Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 32

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 32
Ur sama efni — Framh. al bls. 3L hefði verið að hún yrði minnt á látna barnið. — Ég get líka gert ráð fyrir,, að þér hafið talað við bróður yðar í gær, sagði MacLean. — Það gerði ég. Undir lok fyrsta þáttar ballettsins fór ég út úr búnings- herberginu og stóð nokkrar mínútur á milli tjaldanna og horfði á frúna dansa. Rétt í því að tjaldið var að falla, hrað- aði ég mér til baka og rakst á Paul á ganginum. Ég hélt að hann væri kom- inn til að gera upþsteyt og sagði hon- um, að ef hann færi ekki þegar í stað, myndi ég kalla á hjálp og sjá um, að honum yrði fylgt út úr leikhúsinu. Hann skammaði mig fyrir hitt og þetta, en hann hypjaði sig í burtu. — Meðan þessu fór fram stóð mjólk- in í glasinu á snyrtiborðinu í búnings- herbergi frúarinnar? — Já, ég hafði gengið frá því, áður en ég fór niður að sviðinu. — Og yður kom ekki til hugar, að SffODfl smntnnA ER KJORINN BÍLLFYRIR ÍSIENZKA VEGl'. RYÐVARINN. RAMMBYGGÐUR, AFLMIKILL OG Ó D Ý B A R I TÉHHNE5KA BIFREIÐAUMBOÐIÐ V0NAR5TRÆT1 12. SÍMI 37*81 FramJeitt einungis úr úrvals glerL — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIDJAIM H.f Skúlagötu 57. - Simi 23 200. bróðir yðar gæti hafa gert neitt við það? — Ég ímyndaði mér að hann væri á leiðinni til búningsherbergis frúar- innar, þegar ég stöðvaði hann, ég hélt ekki, að hann hefði verið þar inni. Skömmu síðar var fjöldi fólks saman kominn í herberginu til að heilsa upp á frúna og færa henni blóm. Þannig hefur það verið alls staðar, þar sem hún hefur dansað. Ég hugsaði ekki meira um Paul, og jafnvel nú get ég ekki fengið mig til að trúa því, að hann .. að það sé hann, sem hefur framið þetta hryllilega ... Mac Lean hafði heyrt nóg. Þeir Brook óku þegar til Searle Street. Veit- ingakonan sagði, að herra Lavier væri í herbergi'sínu. Síðustu kvöldin hefði hann komið heim undir miklum áhrif- um ... „áfengis eða einhvers annars,“ hann hefði nánast verið rænulaus, og nú ætlaði hún að krefjast þess, að hann flytti þegar í stað, því að þess konar fólk gæti hún ekki haft í sínum hús- um. Hún hefði margsinnis barið að dyrum hjá honum, en hann ekki svarað, og dyrnar verið læstar. Mac Lean og Brook brutu upp dyrn- ar. Lavier lá á rúminu í öllum fötum og á borðinu stóð glas og lítið blátt glas, sem hafði innihaldið mjög sterkt eitur. Lavier hafði verið dauður í marga klukkutíma. Á gólfinu fundu þeir pappirsmiða, sem á voru krotuð nokkur næstum ólæsileg orð. — Hvað stendur þarna? spurði Brook. — Að svo miklu leyti, sem ég get greint það, stendur þarna: „Við vorum úr sama efni og draumurinn." Hann var ef til vill ekki jafnvitlaus og systir hans vildi láta okkur halda. K ven|ijóAin Framhald af bls. 22. Ermar: Fitjið 60 1. á prjón nr. 3 og prjónið 7 cm brugðningu. sett á prjón nr. 31/z, aukið út beggja vegna um 1 1. á 1% cm millibili 12 sinnum (84 1. á). Þegar síddin er 31 cm er tekið úr fyrir raglan eins og á bakinu. 6 seinustu 1. felldar af í einu. Kraginn: Fitjið upp 181 1. á prj. nr. 3 og prjónið brugðningu (1 sl., 1 br.). Þegar komnir eru 12 cm eru felldar af 63 miðlykkjurnar og hvor hliðin prjónuð fyrir sig. Fellt af í byrjun umf. frá miðju 11 1. og 4X12 1. Frágangur: Allt það sléttprjónaða pressað á röngunni og peysan saumuð saman. Kraginn festur á hálsmálið, varpað kringum hnappagötin. Hnapp- arnir saumaðir á vinstri boðang. Horn og hálfmánar Smjörlíkinu dreift yfir og deigið brotið í 3 hluta á hvorri hlið. Flatt tvisvar út, brotið vel saman á milli. Skiptið deiginu í tvennt. Fletjið ann- an helminginn út og stingið út kringl- óttar kökur, sem á er stráð kanelsykri. Brotnar saman, brúnunum þrýst vel saman. Látnar lyfta sér 10—15 mínútur á smurðri plötu. Smurðar með eggi, birkis stráð yfir. Fletjið afganginn út í stóra, kringl- ótta köku, sem skorin er í 10 þríhyrn- inga. Setjið 1 tsk. af eplamauki á hvert horn og vefjið því saman. Látið lyfta sér 10—15 mínútur á smurðri plötu, smurt með eggi, perlusykri stráð yfir. Bakað við 225° í 10—15 mínútur. Grænir tómatar 6 grænir tómatar 1 blómkálshöfuð 4 gulrætur. Sinnepssósan: 1 1 edik 50 g hveiti 400 g sykur 1 msk. gult sinnep Vz msk. karrý y2 msk. paprika 1 msk. salt V2 tsk. rotnunarefni. Grænmetið hreinsað og skorið í jafna bita. Soðið 1—2 mínútur, Látið síga vel af því. Hveitið hrært út með hluta af edik- inu, suðunni hleypt upp á afgangnum, jafningnum hrært saman við. Soðið í 5 mínútur (þetta brennur auðveldlega við), kryddi og sykri hrært saman við. Grænmetið látið út í sósuna, allt hitað að suðu. Kryddað meira ef vill. Rotnunarefninu hrært saman við. Hellt á glös, bundið strax yfir. (■Iiiggi aA götuiini Framhald af bls. 28. James kom þjótandi inn. — Þú kemur of seint, sagði hann. Og þú lítur illa út. Hvers vegna líturðu svona illa út? Geturðu ekki fengið þér heimapermanet eða hvað það nú er, sem aðrar konur gera við hár sitt. Jú, þú veizt óperusöngkonan, sem býð- ur tvö hundruð vinu sínum til hádegis- verðar — hlauptu niður og líttu eftir því, að enginn setji cyankalium í ávaxta- safann hennar, viltu gjöra svo vel. Heyrirðu hvað ég er að segja? — Já, James. En það er nokkuð, sem ég verð að biðja þig um. Ég vildi gjarna fá frí síðdegis, kæri James, því ég ætla að flytja. — Hvað meinar þú með að flytja. Þú átt gott og indælt heimili, er ekki satt? — Jú, jú. — Hvers vegna viltu þá flytja. Hvers vegna býrðu ekki heima hjá þér? — Ég ætla að reyna að bjarga mér á eigin spýtur. — Vertu hjá föður þínum og vertu ekki heimsk. — Ég verð að flytja, James Ég hef raunverulega þegar gert það. — Hvenær þá? 32 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.