Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 30

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 30
... ,xi, heíði gefið mikið til þess að geta slegið rjúkandi pípuna úr munni hon- um. En herra Vorel sat bak við búðar- borðið og hreyfði sig hvergi. Búðin varð æ eyðilegri. Þegar liðnir voru fimm mánuðir fóru grunsamlegar mannverur að heimsækja herra Vorel. f hvert skipti hallaði herra Vorel aftur búðardyrunum, sem voru úr gleri. Ná- grannarnir voru sannfærðir um, að gjaldþrot stæði fyrir dyrum: Sá sem. saman á við Gyðinga að sælda. Næsta dag stóð -hópur manna fyrir utan lokaða búðina frá því klukkan níu um morguninn og frám á kvöld. Sagt var, að húseigandinn hafi, þegar hann gat hvergi fundið herra Vorel, látið brjóta upp dyrnar. Hafi þá skemill dottið út á götu, en uppi á krók hafi smásalinn óhamingjusami dinglað. Klukkan tíu kom nefnd manna og fór inn í búðina húsmegin. Þeir skáru sjálfsrhorðingjann niður og herra Un- miihl rannsóknarlögregluþjónn í Malá Strana aðstoðaði. Hann þreifaði á jakka hins látna og, tók úr vasanum pípu. Hann bar hana upp að ljósinu og sagði: ,,Jafn forkunnarvel tilreykta mers- kúmpípu hef ég aldrei séð.“ R’IIAEDKA Framh. af bls. 25. látur og hlustandi. Hann virtist kunn- uglegur, en ég kom honum ekki fyrir mig þá. Ég ruddist gegnum kvennaþröngina, en þær tóku ekki einu sinni eftir mér. Ma" inn þekkti mig strax og opnaði einar dyrnar til að hleypa mér í gegn. Ég þrýsti mér fram hjá honum og strax gaus upp reiði fyrir aftan mig, er kon- urnar ruddust fram hjá skrifstofumann- inum og ýttu h'urðunum upp og dreifð- ust í kyrrlátu, formlegu anadýrinu. Ég hljóp áfram og flaug upp stigann með hraða, sem olli kvalaverkjum í höfðinu. ’ egar ég kom að hinum áhrifa- miklu dyrum Thanosar, stanzaði ég til að kasta mæðinni og ~ því augnabliki voru konurnar búnar að umkringja mig aftur. Ég sneri mér vió og horfði á þær. Þær voru fölar og ógnandi, og augu þeirra horfðu í mig í taumlausri reiði eða örvæntingu, sem gerði þær livikrænar og óra . ^rulegar. Hvað vildu þær? f hvað vildu þær ná? Ég var hrædd við þær og með bakið enn að hurðinni, barði ég á hana hratt og frekjulega. Aftur vár höggum mínum svarað, en í þette m stöðvuðu sterkir handleggir áhlaupið. Ég smaug inn um leið og ritari Thanosar smaug út og byrjaði að tala til hinna. undarlega hóps í garðinum. ■ Augnablik gat ég ekki séð Thanos, hann var svo boginn yfir símanum á borðinu, næstum falinn ba við hið stóra skinslíkan, sem -stóð fyrir framan hann —. Svo heyrði ég rödd hans. Rödd hans var þaninn og hörð og ég vissi, að hnð vni-,1 áhvggjur rð baki hennar, 30 FÁLKiNN jafnvel þótt enginn annar gæti merkt það. „Það er engin heimild til rannsóknar utan Grikklands. Það sigldi undir grísk- um fána. Öll skipshöfnin var grísk .... Nei. NEI! Hvern andskotann varðar mig um blöðin?“ Ég stóð kyrr, hrædd við að grípa fram í fyrir honum. Ég vildi ná allri at- hýgli hans og Guð einn veit, hvað yrði sagt í ringulreið augnabliksins. IJr suniu efni — Framh. af bls. 19. íbúðin var tvö svefnherbergi, bað- herbergi og stofa, sem MacLean hafði áður komið í. Þar var ekki mikið að finna, sém tilheyrt hafði hinni látnu, en í svefnherberginu voru margar stór- ar féfðatöskur, fataskáþarnír voru full- ir af kjólum og öðrum fatnaði. Á nokkr- um löngum hillum voru skór og hattar. Hún hlýtur að hafa haft skítnóga péninga, var athugasemd Brobks. — Það borgar sig víst betur að vera í ballett en rannsóknarlögreglunni. — Það er dálitið, sem nefnist list- gáfá, og það verður að greiðast, sagði MacLean brosandi. — Frúin var eitt frægasta nafnið í ballettheiminum. Kerfisbundin rannsókn bar ekki mikinn árangur. Frú Lisjinski hafði fengið haug af pósti á ferðalögum sín- um, en mest var það þakkarbréf frá hrifnum aðdáendum. Alger einkabréf, sem fjölluðu eitthvað um einkalíf hinn- ar frægu listakonu, voru ekki til. Það athyglisverðasta fann MacLean á skúffubotni innan um myndir. Það var andlitsmynd af litlu barni. Neðst á myndina var skrifað: „Mín elskaða 01ga.