Fálkinn


Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 38

Fálkinn - 11.09.1963, Blaðsíða 38
KVIKMYNDIR Framh. af bls. 31,__________ — Ég held ekki, að áhorfendur langi til að sjá slíkt. — Hvað heita nýjustu myndir yðar? — Ég hef komið fram í „The Trial“ (Málaferlin) og í Fimm mílur til mið- nættis.“ — í þeirri síðarnefndu leikið þér á móti Sophiu Loren? — Já, og það er í þeirri mynd, sem hún gefur mér einn á hann. Hún slær fast, megið þér trúa. Við höfum nefni- lega leikið saman í mynd áður og þá var það ég, sem átti að slá hana. Nú fékk hún hefnd og hún hafði hlakkað til þess lengi. — Það er sagt, að þér séuð fæddir í leikhúsheiminum? — Já, það er líka rétt, því að faðir minn var hinn þekkti bandaríski leikari Osgood Perkins. Fólk heldur, að ég hafi erft mikið fé eftir hann, en það er ekki rétt. Pabbi dó of snemma og án líftrygg- Fálkinn flýgur út ingar. svo að bæði ég og móðir mín urðum að vinna mikið til að sjá fyrir okkur. — Er móðir yðar á lífi? — Já, við búum saman og hjálpum hvort öðru eítir beztu getu. — Hvers vegna eruð þér með svona mikið hár? — Af því að rakarinn minn er í mánaðar leyfi, og ég vil ekki láta aðra klippa mig. Gluggi að götiinni Framhald af bls. 36. — Þetta er sú svivirðilegasta lýgi, sem ég hef heyrt. — Og þetta er svívirðilegt hús. Það get ég sannað. — Ég vil ekki sjá sönnunargagn yðar, æpti hún. — Hvernig vogið þér yður ... — Alla vega eru skriðkvikindi í dýn- unni og ég vil fá nýja. — Ef yður líkar ekki hér, þá getið þér flutt, — því fyrr því betra. — Já, sagði ég fúslega. En ég stöðva auðvitað tékkinn snemma á morgun. Ég hafði borgað eins mánaðar leigu fyrir fram. — Hvað meinið þér með því að stöðva tékkinn? — Ég á við, að ég hringi í bankann og segi þeim að borga yður ekki út beningana. Þótt ekki væri gengið frá neinu fannst mér þetta góð lokasetning, Ég sneri mér við og fór að ganga upp stig- ann og vonaði að hún kallaði á mig. En það gerði hún ekki. Þegar ég var kominn upp einn stiga, var gripið báðum megin í mig og ég borin upp tvo stiga í viðbót i örugga fjarlægð frá Doris. — Hvað verður úr þessu? — Ég veit það ekki. — Ætlið þér að flytja? — Það lítur út fyrir það. Þeir litu skélfdir hvor á annan. — Þetta er okkur að kenna, stundi Toby. — Við neyddum yður til að géta það. — Komið núna, sagði ég, — það er bezt að þið hjálpið mér að bera niður dótið. Við gengum í lest upp á efstu hæð. — Ef það væri bara nokkuð, sem við gætum gert, sagði Toby lágt. — Er auðvelt fyrir hana að fá nýja leigjendur hingað, spurði ég. Minnsta kosti mjög erfitt að finna fólk, sem hagar sér sómasamlega. Æ, ég skil hvað þér meinið. Ég þagði. — Við getum reynt, sagði hann. John leit á okkur til skiptis. — Reynt hvað? — Jane heldur að hótum við tveir að segja upp einnig muni hún láta sig. John sagði. Framh. í næsta blaði. Gaö blessl belnln þin. J5s ætla blöja þig aö líta ettir Hanztveigu á \\moöaa 38 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.