Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 23

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 23
fyœHir twatar eru ágætir í aldinmauk til vetrarforða, einnig sýrðir eða sætsúrir. Þá er líka hægt að nota í pickles. Tómatmauk. 1 kg grænir tómatar 2 sítrónur 1 dl vatn % kg sykur % tsk. rotvarnarefni. Tómatar og sítrónur þvegnar, saxað gegnum hakkavél. Soðið ásamt vatninu í 15 mínútur. Sykri bætt út í pottinn, soðið í 20 mínútur. Rotvarnarefninu hrært saman við. Hellt í heit, hrein glös. Bundið yfir glösin. Sæt-súrir tómatar. % kg grænir tómatar % 1 vatn % 1 edik 2 msk. salt 1 kg sykur Í4 1 edik 1 vanillustöng. Tómatarnir þvegnir. Stórir tómatar skornir í 2—4 hluta, í litla tómata er rist við legginn, en þeir hafðir heilir. Salti stráð á tómatana og þeir geymdir til næsta dags. Soðnir í 2—5 mínútur í edikslegi (3 hlutar vatn 1 hluti edik), teknir upp úr, kældir undir rennandi vatni. Edik, sykur og vanillustöng soðið saman, tómatarnir soðnir þar í 3—5 mínútur. Raðað í hrein, heit glös, leg- inum hellt yfir. Bundið strax yfir glös- in. Tómatar, sýrðir. 1 kg grænir tómatar Saltlögur: 2 1 vatn 200 g salt , 125 g smár laukur 2—4 piparhylki 2—4 Cayennapipar Edikslögur: 1 1 edik 400 g sykur Tómatarnir þurfa að vera jafnir og frekar smáir. Látnir augnablik ofan í sjóðandi vatn, settir í kalt vatn, hýðið tekið utan af þeim. Salti og köldu vatni hrært saman, tómatarnir látnir liggja þar í til næsta dags. Tómatarnir teknir upp úr og þerraðir vel. Laukurinn hreinsaður, skorinn í 4 hluta látinn í lögum í glas ásamt kryddi og tómöt- um. Edik og sykur soðið saman, hellt yfir tómatana. Eftir nokkra daga er edikinu hellt af, soðið upp á því, hellt yfir tómatana á ný, eftir að rotnunar- efni Vi. tsk. hefur verið hrært saman við það. Bundið yfir glösin. Sinnepspickles. 1 gúrka Framhald á bls. 32. i Pekkií kil öll hiH úmM eéni Hér er auðveld aðferð til að greina á milli hinna ýmsu efnisþráða. Dragið úr efnunum nokkra þræði 10—15 cm langa og berið eld að þeim. Horfið á hvað skeður og lyktið af reyknum. Cellulosaþræðir, bómull, hör og rayon brenna með skærum loga, askan er létt og laus og lyktar eins og brenndur pappír. Ull og silki og nokkrir eggjahvítu (protein) þræðir brenna ekki en mynda aðeins glóð. Lykta eins og brennt hár. Silkiaskan er eins og beinagrind af þræð- inum. Aceta og triacetat bráðna og mynda harðar kúlur, sem af er dálítið súr lykt. Polyatmidþráður bráðnar í kúlur, sem lykta eins og selleri. Polyesterþráður bráðnar í lyktarlausar kúlur Polyacrylþráður bráðnar í kúlur, sem hafa stingandi lykt. Ekki er hægt nð greina á milli bómullar og hörs við bruna, hins vegar er hörþráður alltaf mun ójafnari og yfirborð bómullarefnisins því sléttara en þess sem er úr hör. Greina má á milli bómullar og rayons með því að reyna þol þess fvrst þurrt síðan vott.. Styrkleiki rayons minnkar mikið sé það vott. FÁLKINN 23

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.