Fálkinn


Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 13

Fálkinn - 09.10.1963, Blaðsíða 13
stúdentar veittu andlegum áhrifum heim til íslands og ruddu þannig braut marg- víslegum nýjungum á sviði menningar- mála. Dalabúar hafa löngum verið miklir ein- staklingshyggjumenn. Þeir vildu t. d. ekki byggja sér bæi öðruvísi en alllangt frá öðrum bæjum. Þessi stefna var gerólík því, sem gerðist meðal Dana, þar sem sveita- bæirnir voru allir í smáþorpum og bænd- urnir ákváðu að gera margt í sameiningu, líkt og Skaftfellingar hér á landi. Hin mika einangrun sveitafóksins í Döl- unum hefur eðlilega skapað mikla þörf fyrir mannamót og aðalmannamót liðinna alda voru guðsþjónusturnar á helgum og hátíðum. Til kirkju fóru allir, og þá skar það úr um efni og ástæður hversu fínu ökutæki menn óku í og þó einkum hversu fallegir og vel aldir hestarnir voru. Það er enn þann dag í dag liður í mestu hátíðum að aka sleða með klingjandi bjöllum yfir fönnum þakið land á jólanótt. Bjöllurnar máttu ekki vera hljómsterkari en svo að þær villtu ekki heimildir á eiganda þeirra. Kotbóndi í htlum og slitnum sleða mátti ekki hafa hljómmiklar bjöllur,, þau for- réttindi höfðu auðugir góðbændur. Meðan alþýðumenntun var lítil hafði kirkjan feikna áhrif og völd meðal fólksins. Prestarnir gátu dæmt fólk í alls konar viðurlög ef þeim líkuðu ekki gerðir þess, og ef svo bar undir meinað því kirkjugöngu, en það var mikil smán að standa utan kirkjudyra á helgum dögum og flest til vinnandi að losa sig undan slíkum áfellisdómi. Þetta fólk átti ekki gamlar og glæsilegar söguhetjur eins og íslendingar áttu í sögunum. Þegar íslenzkir bændur lásu við koluna á kvöldin kafla í Landnámsbók eða Njálu, lásu Dalabændur kafla úr biblíunni, ef þeir annars kunnu að lesa. En þótt mörgum yrði tilvist kirkjunnar sízt til sálubóta voru aðrir, sem fundu sitt hvað, sem þeim líkaði í guðsspjöllunum og Gamla testamentinu. Ýmsir framámenn biblíunnar urðu seinna eins konar heimilisvinir Dalabúa og málararnir gerðu þessa afstöðu fólksins til spámannanna og annarra foringja gyðinga sígilda með því að klæða þá í sænska þjóðbúninga og mála þá á veggi, húsgögn og jafnvel búsáhöld á sveitabæjum. Hinir litaglöðu málarar gerðu kunningja sína úr biblíunni litríka með Þessi mynd af Jósef í Egiptalandi er máluð árið 1842. Þessi mynd heitir Jesús nálægt 1826. og dóttir hundraðshöfðingjans. Hún er talin máluð afbrigðum. Blá vötn, grænir skógar og rauður málmur var allt velþekkt í Dölunum. Hvers vegna ekki að nota þessa liti til þess að skreyta hýbýli manna? Veturinn var að minnsta kosti nógu lang- ur og kaldur þótt eitthvað væri gert til þess að hressa upp á þá, sem urðu að þreyja Þorrann og Góuna. Á síðari hluta átjándu aldar og fyrri hluta þeirrar nítjándu var vegur Dalamálverkanna einna mest- ur. Listrænir menn fóru þá bæ frá bæ og skreyttu bóndabæina með alls konar atburðamyndum úr biblíunni. Er með afbrigðum skemmtilegt að at- huga hvernig þessir listelsku menn, sem lítið þekktu annað en Dalina sína felldu guðsmennina inn í það umhverfi, sem þeim var hugþekkast. Virðulegir spámenn voru klæddir eins og góð- bændur í kirkjuför og þeim léðir beztu Dalahest- ar, sem völ var á til ferðarinnar. Aðeins ein sögu- hetja biblíunnar klæddist aldrei þjóðbúningum, það var Kristur sjálfur. Málurunum hefur senni- lega fundizt hann of heilagur til að klæðast eins og Svíi. Af myndunum, sem fylgja þessari greln eru hestar á 3. Þeir, sem leggja leið sína upp í Dali og eru svo heppnir að kynnast Dalamálverkunum af eigin raun munu sjá að Himnaför Elíasar spá- manns hefur verið málurunum sérstaklega hug- þekk. Má vera að Dalabændur hafi í Elíasi séð frækinn foringja, sem þeysti um fjöll og dali hér- aðsins, óttalaus og öruggur, unz hann að lokum, lagði leið sína til æðri bústaða. Slík ævilok myndu hafa verið mörgum gildum bónda í Dölum að skapi þegar hann var orðinn þreyttur á að sýna veg sinn og veldi á jarðneskum reiðskjótum á leið til og frá sóknarkirkjunni á helgum. Þegar ég ferðaðist um Dali fyrir tveimur árum kom ég á vinnustofu til málara, sem málar Dala- málverk í gömlum stíl. Hann var einmitt að mála Himnaför Elíasar. Málari þessi var dálítið vín- hneigður og kvaðst hann oft sjá Elías í anda þegar vínið færi að svífa mátulega mikið á hann. Hins vegar brygði frekar fyrir myndum úr neðri staðn- um þegar ölvunin kæmist á hærra stig og einkum blönduðust þær stundum óþægilega saman við timburmennina. Auk mynda úr Biblíunni máluðu Dalamálarar Framhald á bls. 40. FÁLKINN 13

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.