Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 8
Við ókum :hratt inn Suðurlands- brautina á fögrum sumárdegi. Sólin skein í heiði, en til fjalla þokaði kerl- ingarlæðan sér áfram í hlíðunum. Bílarnir þutu misjafnlega hratt eftir brautinni. 1 norðri blasti strompur- inn mikli við og reykurinn úr honum liðaðist hátt í loft upp. Golan bar okkur keiminn peninganna inn um opinn bílgluggann og við kveiktum okkur í sígarettum og töluðum um verkfræðingana og lágu launin þeiira. Leigubílstjórinn hafði samúð með þeim og sagði þá vera ágætis menn upp til hópa og prýðilega vel að sér. Við vorum komnir á móts við Kúlusukk, en svo nefnist íþrótta- höllin í munni almennings, þegar lög- regluþjónn einn fasmikill og ábúðar- mikiJl stökk í veg fyrir bifreiðina og benti henni að aka niður Múlaveginn. Á Suðurlandsbrautinni hafði orðið árekstur. Lögreglubifreið, steypu- kaggi og lítil fólksbifreið höfðu rek- izt á. Einhver hafði meiðzt og sjúkra bifreið var komin á staðinn. Þarna hafði orðið slys. Ef til vill hafði ein- hver meiðzt svo, að hann yrði ör- kumla maður, það sem eftir var æv- innar. Bifreiðarstjórinn tautaði eitthvað á þá leið, að þeim væri nær að aka hægar og virða reglurnar, en ósjáif- rátt á bá m;nnti þetta atvik okkur á. hvert ferð okkar var heitið að þessu sinni. Við vorum á leiðinni upp að vinnuheimilinu að Reykjalundi, en þar rekur SlBS sjúkradeild fyrir öryrkja. Fyrir fáeinum árum var svo ástatt í heilbrigðismálum okkar Islendinga, að berklar voru mun algengari en aðrir sjúkdómar, og berklahælin voru yfirfull. Tæringin, eins og sjúkdóm- urinn var almennt kallaður, var mjög skæður og stundum kom jafnvel fyr- ir að heilar sveitir fengu sjúkdóm- inn. Sá er sjúkdóminn fékk, varð skilyrðislaust að fara á hæli, svo að hann smitaði ekki aðra heilbrigða og óvíst var hvort honum yrði aftur- kvæmt. Ef svo giftusamlega tókst með lækningu hans, þá sneri hann aftur til fyrri starfa, ef veikin hafði ekki leikið hann svo grátt að hann var ekki maður til að starfa að því. — Það er óþarfi að rekja þessa sögu lengra, við þekkjum hana því miður öll alltof vel. Baráttunni gegn berkl- unum var haldið ótrautt áíram. Menn tóku höndum saman, almenningur studdi baráttuna með fjárframlögum, og árangurinn lét ekki á sér standa. Vinnuheimili handa fyrrverandi sjúklingum og þeim, sem enn höfðu ekki fengið fullan bata, en rnáttu vinna, var reist. Nú má segja, að nær íullur sigur Haukur Þórðarson læknir tók á inóti okkur og sýndi okkur allt hið mark- verðasta í sambandi við sjúkraþjálf- unina að Reykjalundi, sem fengið hef- ur sérstakt húsnæði og búin er ölium nauðsynlegum tækjum til endurþjáif- unar öryrkja. FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.