Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 18

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 18
EFNI OG DRAUM URINN að gera yður óstyrka, svo að þér verðið ekki í fullu fjöri í kvöld. Á hinn bóginn held ég, að það sé ekki unnt að leiða það alveg hjá sér. — Lögreglan leggur sig auðvitað alla fram um að vernda yður í kvöld. Hvernig farið þér frá gistihúsinu til leikhússins? — Ég hef tekið á leigu bíl með bíl- stjóra, sem ég hef til umráða svo lengi sem ég er í Englandi. Klukkan 19.30 sækir vagninn okkur Terese — hún sér um að klæða mig, það var hún, sem tók á móti yður. Við ökum til baka strax eftir sýninguna. — Veit Terese ekki neitt um nafn- lausa bréfið? — Nei, ég hef ekki talað um það við neinn. — Þá skal ég sjá um, að hingað komi óeinkennisbúinn lögreglumaður og fylgi yður í bílnum í kvöld. Það verður mað- ur, sem þér getið fullkomlega treyst. Er það hugsanlegt, að þér getið útvegað mér sæti í leikhúsinu? Ég vildi gjarna vera á næstu grösum í því tilfelli, að eitthvað komi fyrir yður. Frúin var ekki alveg viss um, að hún gæti útvegað miða, en það tókst eftií símtali við leikhússtjórann. — Það verður sæti fyrir yður í lítilli stúku, sagði hún er hún lagði símann á. — Þér fáið nafnspjaldið mitt, og er þér sýnið það í miðasölunni, verður allt í lagi. Aftan á spjaldið skrifaði hún: „Stúka nr. 3 samkvæmt samtali við forstjórann. Lydia Lisjinski." MacLean þakkaði, og þegar hann kom aftur á skrifstofu sína hjá Scotland Yard, sagði hann við aðstoðar mann sinn, Brook yfirlögregluþjón: — Þér eruð uppteknir í kvöld. Þér eigið að vera lífvörður hins fræga gests okkar, ballettdansmærinnar frú Lisjin- ski. Þér akið með henni til leikhússins og fylgið henni heim að sýningu lok- inni. — Það hljómar sem einkar þægileg þjónusta, flissaði Brook. — Ég hef það enn þægilegra, því að ég ætla að njóta ballettsins úr sér- stakri stúku og alveg ókeypis. MacLean kom í tæka tíð til gistihúss- ins. Hann sá stóra Daimlerinn koma og sækjn frúna, Terese og Brook. Síðan var tími til að fá sér matarbita og bjór- 18 FÁLKiNN glas, áður en hann lét berast með straumnum inn í leikhúsið og var fylgt upp á frátekna stúkuna. Kvöldið byrjaði hátíðlega, MacLean elskaði bæði góða tónlist og ballett. Hann tók eftir, hvernig frúin leit snöggt til hans, um leið og hún gekk inn á sviðið undir öllum fagnaðarlátunum, en því næst gleymdi hún sér alveg í list sinni. Ekkert benti til, að hún væri óstyrk, og þegar tjaldið féll eftir fyrsta þátt, ætlaði lófatakinu aldrei að linna. MacLean hlakkaði til annars þáttar, en hléð varð óvenjulega langt, og því lauk svo, að sviðsetjarinn gekk fram og harmaði, að frú Lisjinski hefði orðið illt, svo að það sem eftir væri balletts- ins myndi staðgengill hennar dansa. Jafnframt spurði hann, hvort læknir væri meðal áhorfenda. Ef svo væri, vildi hann biðja hann að koma hið fyrsta til búningsklefa frúarinnar. Mað- ur nokkur reis þegar á fætur og varð við beiðninni. MacLean lögreglufulltrúi flýtti sér á eftir, en þegar lækninum hafði verið hleypt inn, var MacLean stöðvaður: — Ég get því miður ekki hleypt