Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 20

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 20
Hin fræga söngkona Maria Callas hefur eignazt sína draumaíbúð. I meira en tvö ár hefur vinur hennar, hmn vellauðugi útgerðarmaður, Onassis, ferðazt um Frakkland til þess að finna hæfilega höll handa hinni skapríku listakonu. En nú er loks húsnæðisáhyggjum hans lok- ið. Hann hefur útvegað Mariu Callas gott húsnæði í Versölum Sól- konungsins. Eftir langar og strangar samningaviðræður hefur honum tekizt að útvega draumadrottningunni sinni Villa Trianon. Hugurinn leitar ósjálfrátt til nöfnu hennar, Mariu Antoinette og hennar Tria- non. Nú getur drottning söngsins notið náttúrunnar undir skuggsæl- um trjákrónum garðsins — alveg eins og hin raunverulega drotting gerði á sínum tíma. Villa Trianon er umlukt fallegum sex héktara garði og er auk þess eina einka- eigri í Versölum, sem er í beinu sam- bandi við höll Sólkonungsins. Onassis hefur keypt Villa Trianon. Það er ekki um það að ræða, að hann skorti fé. En eigandinn Paul Gouis Weiler neitar að selja. Aftur á móti hefur hann fallizt á að leigja Onassis með einu skilyrði: að allt fái að standa óbreytt, það er að segja eins og hin flugríka og sérvitra frú Medel innrétt- aði hin tuttugu herbergi villunnar. Bandaríkjakonan Elsie de Wolfe giftist Sir Charles Mendl. Hann útvegaði henni lady-titilinn, hún útvegaði höllina. Hún var sem töfruð af hinu gamla húsi og varði því, sem eftir var ævinnar í að gera við húsið og búa það fegurstu dýr- Baðherbergið er engan veginn hentugt. Glerveggur snýr að gar 20 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.