Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 6

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 6
MYNDAMÚTUM IS \ Vönduð vinna Fljót afgreiðsla I':* PREr^TMYNDAGERÐIN MYNDAMÓT H.F. MORGUNBLAÐSHÚSINU - SÍMI 17152 UNDIRFÖT OR NYLON OG PRJONASILKI CERES, REYKJAVlK Er mótfallinn kaktusum. Virðulega Pósthólf. Ég hef alla tíð verið lítið fyrir náttúrufræði gefinn og satt að segja er þekking mín í þeirri grein ansi takmörkuð. Þrátt fyrir þetta hefur mér til þessa dags liðið vel og ég kom- izt sæmilega áfram og ég hef ekki í hyggju að breyta neitt til. Þá vil ég ennfremur taka það fram, úr því að ég er far- inn að skrifa þetta bréf, að mér leiðist heldur þeir menn sem stöðugt sækja umtalsefni í jurta- eða dýraríkið. Og ég hef beinlínis gert í því að snið- ganga þá. En þetta var nú út- úrdúr. Mér hefur til þessa dags skil- izt, en það getur að sjálfsögðu verið vitleysa, að kaktusar vaxi helzt þar sem jarðvegur er þurr og aðrar jurtir' láta ekki sjá sig. Mér hefur lengi fund- izt þetta sniðugt hjá kaktus- inum. Þarna er hann í friði og getur gert það sem hann langar til. Kaktusinn er því að mínu viti sérstæð og skemmtileg líf- vera sem aðrir gætu tekið sér til fyrirmyndar. En það var svo sem auðvitað að kaktusinn fengi ekki að vera þarna í friði fyrir fólki sem endilega þurfti að æða út í eyðimörkina, slíta hann þar upp með rótum og bera í hús sín. Persónulega er ég mót- fallinn öllum slíkum aðgerðum því mér finnst að hver eigi að vera þar í friði sem hann er kominn og aðrir þurfa ekki að vera með afskiptasemi. Sérstak- lega finnst mér þetta eiga við um kaktusinn. Hann er nefni- lega að mínu viti heldur leiðin- legur í stofum svo ekki sé meira sagt. Ég hef bitra reynslu í þessum efnum. Um daginn kom ég í hús og mér var að sjálfsögðu boðið til stofu og þar henti mig mjög leiðinlegt slys. í þessari stofu voru m. a. fimm eða sex kaktusar og ég þurfti endilega að setjast á einn þeirra. Það var bæði sárt og svo reif ég fötin og það var nú kannski öllu verra, en verst var þó hvernig húsráðendur tóku þessu því kaktusinn brotn- aði. Hjá þessu leiðinda atviki hefði verið hægt að komast ef kaktusum almennt hefði verið leyft að vaxa þar áfram sem náttúran gerir ráð fyrir. Ég geri það því að kröfu minni að kaktusar verði ekki hafðir í þeim stofum sem ég kem í og eins hitt að ef þeir eru þar þrátt fyrir allt þá verði varað við þeim með áberandi spjöld- um. Svo þakka ég ykkur kærlega fyrir ef þið birtið þetta bréf og óska ykkur alls góðs en hvortveggja fellur niður birt- ist bréfið ekki. Kaktus. Svar: Þetta er í mesta máta undar- legt bréf hr. Kaktus og margt sem þarfnast útskýringa. Þú hlýt- ur aö hafa veriö heldur „illa fyrir kallaöur“ úr því aö þú sást ekki kaktusinn áöur en þú settist. Svo skalt þú bara eftir leiöis kynna þér livort kaktusar eru á þeim heimilum sem þú leggur leiö þína á. Reiður maður skrifar bréf um knattspyrnu. Vikublaðið Fálkinn, Reykjavík. Það er mikið búið að skrifa og skrafa um framistöðu „okk- ar„ manna gegn Dönum nú í sumar. Yfirleitt hefur mér fundizt að menn kæmust að einni niðurstöðu og þá þeirri að svonalagað væri ekki hægt. Samt var nú landinn sendur út og keppti í Noregi við góðan orðstír. Um daginn var hér á ferðinni landslið brezkra áhuga- manna í knattspyrnu. Við stilltum upp okkar beztu mönn- um og allir vita árangurinn. Ég spyr hver er tilgangurinn með þessu? Að mínu viti er þetta tóm vitleysa sem á að taka fyrir. Helztu rök manna fyrir svona keppnum sé að við eigum að vera með og að strák- arnir okkar læri af þessu. Mætti þá varpa fram þeirri spurningu hvað þeir hafa lært á landsleikjum undanfarandi ára. Og svarið hlýtur að verða stærra tap en nokkru sinni fyrr á heimavelli. Mér finnst nú málið komið á það stig að rétt sé að taka í taumana. Þetta er tóm vitleysa sem taka verð- ur fyrir. Það er stundum talað um að fjárskortur standi íþróttunum fyrir þrifum. Vel má það vera en er þá ekki rétt að noía þá peninga sem til falla betur en gert hefur verið hingað til. Eina íþróttagreinin, sem við leggjum stund á og sem við erum sambærilegir við aðrar þjóðir er handknattleikurinn. Ég geri það því að tillögu minni að við leggjum aðaláherzluna á handknattleikinn gagnvait 6 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.