Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 16

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 16
UR SAMA EFNI OG DRAUM URINN SPENNANDI SAKAMÁLASÁGA EFTIR GEORGE GOODCHILD MacLean lögreglufulltrúi hafði aldrei staðið augliti til auglitis við heimsfræga ballettdansmær, en það átti fyrir honum að liggja morgun einn í maí, er hann samkvæmt skipun yfirmanns síns — og undir gervinafninu Brown — gerði för sína til eins af dýrustu gistihúsum Lundúna, þar sem heimsfrægðin hafði viðhaínaríbúð á leigu. — Ég á samkvæmt samtali að hitta frú Lisjinski, sagði lögreglufulltrúinn við unga manninn í móttökunni. -— Er það hr. Brown, sem ég tala við? — Það er hann. — Ágælt, frúin bíður yðar. Viljið þér gera svo vel að koma þessa leið. Þeir fóru með lyftunni upp á þriðju hæð, gengu eftir nokkrum teppalögðum göngum og stönzuðu að lokum fyrir framan dyr, þar sem þeir hringdu. Ung stúlka lauk upp. — Hér kemur hr. Brown samkvæmt samtali til að hitta frúna, sagði maðurinn úr móttökunni, en að því búnu dró hann sig í hlé hneigði sig og brosti breitt. MacLean kom inn í lítið anddyri, þar sem voru nokkrir hægindastólar og lágt borð. Þrjár dyr lágu út úr anddyrinu. — Viljið þér gera svo vel að fá yður sæti augnablik, sagði unga stúlkan með greinilegum frönskum hreim. — Ég skal tilkynna frúnni komu yðar. Hún hvarf inn um einar dyr, en kom aftur eftir nokkrar mínútur og leiddi MacLean eftir einum stuttum gangi og opnaði dyrnar að herbergi búnu dýrustu húsgögnum, þar sem honum til mikillar undrunar fögur, dökkhærð kona um þrítugt stóð frammi fyrir spegli, sem náði frá gólfi til lofts. Hún var klædd leikhúsbúningi, sem fremur lagði áherzlu á en leyndi hinum tígulega vexti hennar. Hún leit ljómandi út og virtist reiðubúin til að dansa beint inn á sviðið. — Afsakið klæðnað minn, sagði hún á ágætri ensku. — Saumakonan var hérna í þessari andrá og vill strax fá að vita, hvort þetta er fullnægjandi. Hún verður nú að bíða dálítið. Samtal mitt við yður gengur fyrir öllu öðru. — Mér hefur skilizt, að frúin hafi fengið hótunarbréf, sagði MacLean og kom sér beint að efninu. — Það er varla hægt að kalla það því nafni, en bréfið er hér, þér getið sjálfir lesið það. Úr löngu mjóu umslagi tók hún eina pappírsörk og rétti lögreglufulltrúanum. Það var engin yfirskrift á bréfinu, og það var ritað með upphafsstöfum. „Haldið yður frá leikhúsinu í kvöld. Það hyggilegasta, sem þér getið gert, er að halda kyrru fyrir á gistihúsinu. Þetta er ráð frá þeim, sem vill yður vel.“ — Hvenær fenguð þér þetta bréf? spurði MacLean. — Það var með öðrum bréfum, þegar ég fékk morgun- kaffið upp, en það er ekki sent í pósti, það er ófrímerkt. — Má ég sjá umslagið? Utanáskriftin var: „Frú Lydia Lisjinski, íbúð nr. 2.“ Þetta var líka skrifað með upphafsstöfum. — Þér hafið frumsýningu í leikhúsinu í kvöld, ekki satt? — Jú, frumsýningu á „Svanavatninu“. 16 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.