f Mam cr koniinn nfiur til |fií í’l'piif; itá Nev>; York, þar :5| Sétn 5jún jftic Hriftiur sínn. Svo 5 vci l-.éfui lii-nni vtgiwfi, a-i hún tkíir nú um i .,Alf.i- Bimjco'' ■ijx'.rlhil. Miiria Hár loökiipiir Juciities IvOurent mcCi prý.fti, 0)> ýar btnðí Moritt #;■ lcðkapuöuni í-jgti«ð úk.if- icga. Morgunblaðið 24. júlí ’63. Send.: Viðar. Morgunblaðið 22. maí ’63. Send.: B. V. Fæturnir þýðingar- meiri en heilinn Vísir 1. júlí ’63. valsliíinu, sera lék hér í fyrra, Tíminn 11. júlí ’63. Send.: V. B. V. Karlpeningurinn Einar hét maður gamal og var hann orðinn blindur, en þó var hann jafn hress i anda, en ógurlega drýldinn. Hann sagði einhverju sinni frá því hve létt honum hefði verið um gang á yngri árum: — Einu sinni gekk ég 100 km á einum degi, sagði hann, en ég stytti mér nú leið og já og já, já. Kfsííkss’yssiK’issiséfcSgsæiisáaæsaiOT. Mretlikarinn og púkinn Skemmtilegt er myi-krið í ágúst. Enn skemmtilegra niu mánuðum seinna. Send.: B. VValker Fell liét amer- íkumaðurinn, setn gerði imnás í virki Brigands. Sierður og ?U;t til reika kom hann á ía ud á 'l'oj,- Iiuola. I>að eina, sem liann langaði j, var eitt- hvað að drelcka ... Atta sttmdiiín síðar var hann orðíiin loringi „vilíidýra- herdeildar‘% sem sesidi nýlenduveJdi niður á botn Kyrrahafs ... Nýtt úrval okt. ’62. Send.: B. V. Tungumálið Gunna litla kom til frænku sinnar einn morgun fyrir fóta- ferðartíma og sagði: — Ég vaknaði yfir mig í morgun. Bændurnir Guðmundur bóndi bjó á bæ þeim, er heitir að Landalæk. Hann lét ekkert tækifæri ó- notað til þess að hagnast. Hann seldi áfengi í laumi. Þegar tengdafaðir hans sem var vitur maður lézt, hélt Guðmundur erfisdrykkju eftir hann. Hann gaf hverjum veizlugesti eitt staup af brennivíni, en lét þess getið, ef menn langaði í meira, þá gætu þeir fengið það keypt. Verzlunin Virðulegur gamall maður kom inn í lyfjaverzlun og bað um tannbursta. — Hvernig væri að kaupa tvo? spurði lyfsalinn. — Einn handa yður og annan handa konu yðar. — Nei, þakka yður fyrir, ég gef henni alltaf þann gamla. Menn þeir, sem staddir voru í búðinni, þögnuðu og litu hver á annan, en þá bætti maðurinn við: — Hún notar hann á skóna sína, auðvitað. IVIenningin Það .var verið að leika Skugga-Svein úti á landi í einu þorpinu. Svo bar þá til að aðalleikarinn lenti á því og mætti allvel slompaður til leiks. í miðjum leiknum datt hann út af leiksviðinu og hlógu áhorfendur þá óskap- lega. En Skugga-Sveinn klifraði upp á leiksviðið aftur og sagði: — Af hverju eruð þið að hlæja, — þetta átti að vera svona. Vinnukonurnar Öldruð og dygg vinnukona var á beimili embættismanns. Þetta var fyrir mörgum ár- um. Henni féll betur við hús- bóndann en frúna. Einhver gerðist svo djarfur að gera lítið úr húsbóndanum í henn- ar eyru, og hún varði hann þannig: — Hann er ekki svo vit- laus, greyið. Hann má bara til með að vera vitlaus eins og kerlingin er vitlaus, annars verður hún vitlaus. Kaupmennskan Ungur maður keypti hross af presti fyrir norðan og hafði hann ekki séð hrossið, en hafði keypt það eftir lýsingu klerks. Þegar hestur kom suður, kom í ljós að þetta var hin mesta trunta og hól prestsins og lýsing var lýgi ein. Ungi maðurirtn brást reið- ur við og skrifaði presti kjarn- yrt skammarbréf. Það byrjaði á þessum orð- um: — Hví svíkur þú mannsins son með hrossi? Ástin Hann hafði beðið stúlkunn- ar og hún hafði hryggbrotið hann. — Ég mun aldrei kvænast, sagði hann dapur. Stúlkan hló og svaraði. — Heimskingi, þótt ég hafi hryggbrotið þig, þá er ekki endilega víst að aðrar konur geri það. — Auðvitað gera þær það, svaraði hann, — hvar held- urðu að vilji mig, fyrst þú vilt mig ekki. Aldrei er góð vísa of oft kveSin. Kven- réttindakonur komu á fund Árna Pálssonar prófessors til að biðja hann um að halda rœðu á samkomu einn hátíðisdag þeirra. Árni tók dauflega í það og lét sem honum þœtti iíti'ð til kvenréttindabröltsins koma. Hann svaraði meðal annars: — Ég veit ekki betur en konur ha.fi mikil forréttindi fram yfir karla. — Nú, hvernig má það vera? spurðu konurnar. — Hvenœr hefur það til dœmis heyrzt, að konu væri kenndur krakki, sem hún á ekki, svaraði Árni. FALKINN 5

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.