Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 36

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 36
 • Framh. af bls. 33. höndum, það er fallegt teppi, það er ekkert að því. Ég get ekki leyft, að þér berið mikið drasl inn í húsið. Ef þér eruð ekki ánægðar með herbergið eins Og það er, þá getið þér látið vera að búa hér. Hún horfði á mig bálreið. Ég hefði gjarna viljað gera uppsteyt, en minntist kvikmyndanna og ákvað að spara púðrið. Ég sagði blíðlega: — Það er bara til að mér líði betur. Teppi systur yðar er ágætt, mig langar bara til að hafa eitthvað í viðbót. Ég tók eins mikið og ég gat í fangið og fór að ganga upp stigann. Á fyrsta stigapallinum mætti ég Toby, sem brosti breitt. Hann hafði eftir öllu að dæma heyrt samtalið. Hann losaði mig við byrðina, og þegar við vorum komin úr kallfæri, hvíslaði hann: — Hún rífst alltaf í nýjum leigjendum bara til að sýna vald sitt. Hjá mér var það ritvélin. Hjá John var það gítarinn. Hvers vegna stunguð þér ekki upp í hana. Verið ekki hræddar, hún fleygir yður ekki á dyr, hún er hræðilega snobbuð — henni líkar vel við leigj- endur með góðan framburð, henni finnst þeir setja svip á húsið. Ég hef rannsak- að sál Doris vandlega, það er léttara að þola hana, ef maður veit hvað býr í heila hennar. — Þá vilduð þér ef til vill fara niður og sækja afganginn af eigum mínum, sagði ég. — Allt í lagi, sagði hann greiðvikinn. — Eins og ég sagði eru allar afsak- anir til að sleppa frá vinnunni velkomn- ar. Hann þaut niður stigann. Ég barði að dyrum hjá John. Hann opnaði strax. — Daginn, hvernig líður yður? — Þakka fyrir, miklu betur. Er ég að trufla? — Nei. Ég heyrði að þér voruð að koma og beið eftir að þér bönkuðuð upp á. Bíðið nú skal ég sækja sápu og veiða lýsnar. Hann kom aftur með sápu. — Ég dýfi henni öðrum megin í vatn, svo að hún verði mjúk og klístruð, skiljið þér. Hann tók við lyklinum mínum, opn- aði hurðina og læddist á tám inn í herbergið. — Allt í lagi, hvíslaði hann. — Þegar ég gef merki, megið þér kveikja ljós. Ég heyrði Toby koma upp stigann og ussaði á hann. John læddist að rúminu með sápuna í hendinni. Núna, skipaði hann. Ég kveikti ljós og á sama augnabliki reif hann teppin frá og gerði leiftur- snögga árás með sápunni. John skoð- aði neðrihluta sápunnar. Svo sýndi hann okkur hana. Þar voru fjögur lítil lík. John réð sér ekki fyrir gleði. — Við náðum þeim. Við náðum þeim. Farðu nú með þetta til Doris. — Hvað segir hún, spurði ég. — Það kemur ekki málinu við, svar- aði hann. — Það veltur á öllu, hvað hún gerir. Ég brenndi dýnuna mína í garðinum, dag nokkurn, þegar hún var ekki heima. Hún sagði ekki orð um það. Ég tók sápuna og fór niður. Pilt- arnir héldu sig virðulega í hæfilegri fjarlægð. Ég barði á fyrstu hurðina, sem ég sá. Ég heyrði raddir þar að innan og fóta- tak. Hurðin var opnuð og hluti af Doris kom í Ijós. — Hvað nú, sagði hún hvasst. — Ég vildi gjarna tala við yður. — Um hvað? — Veggjalýs, sagði ég greinilega. Mér fannst ég heyra niðurbældan hlátur frá stigapallinum. Hurðin var opnuð og Doris kom öll í Ijós. Yfir öxl hennar gat ég greint aðra konu, sem sat við ofninn. Það var augljóst að það var annað hvort Jane eða Sonja. Doris kom strax út og lok- aði hurðinni á eftir sér. — Hvað — sögðuð -— þér? sagði hún hægt og innilega. — Ég gat ekki hallað mér í gærkvöldi vegna þess, að það eru veggjalýs í dýnunni. Augnablik lét svo út sem Doris ætlaði að sleppa sér. Framhald á bls. 38. Stcpiknð heldur munni yðar hreinum Rauöu rákirnar í Signal tannkreminu innihalda Hexachlorophene, sem hreinsar tennur yöar og heldur munni yðar hreinum. En Signal gerir meira en aö halda tönnum yðar mjallahvítum, það ver yöur einnig andremmu. 36 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.