Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 10

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 10
ásamt Pétri Björnssyni vélstjóra á Sigurpáli og um Ieið eru stúlkurnar að koma, klæða sig í vaxpils og gúmmívettlinga og þegar fyrsta síldin hefur verið hífð í land fér færibandið af stað og söltunin er hafin. Þegar stúlkurnar á Haföldunni höfðu saltað í tuttugu þúsund tunnur efndi Sveinn Benediktsson til happdrættis og gaf til verðlauna. Sjöfn Ingólfs- dóttir frá Ólafsvík 17 ára varð hlutskörpust og hlaut auk verðlaunanna hefðar- heitið Síldardrottning og vissulega bar hún nafnið með rentu, þar sem hún kepptist við að salta. Við hlið Sjafnar var Ásrún Zophaniasardóttir ættuð ofan af Héraði, sú fljótasta á söltuninni, þrátt fyrir að neðstu lögin eru erfiðust, sögðu stúlk- urnar, sýndust margar síldar á lofti í einu þegar Ásrún lagði niður. Færibandið flytur síldina án afláts upp á planið. Það er einstaka kol- munni í síldinni, sem er feit og falleg og nokkrir ufsar og ein grásleppa, sem hefur verið svo óheppin að vera að þvælast fyrir Eggert og mönnum hans þegar þeir köstuðu nótinni. Það er komið fram á morgun og síldarradíóið í sláturhúsinu kallar út og svarar í sífellu. Einstaka síldarbátur heyrir ekki skilaboð en annar kemur inn í og ber á milli. Loftið er þrungið spennu. Síldarskipin gefa upplýsingar um hve mikla veiði þau hafi og hvar hún hafi fengizt og allt þetta er skráð niður jafnóðum. Mörg skip eru á leiðinni inn en það er tíu tíma stím frá miðunum. Fyrir hádegi er farið að salta á öllum stöðvunum, sem nú teygja sig æ lengra út með firðinum og það er asi á fólkinu þegar það kemur í matinn; margir bílfarmar vinnuklædds fólks, sem hraðar sér úr bílunum í matstofurnar og aftur á vinnustað. í dag er Seyðisfjörður nokkurs konar Klondike, þar sem gullæðið hefur sett allt á annan endann, og þar sem fyrir nokkrum árum ríkti friður og ró, er nú ys og þys, hraði og hávaði. En þegar bærinn er kvaddur birtist allt í éinu spegilmynd, andstaða hraðans og hávaðans: Spegilmynd kirkjunnar í ósnum og lítill bátur bundinn við bakkann. Falleg mynd og heillandi og minnir á það sem blífur. S. Sv. Þarna eru „tveir stórir“ úr síldinni. Til vinstri er Eggert Gíslason á Sigurpáli, og til hægri Sveinn Benediktsson. Hilmar Björgvinsson bíður á bryggj- unni. Síld á Seyðisfirði sýnilega að leggja að landi hinum megin f jarðarins og við fréttum að hann sé á leiðinni til Haföldunnar. Söltun er enn þá ekki hafin í dag hjá Haföldunni en fólkið er að tínast að og Hilmar Björgvinsson stendur í fullum herklæðum á bryggjunni, til- búinn að taka á móti ásamt mönnum sínum. Eggert Gíslason, aflakóngur er í stýrishússglugganum og gárar frá skip- inu falla upp í fjöruna með jöfnu milli- bili meðan skipið kemur að bryggju- hausnum. Stórsíldarsaltandinn, Sveinn Bene- diktsson kemur niður bryggjuna og leið- ir litla ljóshærða stúlku við hönd. Lítil hönd í stórri hendi og hún hverfur til Sveins full trúnaðartrausts þegar hún er ávörpuð' á erlendu tungumáli. Hún er sex ára, dóttir Ólínu Þorleifsdóttur og Björgvins Jónssonar. Hafaldan er sú síldarstöð sem flestar tunnur hefur saltað í sumar, þegar er hér komið eitthvað yfir tuttugu og tvö þúsund. Eggert á Sigurpáli kemur upp á bryggj- una og segir við Svein: „Hvað andskoti ertu fínn í dag.“ „Nú, ég hef nú ekki séð þig í jakka fyrr í sumar,“ svarar Sveinn. Þeir ganga upp bryggjuna 10 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.