“ Þetta hlaut að hafa sérstakt til- finningágildi, úr því að frúin hafði tek- ið það með sér í ferðina. — Ef til vill er það dóttir hennar, sagði MacLean. — Viljið þér biðja Terese að koma hingað inn, Brook? Yfirlögregluþjónninn sótti hana, og þegar MacLean rétti henni myndina, rann tár niður kinn hennar. — Olga var ættleidd dóttir frúarinn- ar, sagði hún. — Frúin sá ekki sólina fyrir henni. en sú litla dó, þegar móðir hennar var á ferðalagi, það er eitt ár síðan um þessar mundir. — Hve lengi hafið þér verið hjá frú Lisjinski? — Síðastliðin fimm ár. — Og þér hafið auðvitað fylgt henni á ferðum hennar? — Já, ég hef verið tengd leikhúsum alla ævi. Skömmu eftir að maðurinn minn dó í New York. frétti ég af til- viljun, að frúna vantaði aðstoðarstúlku. Ég skrifaði henni og var ráðin. — Vitið þér, hver getur hagnazt fjár- hagslega á dauða frú Lisjinski? — Að ég bezt veit á hún aðeins skyldfólk í Rússlandi... og það er kannski látið núna .. . Skömmu síðar fann MacLean dálítið, sem sannarlega vakti athygli hans. Það var blað, sem hafði verið rifið úr minnisbók, og á voru letruð nokkur símanúmer og heimilisföng. Rithöndin var ekki hinnar látnu ballettdansmeyj- ar, og þegar hann hélt örkinni upp að ljósinu, sá hann, að vatnsmerkið var þrjár krónur. — Þrjár krónur! tautaði hann og tók um ennið. — Hvar hef ég séð þetta vatnsmerki áður? Bíðum nú andartak. Hann dró upp veskið og tók upp nafnlausa bréfið, sem hafði komið frá Lisjinski til að leita verndar lögregl- unnar. — Hér höfum við alveg sama vatns- merki. . . Hann hélt báðum örkunum samtímis upp að ljósinu, svo að Brook gæti séð þær. — Nú fer þetta að leysast. Bréfið hlýtur að vera skrifað af einhverjum hérna á gistihúsinu. Á listanum yfir símanúmerin og heimilisföngin stend- ur lika, hvenær ég átti að koma í gær. Sjáið hér. ,,Brown kl . .“ Mér er nær að halda, að Terese hafi skrifað minnis- blaðið. Brook glennti agndofa upp augun, siðan kinkaði hann kolli. Næsta skref verður auðvitað að vera rannsókn á herbergi Terese, en hún yrði að fara fram, án þess að hún vissi neitt um það. MacLean kallaði hana inn í dagstof- una og gaf sér góðan tíma til að spyrja hana í þaula um fortíð frúarinnar og þau hlutverk, sem hún hefði dansað. Á meðan leitaði Brook vandlega í her- bergi hennar. Hann kom aftur með skrifblokk, og lagði hana á borðið milli lögreglufulltrúans og Terese, sem hélt sér báðum höndum í stólinn, þegar MacLean reif blaðið úr blokkinni og hélt því upp að ljósinu. Það var með vatnsmerkinu þrjár krónur. Síðan breiddi hann nafnlausa aðvörunarbréfið út fyrir framan Terese: — Hafið þér séð þetta bréf áður? — Nei.. . nei, það hef ég ekki séð, stamaði hún. — Nú skuluð þér haga yður skyn- samlega og segja sannleikann, Terese . .. MacLean talaði í ströngum tón. — Bréf- ið er skrifað á örk úr þessari blokk, sem við höfum fundið í herbergi yðar. Og ég hef hérna aðra örk úr blokkinni með ýmsum athugasemdum. Það er yðar rithönd. Því þorið þér áreiðanlega ekki að neita. Taugar Terese gátu ekki þolað meira. Hún kinkaði kolli til samþykkis, en lét síðan hugfallast og grét örvæntingar- gráti. MacLean gaf henni tíma til að jafna sig dálitið eftir áfallið, áður en hann lét frekar til skarar skríða: — Ég þykist sannfærður um, að það séuð þér, sem hafið skrifað þetta nafn- lausa aðvörunarbréf til frú Lisjinski. Þér hafið sem sagt vitað, að líf hennar var í hættu. Hún lézt af því að hún drakk eitraða mjólk — og þér höfðuð helt mjólkinni í glasið fyrir hana. Hafið þér ekki sjálfar myrt frú Lisjinski, þá vitið þér að minnsta kosti, hver morð- inginn er... Hver er hann eða hún?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.