yður inn, sagði einkennisklæddi leikhússtarfs- maðurinn, sem var á verði. — Það neyðist þér til að gera, því að ég er frá Scotland Yard... Mac- Lean sýndi skilríki sín, og föl og óstyrk tók Terese á móti honum. Frúin lá á lágum legubekk klædd búningi sínum úr fyrsta þætti. Læknirinn laut yfir hana, þreifaði á púlsinum og hlustaði á hjartað. Því næst lyfti hann augna- lokum hennar. Hann reyndi líka að opna munninn, en kjálkarnir voru fast samanbitnir. — Þetta er alvarlegt, muldraði lækn- irinn. — Það gæti litið svo út, sem um eitrun væri að ræða. Sjúklingurinn verður að fara á sjúkrahús undir eins. Hvar er næsti sími? Vörðurinn við dyrnar fylgdi honum á skrifstofuna, og Terese gat ekki leynt örvæntingu sinni. — Heíur frúin neytt einhvers, eftir að hún kom af sviðinu? spurði Mac- Lean. — Já, mjólkurglas. Hún er alltaf vön, að drekka eitt mjólkurglas í bún- ingsherberginu eftir hvern þátt. — Svo að það eruð þér, sem hafið það tilbúið handa henni? — Það er rétt. — Drakk hún það strax, þegar hún kom inn í búningsherbergið? — Nei, ekki alveg samstundis, því að hér voru ýmsir, sem vildu heilsa upp á hana og slá henni gullhamra. — Ég geri ráð fyrir, að það sé þetta glas, sem hún hefur drukkið úr. .. MacLean tók tómt glas af snyrtiborð- inu og vafði það innan í grænt bréf af einum hinna mörgu blómvanda. Sam- tímis heyrðist djúpt andvarp frá með- vitundarlausri dansmærinni. MacLean gekk til hennar, og er læknirinn kom aftur hvíslaði hann að honum: Ég held, að frúin sé látin. Læknirinn var ekki lengi að færa sönnur á, að það væri rétt. Sjúkrabif- reiðin kom og hin látna var flutt á braut. Lögreglan gat ekki haft sig mikið frammi, meðan á sýningunni stóð, en MacLean gaf skipun um að enginn á sviðinu eða bak við þau mætti yfirgefa leikhúsið. Því næst gekk hann niður að inngangi starfsfólksins og fann Brook sitjandi í bíl frúarinnar ásamt bílstjóranum. — Ég hef mikla þörf fyrir yður, Brook, sagði hann. — Og þér getið farið, bílstjóri. Þér akið frú Lisjinski ekki heim í kvöld. Bílstjórinn virtist allundrandi, en sagði ekkert. Orðalaust setti hann stóra bílinn í gang og ók á braut. — Hvernig kemst hún nú aftur til gistihússins? spurði Brook. — Hún kemst aldrei aftur til gisti- hússins, því að hún var myrt í búnings- herbergi sínu skömmu eftir að tjaldið féll eftir fyrsta þátt. Fyrst um sinn þurfum við að ganga út skugga um, hverjir hafa verið í búningsherberginu á þessum stutta tíma. Við eigum ann- ríkt í nótt. Brook ... Lófatakið kvað við, þegar lögreglu- mennirnir tveir skunduðu eftir illa upp- lýstum ganginm milli búningsherbergj- anna. Á leiðinni mættu þeir sviðsmeist- aranum og sögðu honum, að hann skyldi sjá um, að allir — bæði leikarar og sviðsstarfsfólk — söfnuðust saman hið fyrsta á sviðinu. MacLean byrjaði á yfirheyrslunum og varð fljótlega ljóst, hversu erfitt yrði að afla þeirra upplýsinga, sem hann vildi. Margt fólk hafði verið hjá frú Lisjinski eftir fyrsta þátt. Svo fór, að Brook hafði lista yfir meira en þrjátíu manns. Efst á blaði var auðvitað að-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.